Vikan - 18.01.1962, Page 21
„staría við lagfæringu þess, og tvö
fjörmikil börn að annast; ég var stað-
ráðin í að búa mér og þeim sem bezt
og öruggast heimili, en nýjar ástir
og hjónaband komu mér sizt til hugar.
í rauninni hafði ég skipulagt fram-
tíð mina eins og mér var framast
unnt. Ég ætlaði að búa þarna í Bever-
lyhæðunum þangað til börnin væru
komin á skólaaldur, en þá hugðist
ég selja húsið og flytja í stærri og
skemmtilegri íbúð í borginni. Ég
minnist þess ekki, að ég hafi neitt
verið að hugsa um að öðlast sérstaka
hamingju — eingöngu að öðlast kyrrð
og næði eftir allt, sem á undan var
gengið.
Um þetta leyti átti Clark við sína
eigin örðugieika að etja, og sínar
framtíðarfyrirætlanir, og ekkert benti
til þess, að vegir okkar mundu liggja
saman aftur fyrir alvöru. Hann hélt
til Afríku, þar sem hann lék í kvik-
myndinni „Mogambo", síðan til E'vr-
ópu, þar sem hann lék í kvikmynd og
tók sér síðan nokkra hvíld. Þetta var
síðasta kvikmyndin, sem hann lék í
hjá MGM.
Siðan sneri hann heim aftur, og átti
nú í enn einu skilnaðarmáli — að
þessu sinni við MGM, kvikmyndafé-
lagið, sem hann hafði starfað hjá til
þessa. Eftir að hafa verið samnings-
bundinn því félagi um tuttugu og fjög-
urra ára skeið, taldi hann nú tíma til
þess kominn að skipta um. Það var
ekki neitt leyndarmál, að ýmsir fram-
ámenn í Hollywood höfðu lengi verið
óánægðir með hve kvikmyndir þær
voru lélegar, sem það félag fól hon-
um aðalhlutverk í, að minnsta kosti
eftir styrjöldina. Loks ákvað Clark
því að gerast frjáls og óháður og
byrja að nýju. Hann vildi vera frjáls
að því að velja sér kvikmyndahlut-
verk.
Það var um svipað leyti, sem símtal
varð til þess að Clark Gable gerðist
á ný aðili að forlögum mínum, og að
þessu sinni fyrir fullt og allt. Ekki
veit ég hvað hefur knúið hann til
þess að hringja heim til mín, rign-
ingarkvöld nokkurt árið 1954. 1 hrein-
skilni sagt, þá spurði ég hann aldrei
um það. Ef til vill hefur hann ekki
átt eingöngu við vandamál að stríða,
sem tengd voru list hans og starfi.
Ef til vill hefur hann líka verið ein-
mana.
Þegar ég svaraði í símann, var sem
tíu ára tímabil hyrfi mér í einni
andrá. Rödd hans varð ekki misskil-
in. Hún var öldungis söm og þegar
hann hringdi til mín í fyrsta skipti,
nema hvað hann kallaði mig nú
Kathleen.
„Má ég bjóða þér að snæða með mér .
kvöldverð?" spurði hann.
1 Eg svaraði í sama glaðlega tón;
„Eg veit ekki hvað skal segja — ég
aatti víst að vara þig við þvi, að ég
er orðin matlystugri en ég var. Kann-
* ske yrði það ódýrara fyrir þig að
senda mér peningana. Þú ættir að
muna hvernig fór í fyrsta skiptið,
sem þú bauðst mér að snæða með
þér kvöldverð — þú varðst að greiða
sjúkrahússkostnað vegna matseljunn-
ar, hreinsun á gólfábreiðunum og ég
fékk glerbrot í hnéð“.
Clark hló. „Jæja, gamla mín, ég
ætla nú að hætta á það samt, ef þú
vilt slá til. Hvaða kvöld eigum við
að ákveða? Ég þykist vita að þú sért
önnum kafin í samkvæmislífinu — en
ég er laus hvaða kvöld sem er“.
Og svo var hann kominn, kátur og
hress og vörpulegur, öldungis eins og
hann hafði verið fyrir áratug. Hann
kom heim til mín á ákveðnum tíma,
stundvís eins og hans var vandi. Jó-
Clark Gable á sínum yngri árum, ásamt hinum fræga kvikmynda-
leikara, Wallace Beery.
hanna og Bunker, sem voru Þá þriggja
og fjögurra ára gömul, fögnuðu hon-
um þegar innilega. Eg verð að viður-
kenna, að ég var stolt af þeim. Þau
voru hrein og snyrt og gættu vand-
lega þeirrar prúðu framkomu, sem
þeim hafði verið kennd, en voru þó
eðlileg og frjáls í framkomu, og hrifn-
ing þeirra einlæg eins og börnum á
Þeim aldri er eiginlegt.
Þetta voiu fyrstu kynni hans og
barnanna, og þeim féll þegar í stað
jafnvel við hann og honum við þau.
Hafði ég hugboð um það, þegar Bunk-
er litli rétti honum hendina, að þeir
ættu eftir að verða einlægir vinir, og
við ættum það öll fyrir höndum að
lifa saman í ást og eindrægni sem
hamingjusöm fjölskylda? Ég held
varla.
En ég varð þess þegar vör, að hin
gömlu og einlægu vináttutengsl okk-
ar á milli voru enn órofin. Þetta varð
skemmtilegt kvöld. Við snæddum sam-
an kvöldverð, mösuðum og hlógum og
þjónninn hrasaði ekki með steikina.
Annars man ég það ekki hvort við
báðum um steik.
Já, þetta var öldungis eins og í
gamla daga, og þó um leið allt ann-
að. Clark hafði breytzt og ég hafði
breytzt. Annað hefði líka verið óeðli-
legd- Við höfðum bæði þroskazt með
aldrinum og fyrir lífsbaráttuna, en þó
held ég hvorugt okkar hafi verið hald-
ið neinni beiskju. Við áttum ekki
neinar djúphugsaðar eða háalvarlegar
samræður þetta kvöld, en eitt var
okkur báðum ljóst — ég var 36 og
hann 53, og við vorum bæði staðráðin
í að fremja ekki fleiri afglöp.
Þegar við kvöddumst, spurði Clark
ósköp hversdagslega hvað ég hygðist
fyrir daginn eftir. Ég sá ekki neina
ástæðu til að vera með einhver láta-
læti, og sagði honum hreinskilnislega,
að hann gæti ráðið því, ef hann vildi.
Við höfðum átt saman skemmtilegt
kvöld, og fögnuðum þvi bæði að leið-
ir okkar skyldu loks hafa legið saman
aftur.
Við hittumst þvi aftur daginn eftir
— og næsta dag og þann þar næsta.
1 rauninni hittumst við hvern ein-
asta dag allt Þetta ár, nema þegar
hann var fjarverandi sökum atvinnu
sinnar.
Og ég hygg að ekki hafi liðið á
löngu áður en við fundum það bæði,
að hin gamla, einlæga vinátta okkar
hafði breytzt í innilegt og hamingju-
ríkt tilhugalíf. Þetta var dásamlegt
ár, unaðslegur forleikur að því fagra
og hugljúfa tónverki, sem hjónabandi
okkar varð helzt líkt við.
Við nutum ekki minni skemmtunar
og gleði, en við höfðum notið sam-
an fyrir tíu árum, nema hvað gleði
okkar var nú byggð á traustari og
sannari grundvelli. Og nú var skiln-
ingur okkar gagnkvæmur, ástríður
okkar hófstilltari. Og að síðustu varð
einnig um gagnkvæma ást að ræða.
Já, þetta var dásamlegt ár. Þótt
við tækjum okkur í rauninni ekkert
merkilegt fyrir hendur, fannst okk-
ur allt svo hrífandi og mikilvægt.
Við fórum í stutt ferðalög saman,
lékum golf saman og snæddum sam-
an kvöldverð heima, sem ég matreiddi
sjálf og bar á borð, skreytt kertaljós-
um. Við vorum líka löngum hjá börn-
unum. Það var Clark nýstárleg
reynsla að njóta samvista við börn,
og þau gerðust honum strax mjög
handgengin. Þau höfðu mikið gaman
af að koma heim til hans, lesa með
okkur appelsínur og leika lausum
hala um landareignina. Mesta ánægju
höfðu þau þó af litlum múlasna, sem
kallaðist Baba, og Grace Kelly, sem
við bæði dáðum mjög, hafði gefið
Clark. Þau undu löngum við að sitja
á baki hans, og Það eins þótt hann
setti þau oft af sér, og félagi þeirra,
Clark, var jafnan nálægur til að gæta
þess að þau meiddu sig ekki.
Clark hafði mikið gaman af að lesa
fyrir litlu „álfabörnin" mín, eins og
hann kallaði þau. Hann var ekki fyrr
kominn inn úr dyrunum á kvöldin,
en þau komu hlaupandi til hans með
ævintýrabækurnar sinar. Þegar Clark
var að leíka aðalhlutverkið í kvik-
myndinni „Lukkuriddarinn", hjá Fox
um þetta leyti, kom hann til okkar
beina leið úr kvikmyndaverinu, og
gaf sér oft ekki tíma til að ná farð-
anum af andliti sér.
„Ég gat ekki beðið“, sagði hann,
þegar við heilsuðumst. Svo fengum
við okkur aukabita og einhverja
hressingu, og að því búnu tók hann
sér sæti í hægindastól og las fyrir
börnin, þangað til Þau urðu að fara
í háttinn,
Framhald á bls, 215.
Clark og ein af konunum hans, kvikmyndastjarnan Carole Lom
bard, sem fórst í flugslysi og hann harmaði mjög.
’W**'