Vikan


Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 23
HJ HALDIÐ ÖLLUM GETRAUNASEÐLUNUM SAMAN Hér birtist annar hluti Axminster-verðlaunakeppninnar. Eins og aSur hefir verið skýrt frá — en keppnin hófst í síðasta blaði Vikunnar — er hér um ein glæsilegustu verð- laun að ræða, sem nokkru sinni hafa verið veitt hér á landi fyrir lausn á blaðagetraun: Fjörutíu fermetrar af einu glæsilegasta gólfteppi, sem framleitt er hér á landi — Axminster, og að verðgildi tuttugu þúsund krónur. Vinnandi hefur frjálst val á mynztri, en starfsmenn verk- smiðjunnar sjá um uppsetningu teppisins eftir ósk vinn- anda. Getraunin er í því fólgin að finna einhvern hlut, sem ekki á heima á myndinni hér til hliðar, og skrifa nafn þess hlutar á getraunaseðilinn. Þá skal einnig fyila út seð- ilinn með nafni, heimilisfangi og símanúmeri, og senda síðan alla seðlana í einu til: „Vikan, Box 149, Reykjavík“ — en neðst í vinstra horni umslagsins skal rita orðið: „Axminster“. Verðlaunakeppnin er í fimm blöðum Vikunnar, og hófst í öðru tölublaði 1962. Allir fimm seðlarnir þurfa að vera rétt útfylltir og sendast að lokinni keppni í sama umslagi. Axminster-teppið á þessari glæsilegu stofu á myndinni er gráyrjótt og fer einstaklega vel við húsgögnin þarna, sem flest eru úr palisander, klædd leðri. Stúlkan á að sjálf- sögðu heima i íbúðinni, en það er einn hlutur — og raunar tveir, sem ekki eiga þar heima, en ykkur nægir að finna einn. — Klippið hér. — GETRAUNASEÐILL B. Hluturinn, sem ekki á heima í stof- unni er: '3, .g. 5 Nafn: Heimili: .............................. Sími: •— Klippið hér. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.