Vikan


Vikan - 18.01.1962, Page 39

Vikan - 18.01.1962, Page 39
'Góðnr kœliskápnr er gnlli betri KELVINATOR KÆLISKÁPURINN ivynnið yður kosti KELVINATOR ER EFTIRLÆTI HAGSÝNNA HÚSMÆÐRA Verð: 961 14.837 Hin hamingjusama húsmóðir, sem á KELVINATOR, getur alltaf hrósað honum við vinkonu sína. Verið hagsýn — Veljið Kelvinator Austurstræti 14. Sími 11687. um smurosti og siðan fyllt með t. d. aspas. Brauðinu þrýst saman. Kokk- tailpylsur eru soðnar (ath. suðan er aðeins látin koma upp), og raðað ofan á brauðið, festar með trépinn- um. Brauðið er síðan sett inn í heit- an ofan og bakað þar til pylsurnar eru byrjaðar að brúnast. Borið fram í heilu lagi. Brauðið er ágætt að fylla með ýmiskonar áleggi, það má einnig skera þverskurði í brauðið og raða álegginu til skiptis 2—3 tegundum, sem eiga vel saman. Lítil tebrauð. 25 gr pressuger erða 214 tesk. þurrger, IY2 dl mjólk, 1 egg, 1 msk. sykur, Y2 tesk. salt, 5 dl hveiti (ca. 300 gr), 75 gr smjör- líki. Gerið er hrært út með volgri mjólkinni. Egg, salt, sykur og hveiti hrært saman við. Látið lyfta sér í skálinni ca. 20 mín. cða þar til það hefur aukizt um helming. Hnoð- að og flatt út í ferkantaða köku. Smjörlíkið skorið í þunnar sneið- ar og raðað á helming kökunnar, liinn helmingurinn lagður yfir og deigið flatt út, síðan lagt saman þrefalt. Þetta er endurtekið 2—3 sinnum. Síðast er deigið flatt út aflangt (30 cm breitt og ca. 70 cm langt), brotið í þrennt, skorið í 6 cm stykki sem er raðað á plötu og látin lyfta sér nokkra stund, síð- an pensluð með eggi og birkiskorn- um stráð yfir séu þau fyrir hendi. Bezt nýbakað með smjöri og osti. Tekaka með eplum. 125 gr smjörlíki, 180 gr sykur, ^ Ggg, 250 gr hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 1 dl mjólk, ca. 250 gr epli, Y2—1 msk. sykur. Smjörlíkið er hrært með sykrin- um þar til það er ljóst og létt. Eggj- unum hrært þar í einu og einu. Iiveitið er sáldrað með lyftiduftinu og blandað smátt og smátt saman við ásamt mjólkinni. Deigið er lát- ið í velsmurt mót. Eplin eru skorin í báta og raðað yfir. Bakað við ca. 175 gr. liita í 30—40 min. Þegar kakan er hálfbökuð er sykrinum stráð yfir. Þessa köku má einnig baka i smá- Framh. ú bls. 27. Blóm á heimilinu: Bergflétta !tir Paul V. Michelsen. Bergflétta (efoj), vex villt í skóg- um Evrópu og viðar, klifrar með sogrótum upp eftir trjánum. Berg- fléttan er sígræn með þrí- eða fimmflipótt blöð, dökkgræn með ljósari æðastrengjum. Miðflipinn jafnan lengstur. Þrífst mjög vel í stofum og er ekki kröfuhörð með birtu. Hinar ýmsu tegundir eru not- aðar bæði sem hengiplöntur og vafn- ingsviður, yfir hurðum, kringum myndaramma, uppbundin alla vega og milcið í blómakör með öðrum plöntum. Þegar teknir eru afleggj- arar af bergfléttu, er nægilegt að hafa þá 10—15 cm eða það langa, að á þeim séu minnst tvær blað- axlir. Þeir eru síðan látnir i vatns- glas í eldhúsglugga, eða rakan sand. Bezt er að hafa 3—5 afleggjara í sama pottinum, svo plantan verði þéttari og fegurri. Einnig má taka toppinn af einu sinni eða tvisvar, til að plantan greini sig meira. Nota skal venjulega moldarblöndu úr safnhaug með gömlum húsdýra- áburði og vikri. Til eru mjög margar tegundir af bergfléttu, bæði grænar og hvit- flekkóttar. Stjörnubergfléttán grein- ir sig mest og hefir smæst og mest flipótt blöð. Mjög sterk og fljótvax- in. Montgomerybergfléttan greinir sig ekki eins mikið, en er einna sterkust. Hefir dökkgræn, stór blöð. B. canariensis er með Ijósgulum röndum, þarf sæmilega birtu, svo ekki komi brúnar blaðrendur. Tvær nýjar bergfléttur eru konm- ar á markað, jökla- og marmara- bergflétta, báðar sterkar, fljótvaxn- ar, smáblaða og ljósar að lit. Til eru enn fleiri bergfléttur, en hér eru nefndar, í gróðurhúsum austan fjalls, en sjón er sögu rík- ari. ★ VIKAN 89

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.