Vikan


Vikan - 18.01.1962, Síða 26

Vikan - 18.01.1962, Síða 26
Hárið verður fyrst fallegt með / / | / 4 / ^ V ./ SHAMPOO WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð—laðar fram hinn dulda endisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir — ein þeirra er einmitt fyrir yður. Perluhvítt fyrir venjulegt hár Fölblátt fyrir þurrt hár Bleikfölt fyrir feitt hár Toni framleiðsla tryggir fegursta hárió Clark Gable Framh. af bls. 21. Þegar ég virti fyrir mér hann og börnin, gat ég ekki að mér gert að brosa, er mér kom til hugar Það, sem mér hafði verið sagt eftir frægri leik- konu, sem Clark hafði verið í þing- um við áður fyrr meir, og var nú a8 hugsa um að endurnýja kunningskap- inn: „Hann kvænist Kathleen aldrei“, sagði hún. „Hann hefur alltaf haft ýmugust á börnum, svo þessir tveir krakkar hennar hræða hann frá“. Fáfróð var hún um það sanna. Og hún var svo sannarlega ekki ein um það. Enda þótt dálkasnápar dagblað- anna væru þá fyrir löngu farnir að rökræða vináttu okkar Clarks í skrif- um sínum og líkurnar til hjónabands, held ég að þeir hafi allir, svona innst inni, verið leikkonunni hjartanlega sammála um þetta. Þegar blaðamenn- irnir inntu Clark frétta, svaraði hann stöðugt þvi sama til — við hefðum ekki ákveðið neitt. Og það var satt. Við ákváðum ekki neitt fyrr en Clark hélt til Durango í Mexíkó í aprílmánuði 1955, vegna kvikmyndatöku. Þá var okkur báðum að vísu löngu ljóst hve dásamlegt ár þetta hafði verið okkur báðum, en við höfðum þó ekki enn lagt orð að neinu. Að vísu gerðist það á stundum, þegar við vorum eitthvað að ræða um framtíðina, að Clark tók þannig til orða, að „við“ ættum að gera þetta eða þetta. EVi ég spurði hann aldrei hvað hann meinti með orðinu „við“ í því sambandi. Það var vor og kvöldið var blitt og fagurt. Við Clark sátum hjá sund- lauginni hans og dáðumst að rósa- runnunum á bakkanum. Ég man að hann var klæddur sportskyrtu og gallabuxum, og ég var í blússu og pilsi. Clark sneri sér að mér og mælti rólega: „Kathleen — heldurðu ekki að við höfum nú þekkzt það lengi — ég á við, að við höfum í rauninni unn- að hvort öðru í meir en áratug — að við ættum ekki að vera að draga þetta lengur, en skella okkur í það heil- aga?" Ég held að ég hafi ekki dregið andann fyrst í stað, en svo svaraði ég: „Ég veit það satt að segja ekki. Ég verð að hugsa málið nánar. Viltu veita mér fimm sekúndna frest?" Hann sagði „já“ — og andartaki síðar sagði ég: „Já“. Við brostum bæði. „Nú verður þú að biðja mín formíega", sagði ég. Hann tók í hönd mér. „Kathleen, viltu giftast mér?“ „Já“, endurtók ég. Við sátum nokkra hríð þarna hjá lauginni og nutum þeirrar hamingju og Hfsfyllingar, s*m við höfðum að lokum öðlazt. Við héldumst í hend- ur og ræddum saman. Clark vildi kaupa handa mér trúlofunarhring, en ég maldaði í móinn og kvaðst ekki þurfa á neinum skartgripum að halda. Clark sagði: „Ég hef haft það í huga í nærri ár að biðja þig að gift- ast mér, en ég vildi bíða unz rétta stundin væri upp runnin. Og ég held ég hafi hitt á hana“. Ég viðurkenndi fúslega að hann hefði þar rétt f’yrir sér. Einnig urðum við bæði sammála urrt að halda hjónabandsfyrirætlan okk- ar leyndri. Fyrst og fremst vegna þess, að við gátum ekki fastákveðið neinn tima fyrr en lokið væri töku kvikmyndarinnar og Clark kæmi heitn aftur. Svo fór hann til Mexíkó, og næstu vikurnar hringdi hann oft til mín og skrifaði mér iðulega. Klukkan átta á hverju kvöldi hringdi síminn, og Þegar ég tók talnemann, heyrði ég rödd mexikanska langlínuþulsins drafa í eyrum mér: „Hallo, elsku- vininn yðar iangar til að heyra í yð- urf“ Og svo kom ,,elsku-vinurinn“ og sagði mér hve hann þráði mig, hvern- ig kvikmyndatakan gengi og hve sig langaði í bandarískar sígarettur. Við töluðum saman í 43 mínútur að minnsta kosti, hverju sinni, það kost- aði marga pesos til mikillar ánægju fyrir mexikanska símaþulinn, sem stöðugt lá á hleri, ef svo illa skyldi takast til að sambandið rofnaði. Ég held að hann hafi ekki haft minni ánægju a£ samtölunum en við sjálf. Strax Þegar Clark kom heim aftur, tókum við að undirbúa þann stóra dag af kappi. Við vorum staðráðin í að hjönavígslan skyldi fara fram i kyrrþey — hvorugt okkar hafði löng- un til að endurtaka slíka athöfn enn einu sinni í skini blossaljósa blaða- myndatökumannanna. Okkur var Ijóst, að ef við keyptum leyfisbréf i Kaliforníu þar sem afgreiðslufrestur á slíkum skjölum nam þrem dögum, mættum við eiga víst að blöðin kæm- ust á snoðir um hvað til stæði. Það virtist því ekki um annað fyrir okk- ur að velja en einhvern afskekktan bæ í Nevada. Þegar hér var komið sögu, vissu tvær manneskjur, auk okkar, þetta dásamlega leyndarmál. Clark hafði samband við sinn gamla og góöa vin, A1 Menasco og Júlíu konu hans, sem bjuggu á bændabýli í grennd við St. Helena í Norður-Kaliforníu, og leitaði aðstoðar þeirra varðandi undirbúning og framkvæmd hjónavígslunnar. Al, sem áður hafði verið bílasali, leitaði um þvert og endilangt Norð- ur-Nevada-fylki að líklegum stað. Síð- an tilkynnti hann okkur, að Minden, lítil borg um 45 mílur suður af Reno, virtist heppilegust til þeirra hluta. Þau hjónin keyptu fyrir okkur tvo einfalda giftingarhringa í San Franc- isco. Ef Clark hefði keypt þá sjálfur, var eins vist að fyrirætlan okkar kæmist í hámæli. Loks var öllum undirbúningi lokið. Við ókum með leynd til Gardnerville I Nevada, þar sem Menascoshjónin biðu okkar í lundi baðmullartrjáa skammt frá veginum, klukkan fimm síðdegis, og siðan ókum við til Minden, en þangað voru nokkrar mílur vegar. Kvöldið áður höfðum við ekið heim 26 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.