Vikan


Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 4
AHLMANN eldavélasamstæðan er heimsþekkt úrvalsframleiðsla vegna þess að: I 1. lagi er hún stilhrein, nýtízku- leg og formfögur. I 2. lagi er hinn vandaði innbyggði bökunarofn með sjálfvirkum klukku- rofa, grilli, og með tvöfaldri hurð, innri hurð úr gleri, svo að þér getið fylgzt með bakstrinum án þess að opna ofninn. 1 3. lagi er hin algera nýjung, að sjálfvirkur klukkurofi er á eldunar- plötum og sjálfvirkur hitastillir á hraðsuðuplötunum, sem dregur úr hitanum við suðumark niður í hæfi- legt hitastig. í 4. lagi: EINU SINNI AHLMANN — ALLTAF AHLMANN. Hvers vegna dulvitund en ekki vitundarsamband ? Bréf til dr. Matthíasar. í Vikunni 18. jan. sl. er grein eftir dr. Matthías Jónasson: Hv.að er dul- vitund? Greinin byrjar á frásögn um ung- an kennara. Þar segir svo: „Ungur kennari varS fyrir sérkennilegri reynslu. í miðri kennslustund, þeg- ar honum fannst starfið altaka sig, gat allt í einu skotið upp í liuga hans grófum og óviðeigandi orðum, sem óðar voru komin fram á varir hans, svo hann fékk naumast hindrað, að l>au blönduðust í ræðu hans“. Síðan heldur frásögnin áfram og segir frá því livað manninum féll þetta illa og „þvi fremur sem hann stundaði kennsluna af djúpri alvöru og sam- vizkusemi og að saurgar hugsanir voru honum andstyggð". Að lokum er spurt: hvaðan brutust þessir ó- boðnu gestir inn í vitund hans? Síðan er sagt: „Við þessari spurn- ingu kunnu menn lengi ekkert svar. En um leið og Freud kom fram með það (svarið), byiti hann vitundar- hugtakinu algerlega við“ og svo er áfram vilnað í kenningar hans. í þessu tilfeili á það að vera skýring- in, að þessi grófu orð hafi geymzt í undirvitund kennarans frá þvi löngu áður, og að hann hafi ein- hverntinia áður orðið fyrir svo sterkum áhrifum af siíkum orðum. Það má víst teija mikillæti að leyfa sér að gera lítið úr orðum dr. Matt- híasar, en ég þykist nú samt hafa líklegri og öruggari skýringu á tak- leinum en dr. Matthías. En sú skýr- ing er sótt í rit isienzks vísinda- manns, dr. Helga Pjeturss, og er á þá leið, að vitund annars manns hafi i þessu tilfelli haft yfirtökin á vil- und kennarans. Önnur og ólik vit- und nær sambandi við kennarann og leggur honum orð á tungu, og gæti verið hér um stilliáhrif ein- hverra nemenda hans að raeða, svo sem líka er sýnt fram á í kenningum dr. Helga Pjeturss. Ég varpa fram beirri spurningu — er hægt að koma með öruggar sannanir fyrir þvi, að þessi grófu orð og ósæmilegu hafi áður borið fyrir eyru kennarans? Það má fullyrða, að í þessu tilfelii og flestum slíkum, sem undirvitund iða dulvitund er látin skýra, er ekki hægt að koma að neinum sönnunum, svo að þetta verður aðeins tilgáta, og ekki vísindaleg staðreynd. En viiundarsamþandið, eins og dr. Helgi Pjeturss hélt fram, skýrir |einfald- Iega hugskeyti slík sem þessi, drauma og miðiisamband, og sést, að þar er varpað ljósi yfir stærra og víðara svið en nokkru sinni áður. Ég vil beina þeirri áskorun til dr. Maltiiíasar og annarra mennta- manna: kynnið ykkur þær skoðanir sem islenzkur vísindamaður hefur borið fram, og virðið þær að minnsta kosti til jafns við það sem útlent er. Sigriður Björnsdóttir, Heylæk. Kæra frú Sigríður! Ef þér liafið lesið greinar mín- ar um dulvitund og drauma, þær sem birzt hafa í Vikunni síðan þér senduð bréf yðar, býzt ég við að undrun yðar hafi farið vax- andi. Um áskorun yðar til mín, að ég kynni mér rit dr. Helga Pjeturss, vil ég segja þetta. fs- lenzka sálfræðinga skortir ekki þekkingu á kenningum dr. Helga um vitundartengsl manna við íbúa óþekktra jarðstjarna, ýmist á lífstefnu- eða helstefnuleið. Það er trúin, sem þá skortir. Ungur las ég rit dr. Helga með áfergju. Ég beið í ofvæni eftir þeim sönn- unum, sem hann var sífellt að boða, að verða ættu niðurstaðan af rannsóknum hans. Enn bið ég eftir þeim, en eftirvænting mín er farin að dofna. Þannig get ég að flestuni aðdáendum þessara vit- undarsambandskenningar dr. Helga hafi farið, ef þeim auðn- aðist að víkka fræðilegan sjón- hring sinn. Með beztu kveðju, Matthías Jónasson. Kæra Vika. í mörgum blöðum þínum hefur mikið verið rætt um þéringar. Ég hef alltaf vanizt því, að þérað væri i verzlunum og í almennum viðskipt- um. Nú er svo mál með vexti, að ég kom inn i verzlun (fornbóka- verzlun) um daginn með nokkrum skólafélögum mínum og segi við af- greiðslumanninn: „Ekki hafið þér likams- og heilsufræði.“ Veit ég þá ekki fyrr en viðkomandi maður reið- ir henfann á loft, lemur i borðið og segir: „Ég afgreiði ekki fólk sem þérar.“ Ég anza þvi fáu en spyr samt hvort hann hafi umgetna bók. — „Út með ykkur he.........auðvalds- bullur og klámkjaftar, þið notið orðalag sem tíðkaðist meðan ríkis- valdið kúgaði alþýðuna og misþyrm- ið ykkar dásamlega móðurmáli.“ — Leið ekki á löngu þar til til átaka kom milli okkar og hans. Réðist hann á einn okkar og sló hann utanundir. Vildi svó til að lögréglu- mann bar þarna að en ekki sagði hann styggðaryrði til kjafthöggvar- ans. — Um það að hann telji þéring- ar „misþyrmingu á íslenzkri tungu“ held ég að sé rangt, því að t. d. í Auðunarþætti vcstfirzka segir m. a.: „Herra, þat er á yðru valdi en engu játum vér öðru en vér liöfum áður ætiat.“ Auðun var þarna að tala við Harald konung, en hvort hann þér- aði hann i virðingarskyni, eða það hafi tíðkazt, veit ég ekki, en eitt er víst að hér var ekki um að ræða „kúgaða alþýðu.“ Nafn þessa manns er til taks, ef með þarf. Reiður skólapiltur. Kæra Vika. Ég skrifa þér stundum til þess að létta á mér. Núna til dæmis liggur mér l>að á hjarta, hversu óskaplega fólk getur verið barnalegt og ó- þroskað, jafnvel þótt það sé orðið fulltíða eins og kallað er. Ég fer á skemmtanir, i bíó og í leikhús öðru hvoru og ég kemst alltaf i vont skap, þegar ég sé kápu- og frakka- hlaupið undir lokin. Það er varla búið að draga fyrir í Þjóðleikhús- 4 VIKAN inu, hér um bil aldrei búið að ljúka kvikmynd þegar fólk ryðst fram eins og eldsvoði væri á ferðinni — og allt til þess að verða nú sem fyrst i röðinni að ná í kápuna eða frakk- ann sinn og i bíóunum til þess að verða sem fyrst út. Venjulega mun- ar það tveiin minútum, hvort maður lendir fremst eða aftast í röðinni við fatageymsluna í Þjóðleikhúsinu, svo mér finnst varla taka þvi að láta svona. Þarna kemur fólk venjulega vel búið og það er menningarbragur á öllum aðstæðum, en þá þarf fólkið sjálft að láta eins og óhemjur og eyðileggja stemninguna fyrir öðrum. Eins er á almennum skemmtistöð- um. Undir lokin fer fólk að ná i káp- urnar sínar og sezt með þær i fang- ið. Allt ber þetta vitni þess, hversu skammt við erum komin í sannri meningu, eða afsakar það kannske allt, að við gefum út mikið af bók- , uin? upp tekinn hjá Vikunni. Það, að þú hefur ekki fengið nein verð- laun, lesandi góður, er einungis tilviljun, það er að segja ef ráðn- ingarnar þínar hafa þá verði rétt- ar. Kæri Póstur. Nýlega fór ég ásamt unnustu minni, í hemisókn til foreldra heunar úti á landi. Ætluðum við að vera þar nótt, en nokkru fyrir háttatima komst ég að því að búið hafði verði um okkur i sama rúmi. Mér þótti þetta svo óviðeigandi að ég bjó til sögu um það að ég yrði að vera kom- inn heim fyrir morgun. Fórum við að svo búnu, og móðguðust væntan- legir tengdaforeldrar míni'r mjög yfir því. Nú langar mig til að vita hvort það sé viðeigandi og venjulegt að búa um trúlofað fólk, sem ekki býr saman, í sama rúmi. — Með fyrirfram þakklæti fyrir svarið. Einn reiður. Trúlofaður. — Ónei, það að gefa út einhver kynstur af bókum, afsakar ekki neitt í þessum efnum. Það er því miður alltof rnikið til í því sem þú segir. Ksera Vika. Það gladdi mig, þegar ég sá lit- myndirnar úr My Fair Lady i Vik- unni. Vikan er alltaf að verða betra og betra blað og alltaf að taka upp einhverjar nýjungar. Ég fylgist með af áhuga. Seyðfirðingur. Kæra Vika. Undanfarin ár hef ég fylgzt vel með öllum verðlaunakrossgátum 1 Vikuni og öðrum blöðum. Hef ég alltaf sent inn ráðningarnar en aldrei fengið vinning. Nú langar mig að fá að vita hvernig unnið er úr þeim ráðningum sem berast, til dæmis hvort farið er yfir allar þær sem berast eða aðeins sumar. Með bestu kveðju. Lesandi. Sá háttur hefur verið hafður á krossgátunni, að innsendar lausnir hafa verið lesnar sarnan við rétt ráðna krossgátu og síðan dregið úr þeim réttu. Þetta er orðið gífurlegt verk þar sem krossgáta Vikunnar virðist verða æ vinsælli og stöðugt eykst sá bréfabunki, sem verður að fara yfir. Nú vitum við til þess að sá háttur er hafður á þessu á ýmsum öðrum blöðum, að dregið er úr öllum innsendum lausnum og sá fyrsti sem finnst með rétta lausn, hlýtur verðlaunin. Er í ráði, að sá háttur verði einnig Það mun að vísu orðinn al- mennur siður á Islandi, að kær ustupör gangi í eina sæng og taki út forskot á þá sælu, sem áður fyrr varð að bíða þar til eftir giftinguna. Mjög víða er- lendis þætti þetta hrein ósvinna og hneyksli, sem væntanlegir tengdaforeldrar þínir gerðu, en hjá þeim hefur það vafalaust ver- ið í góðri meiningu gjört. Þið (g| þurftuð raunar ekki að hlaupa burtu; þegar þér varð málið ljóst, gazt þú fært það í tal við unn- ustu þína svo lítið bæri á og hún hefði getað sagt móður sinni, að enn þá væruð þið ekki komin svo langt að sofa saman. Annars mundi sjálfsagt margur hafa gripið þetta tækifæri fegins hendi. Ksera Vika. Ég er sextán ára og alveg eins og fólk er flest aS ég held. Ég hef ofur- litið vandgxnál í fóBuai wirntfn eins og flastir aðrir, söm sJöifa póstinitfn. Það verður vist ftk.k.1 killað aivarlegt en veldur mér heilabrotum samt. Ég á föðursystur, sem kemur oft hingað til pabba og mömmu og hún hefur þann vana, að kyssa alla og mig lika. Þegar ég var minni, var mér sama, en núna kemur það oft fyrir, að jafnaldrar mínir og alls konar fólk er heima og ég verð alltaf feim- inn, þegar ég þarf að fara að kyssa frænku. Stundum hef ég jafnvel fal- ið mig, eða laumazt út, þegar hún kemur. Hvað á ég að gera til þess að fá hana til þess að hætta að kyssa mig? Pési. Þetta er sjálfsagt viðkvæmt mál fyrir frænku þína; hún vill vera vinsamleg við ykkur og mundi telja sér misboðið, ef þú bróður- sonur hennar, neitaðir að kyssa hana. Talaðu við móður þína og fáðu hana til þess að segja frænku þinni frá því á dipló- matiskan hátt, hversu afskaplega mikið þú sért á móti kossum. Við skulum sjá, hrort það hrífur ekki. Það væri líka reynandi að segja henni, að þú værir með einhverja smitandi ákomu á andlitinu. Aukið fegurð augnanna með Kurlash augnsnyrtivörum Kurlash er 30 ára framleiðslufirma aðeins í augnsnyrtivörum. Gefið augum yðar nýjan töfrandi blæ með Kurlash augnsnyrtivörum. 'Xurlash Fæst í snyrtivöruverzlunum Heildsölub.: H. A. TULINIUS vikan 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.