Vikan


Vikan - 18.01.1962, Page 36

Vikan - 18.01.1962, Page 36
TASKA Hér sjóiS þiS skemmtilega tösku sem tilvalið er aS nota fyrir leik- föng. Tilbúin aS stærS er taskan um 32x38 cm. Efni: Þykkt léreftsefni, l)lá- eSa rauSröndótt. FóSurefni í lit sem fer vel viS efniS. Skábönd í sama lit og rend- urnar. 3 tölur, 2 bláar og 1 rauSa. Dálitinn garnafgang i hanka. Task'an er fóSruS meS millifóSri eSa „vlieseline“. BúiS sniSiS til þannig aS strika ferninga á pappír 2x2 cm hvern ferning, teikna síSan sniSiS eftir myndinni og klippa út. LeggiS sniS- in á efniS og sníSiS eftir þeim. Einnig fóður og millifóSur. SníSiS án saumfars. SaumiS renning á framstykkiS og hafiS sem munn. HnýtiS kögur fyrir augnabrúnir. LeggiS saman framstykki, milli- fóSur og fóSur þannig, aS rétta á efninu snúi mót réttu á fóSri og millifóSriS liggi yfir efninu. Saum- ið yfir bogann aS merktri punkta- línu á sniðinu. Saumið einnig á sama hátt efstu brún á stk. A. Snú- ið nú stykkjunum við, rúllið saum- ana mjög vel út í brún og þræðið tæpt. Þræðið einnig lauslega yfir bæði stykkin, svo þau liggi slétt. Takið nú renninginn D og þræðið þannig að hann komi milli stykkj- 2% TIKAM anna (svo taskan geti opnazt). Látið öll saumförin snúa út á rétt- una og bryddið yfir með skábönd- unum. Hnýtið kögur neðst á lokið eftir myndinni. — Saumið kappmellu- hneppslu neðst á miðju loksins. FestiS tölurnar, fyrir augu og munn. FléttiS að lokum nokkuð langa fléttu og festið sem hanka. Mora rönguna og saumið með stórum sporum milli brúna, báðum megin. TakiS þá fóðrið og sníðið með 1 0 cm saumfari, brjótið nákvæmlega inn af brúnunum og þræðið. Leggið fóðrið á röngu spjaldsins og leggið niður við með fíngerðum sporum í höndum. Gangið þannig frá öllum spjöld- unum. Saumið nú spjöldin saman eins og mynd II sýnir. Saumið með þéttum sterkum sporum. Verði brúnirnar ójafnar, má gjarn- an flétta eða stima lengju úr brod- ergarni í lit sem fer vel við og sauma yfir samskeyti. Hér sjáið þið skemmtilega hug- dettu. — Motta, sem fléttuS hefur verið úr gömlum prjónasi'kiundir- fatnaði. Nærfötin eru klippt í 4—6 cm breiða renninga, renningarnir síð- an saumaðir saman og fléttaðir í tvær langar fléttur, sína með hvor- um litnum. Saumið fyrst saman ljósari flétt- una svo lengi sem til er ætlazt og siðan þá dekkri. SaumiS andlit á mottuna með grófu lykkjuspori og sterkum litum. Hirtlfl fjfrír sm^dót Hér er sýnd mjög skemmtLeg hirzla fyrir smádót. Efni: Mynztrað efni t. d. nokkuð gróft gluggatjaldaefni og léreft í lit sem fer vel við, til að fóðra með. Búið til sniðið eftir mynd I. Legg- ið sniöið á nokkuð stífan pappa, strikið í kring og klippið út. Gerið þannig 3 stk. Takið mynztraða efnið og sníðið eftir sniðinu með 1 cm saumfari. Límið örlitla bómull á pappaspjald- ið báðum megin. Leggið efnið á spjaldið, brjótið saumförin inn á Svefn er bezta fegurðarmeðalið Allar höfum við mikið að gera um jólin og oft vill maður láta sjálfan sig sitja á hakanum og svo þegar aðfangadagskvöld rennur upp erum ivð þreyttar og illa fyrirkallaðar. Eitt skynsamlegasta og ódýrasta fegurðarmeðalið er góður nætur- svefn. Átta timar eru eðlilegur svefn- tími, en þó vaknar sumt fólk út- hvílt eftir aðeins sex tima og aSrir þurfa tíu tíma. Sagt er að tímarnir fyrir tólf gefi tvöfalda hvild og það er satt að manni líður betur ef mað- ur fer að sofa kl. tíu og vaknar kl. sex, heldur en ef sofið er frá tvö fram að hádegi. Sjáið um, að góð loftræsting sé í herberginu, sem þið sofið í og hafið gluggann opinn á sumrin eða rifu á honum á veturna. Skrúfið alltaf fyrir hitann. Ef þið þjáizt af gigt og getið því ekki haft gluggann opinn, látið þá dyr inn í annað her- bergi standa opnar. Margar manneskjur liggja i rúm- inu á kvöldin án þess að geta sofnað og finna þá upp á ótrúlegustu leið um til að narra sjálfa sig á. Sumir telja fé á grænu túni, aðrir imynda sér að klukkan sé sjö og að vekj- araklukkan fari að hringja, eða að morgunblaðið komi inn um bréfa- rifuna og segja að þá verði þeir óhemjulega syfjaðir. Þetta eru sak- laus ráð, sem áreiðanlega geta hjálpað mörgum. En sé maður reglu- lega þreyttur eða taugaóstyrkur hjálpa hvorki kindur né ímynduð hljóð. Takið 1 staðinn heitt steypibað, áður en þiö farið I rúmið, en ekki of heitt, og látið vatnið buna vel á hálsinn og bakið. Eftir baðið þurrkið þið ykkur vel. Drekkið svo áður en þið farið i rúmið glas með volgri mjólk og hunangi og drekkið hægt í smásopum og ef rúmið er kalt skuluð þið hafa hitapoka með ykkur. Leggizt nú þægilega til hvild- ar og reynið að slappa af. Þið hafið fyrst slappað af, þegar útlimirnir virðast vera þungir og alveg máttlausir og þið eruð hættar að hugsa rökrétt. Þetta er ekki svo auðvelt, því venjulega hefur maður mikið að hugsa um og ekki sizt i jólaönnunum, svo erfitt er að hætta. Reyniö einu sinni þessa aðferð. ' Dragið nokkrum sinnum djúpt og rólega andann, lyftiö vinstra fæt- inum örlitið og látið hann falla máttlausan niður, endurtakið þetta með hægra fæti. Haldið áfram þang- að til fæturnir virðast þungir semí blý. Slappið einnig á magavöðvun-í um með því að þrýsta hendinni á magann og láta vöðvana spennast á móti cn slakið svo á. Gerið nokkr- ar hringæfingar með öxlunum og slakið svo alveg á jieim líka. Sumum finnst gott að tala við úl- limina eins og t. d.: Nú er hægri liandleggur algjörlega slakur og þurigur og hægri fótur minn er svo þungur að hann sekkur niður í dýn- una .. . o. s. frv. Setningarnar á að segja hægt og rólega, eins og þið ætlið að dáleiða sjálfar ykkur. Ef ykkur heppnast að sofna af- slöppuðum, eru mikil líkindi til að þið vaknið hressar og endurnærðar eftir þægilega nótt með góðum draumum. Það er einnig mikilvægt að rúm- fötin séu þægileg. Það getur verið orsök á martröð ef sængin er of þung og of margir mjúkir koddar eru líka slæmir, það truflar andar- dráttinn og í andlitinu geta mynd- azt fellingar og hrukkur ef þvi er stungið í of marga kodda á næt- urnar. Svo dagurinn byrji vel verður að athuga hvernig farið er á fætur. Stökkvið ekki fram úr rúminu um leið og þið vaknið, heldur gefið ykk- ur tima til að teygja ykkur. Dragið andann djúpt og geispið ef þið þurf- ið þess. Og eitt ráð i viðbót, ef blóð- rásin i fótunum er slæm skuluð þið ýta sænginni til hliðar og hjóla dug- lega með fótunum dálitla stund. Þetta ætti að hjálpa dálitið gegn jólaþreytunni og koma í veg fyrir að húsmóðirin sé föl af þreytu og með gráa bauga á aðfangadags- jkvöld. ★

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.