Vikan


Vikan - 18.01.1962, Síða 31

Vikan - 18.01.1962, Síða 31
AMARO KARLMANNANÆRFOTIN EIGA MIKLUM VINSÆLDUM RB FAGNA — ENDA í SENN ÞÆGILEG OG ÓDÝR — Ég hef rannsókn málsins enn me'ð höndum, varð honum að orði. Og henni er ekki lokið fyrr en gátan er ráðin. Young leynilögreglumaður dokaði við á meðan Gavin las leiðarann. — Heldurðu að þessi verðlaun nái til- gangi sínum? spurði hann. Ég mcina að þau rumski við nokkrum vitnum, sem okkur geta komið að gagni ... — Það hefur alltaf fyrirfundizt eitt vitni, svaraði Gavin. Og ef það fengist til að láta okkur vitneskju í té, mundi gátan sennilega ráðin; það vitni er Fred Meyer, lyftustjór- inn. Hann hélt þvi alltaf fram, að hann hefði ekki séð neitt athyglis- vert þessa nótt, og ekki orðið ferða morðingjans var. En hann sagði ekki satt. Ég er viss um að honum hefur verið ógnað, og þess vegna þorði hann ekkert að segja. Hann virtist ekki einungis vera hræddur ... hann virtist utan við sig af skelf- ingu. — Þú heldur þá að morðinginn hafi tuktað hann til, varð leynilög- reglumanninum að orði. — Það sáust að vísu ekki nein merki þess á gamla manninum en það má leika menn hrottalega, án þess það segi eftir, ef menn kunna þau tök. Og það má lika mis- þyrma mönnum andlega og það ekki siður en likamlega. Fred gamli Meyer bjó hjá syni sínum og fjöl- skyldu hans, þegar þetta gerðist. Hann átti þrjú barnabörn, sein hann unní hugastum. Og hvað getur ekki komið fyrir börn, þegar þau eru að leik úti viö? Morðingi getur að minnsta kosti hótað þvi, að ... já, bað er óþarft að útskýra það nánar, cn það er auðvelt að skelfa gamlan og góðlyndan mann með slíkum hótunum. Gavin fulltrúi hnyklaði brýrnar hugsi. — Og hafi hann verið hræddur svo, að hann þyrði ekkert að segja þá, þorir hann það ekki heldur nú, þrátt fyrir verðlaunin. Því getur morðinginn liins vegar ekki treyst. Ég hef stöðugt haft auga með hon- um. Hann býr einn síns liðs i hverfi ieinu á Eystribakka ... Og allt í •einu leit fulltrúinn hvasst og spyrj- ;andi á leynilögreglumanninn. — IHvað cr langt síðan blaðið kom úl? spurði hann. — Það mun hafa komið út um niuleytið. — Og nú er klukkan meira en tvö. Gavin blaðaði í símaskránni og hringdi. Beið svars í einar þrjár mínútur. — Hann svarar ekki, sagði lög- reglufulltrúinn. Yið verðum að fara þangað tafarlaust. Klukkan 14,25 stöðvaði Vincent sportbil sinn úti fyrir húsinu þar sem gamli maðurinn átti heima. Hann athugaði vandlega nafnatöfl- una í anddyrinu, og komst að raun um að Fred Meyer bjó í kjallaran- um. Kannski bjó hann þar einn, kannski ekki. Vincent varð að hætta á það. Hann hringdi dyrabjöllunni, beið, enginn svaraði. Þá barði hann að dyrum. Enginn kom. Hann barði enn, harkalegar en fyrr. Vincent bölvaði og hélt á brott. Var hann þegar orðinn of seinn? Gat karlsauðurinn kannski á fundi við lögregluyfirvöldin þessa stundina og lét móðan mása? Kannski hafði honum þegar verið sýnd myndin, sem lögreglan mundi eiga i fórum sínum, og tekin hafði verið af honum fyrir löngu síðan, löngu áður en morðið var framið, vegna afbrots, sem nú var löngu gleymt og grafið. Hann stóð um stund úti á gang- stéttinni og leit í kringum sig. Loks kom hann auga á gamlan mann, sem sat á bekk fyrir handan götuna. Vincent lét umferðina lönd og leið og gekk beint yfir að bekknum. Það hafði orði'ð umferðarslys við gatnamót í nágrenninu. Gavin lög- reglui'ulltrúi ieit á úrið sitt. — Fimm minútur yfir hálfþrjú, sagði hann við Young leynilögerglu- mann, sem sat hjá honum i bílnum, og það var óþolinmæði í röddinni. Nokkur andartök stóð Vincent frammi fyrir gamia manninum, sem sat á bekknum, og virti hann fyrir sér. Ilárið var orðið mun hvitara, og drættirnir á andlitinu dýpri — cn það leyndi sér ekki, að maðurinn var Fred gamli Meyer, fyrrverandi lyftustjóri, og enginn annar. Hann tók sér sæti á bekknum hjá honum. — Ég lield við höfum hitzt ein- hverntíma fyrir löngu, sagði hann. — Einmitt það, herra minn, sagði gamli maðurinn, en leit þó ekki til hans. — Þér voruð lyftustjóri i bygg- ingu við fertugustu og fimmtu götu? — Kemur heim. Já, fyrir fjórum árum ... Vincent virti gamla manninn vandlega fyrir sér. Það varð ekki á svip hans séð, að hann bæri kennsl á hann. En það var vísvitandi blekkingartilraun, Vincent þóttist öldungis viss um það. Gamli maður- inn hafði búizt við honum og vildi nú leika á hann. Það var með öllu óhugsandi að hann mundi nokkurn- tíma gleyma útliti þess manns, sem leikið hafði hann jafnhart og Vin- cent hafði gert i lyftuklefanum forðum. — Eigið þér heima í húsinu þarna fyrir handan? spurði Vincent. — Já. 1 kjallaranum. Ég hef þar tvö herbergi. — Eruð þér þar einsamall? — Öldungis einsamall. Vincent glotti við tönn. Það leit út fyrir að allt ætlaði að ganga að óskum í dag, þrátt fyrir allt. Það kæmi svo sem ekki neinn dynkijr, þegar þessi væskill linigi að velli. Enginn mundi heldur veita ferðum hans sjálfs athygli. Og þa'ð, sem hann hafði einu sinni unnið þegj- andi og hljóðalaust á broti úr sek- úndu, mundi honum takast enn ... —- Við skulum þá koma heim til þín og rabba saman, gamli minn, sagði hann vingjarnlega. — Um hvað svo sem? Vincent leit í kringum sig. Mörg börn voru á leikvellinum og fólk var á gangi um stéttarnar, beggja meginn götunnar. Hann ýtti gamla manninum gætilega á fætur. — Þér skuluð ekki láta sem þér berið ekki lcennsl á mig, sagði hann. — En hvernig ætti ég a'ð bera kennsl á y'ður, herra minn? — Verið ekki með þessi látalæti. Það er að minnsta kosti harla ótrú- legt, að þér hafið gleymt mér ... — Já, — en ég er blindur, svar- aði Fred gamli. — Blindur? endurtók Vincent furðu lostinn. — Ég hef veri'ð blindur í full tvö ár. — Blindur ... nei, nú ertu að ljúga, gamli ... Fred Meyer lyfti staf sínum. Hann var hvitmálaður. — Hvers vegna heldurðu að stafurinn minn sé livít- málaður? Vitanlega til þess að fólk geti séð hvernig ég er á mig kominn og veiti mér aðstoð ef með jiarf. Eða hefurðu aldrei séð blindrastaf? Hann gekk hikandi skrefum áfram og lét stafinn fylgja brún gangstéttarinnar. — Þegar kemur að horninu, verður alltaf einhver til þess að fylgja mér yfir. Fólk er allt- af nærgætið og hjálpsamt, þegar blindir eiga í hlut. Blindur ... Vincent langaði mest til að hrópa og kalla, svo létti hon- um. Eina vitnið ... eina manneskj- an, sem um var að ræða að borið gæti kennsl á hann sem morðingja, var þar með dæmd úr leik fyrir • fullt og allt. Það mátti heita ótrúleg heppni. Hann rak upp hlátur. Hló dátt og lengi. — Þú skalt fá þér sæti á bekknum aftur og njóta sólskinsins, gamli minn, sagði hann. Og þú mátt sann- arlega happi hrósa, að þú skulir vera blindur. Þig rennir áreiðanlega aldrei grun í hve þér hefur orðið það mikið lán. Fred Meyer stóð nokkur andar- tök kyrr á horninu. Svo sneri hann við, gekk til baka hikandi skrefum og lét stafinn strjúkast við gang- stéttarbrúnina. Hann settist aftur á bekkinn, og þar sat hann og star'ði beint framundan sér, eins og blind- um mönnum er tamt, þegar Vincent steig upp í sportbíl sinn. Hann leit um öxl til blinda mannsins um leið og hann ók af stað. En Fred gamti Meyer hreyfði ckki höfuðið fyrr en billinn var kominn spölkorn undan. — 7717 WE, tautaði hann, en það var núrner bílsins. Þegar bíllinn var horfinn sjón- um fyrir drykklangri stundu, reis Meyer gamli loks úr sæti sinu á bekknum. Hann gekk rakleitt yfir götuna, þegar umferðarljósin leyfðu. Hann var í þann veginn að hverfa inn í húsið, þegar hann heyrði kall- að á sig með nafni. Maður mikill vexti, gráhærður og rjóður í vöng- um hafði stöðvað bil sinn við gang- stéttina og steig nú út úr honum. — Kannizt þér við mig, Meyer? Framhald á næstu siðu.' VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.