Vikan


Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 19
Stílhrein og falleg kvöldgreiðsla. Einföld útigreiðsla Glæsileg ballgreiðsla Hcntug daggreiðsla var á vel skipulögðum, nærandi en kaloríulitlum megrunarkúr varð hún að gera leikfimisæfingar daglega. Sjáið myndir. Aðalæfingin sem hún notaði til að grennast í mittinu var þessi: Liggið á hliðinni, teygið úr handleggnum og látið höfuðið hvila á honum, setj- ið hinn handlegginn aftur fyrir ykk- ur og ef nauðsynlegt er getið þið látið þungann hvíla á útrétta hand- leggnum. Hafið fæturna saman og lyftið þeim upp og niður reglulega. Gerið æfringuna tíu sinnum á hvorri hlið. Til að minnka magann notaði hún margar æfingar, en sú sem hún not- ar ennþá til að halda sér við er þessi: Liggið á gólfinu á bakinu, lyftið fót- unum samhliða upp i loftið og setjið þá svo niður aftur án þess að snerta gólfið. Endurtakið tíu sinnum. Verst var henni við að gera æfing- ar fyrir lærin, en hún gerði það og gerir það enn. Þessi reyndist einna bezt: Sitjið á hækjum ykkar og setj- ið hendur á mjaðmir. Réttið vinstri fót út svona 6—8 cm yfir gólfinu, færið hann aftur til baka og réttið svo hægri fót út. Gerið þetta reglu- lega tíu sinnum í einu. kringlótt andlit er t. d. hægt að grenna í næstum því sívalt með því að setja dökkt undirlag, Þar sem holur ættu að koma í ljós, undir ljósara yfirlag. Sömu aðferð má nota til að gera minna úr of ferköntuðum kjálkum. Smábrögð geta lagfært galla. Aftur á móti getur ljóst undirlag verið notað undir venjulega litinn, til að fá fram of innfallandi höku- línu. Þá er ijósi liturinn settur á það s\7æði sem á að stækka, áður en vanalegi liturinn er settur á. E’f þið gerið þetta sama upp við hárssvörð- inn mun Það fá hárrótina til að virð- ast hærri. Það sem þarf að hafa í huga, þegar dökkt og ljóst undirlag er notað, er að ljóst dregur fram og dökkt gerir minna úr. Þess vegna, er það, sem á að undirstrika, meðhöndlað með ljósu undirlagi og Það sem á að hverfa er hulið með dökku undirlagi. 1 fyrsta tímanum var Michele sagt, að andlitsfegrun byrjaði á þvi, að húðin væri hrein og fersk. Húð hennar var hrein og við áttum ekki við neinar bólur að stríða, tile allrar hamingju, því það getur tekið langan tima, að koma því í lag. Samt átti húð hennar vanda til að vera dálítið gráfölleit. Við blönduðum saman ivory- og bage-lituðu „make“ í hlutföllunum einn á móti þremur til að finna nákvæmlega þann iit- blæ, sem mundi lýsa, en einnig eiga við eðlilegan húðarlit hennar. Síðan notuðum við mjög ljóst und- irlag til að hylja holurnar, sem komu í ljós undir kinnbeinum hennar. Við notuðum einnig þetta ljósa til að fá íram skugga sitt hvorum megin á nefinu og settum mjóa iínu af þvi eftir endiiöngu nefinu til Þess að það virtist aðeins mjórra en það er. Siðan íór hún heim og æfði og æfði, til að fá þannig vald á málningunni, að hún liti út eins og hennar eigin húð. Ei^tir að hafa lært að mála sig fullkomlega, var næsta skrefið að at- huga augun. Við urðum að finna einhverja leið til Þess að gera þau stór og dramatísk og lengja aðeins bilið á milli þeirra. Það hafði það í för með sér, að ég varð að draga fjölda af línum, áður en við fundum nmitt það rétta. Fyrsta skrefið í því að iagfæra augun var að plokka augabrúnirnar. Lagið var i rauninni gott, en við urðum að fjarlægja öll aukahár, sem komu í veg fyrir það að útlitið væri snyrtilegt. Siðan fór- um við ofan í augabrúnirnar með blýanti, til að draga augun vel fram. Fölsk augnhár. Næsta skref var að setja hvítan augnskugga fyrir neðan augun, til að hylja dökka bauga. Þennan hvíta lit varð að blanda varlega til að koma í veg íyrir, að þetta yrði eins og málning á trúði. Svo settum við grænan augnskugga á augnalokin og drógum svarta línu eftir augnahár- unum. Þessi iína var dregin aðeins út og upp og síðan drógum við aðra ijósgráa sem myndaði nokkurs kon- ar þríhyrning við þessa. Miðja þrí- hyrningsins var fyllt með hvítum blýanti, þetta iengdi augu Michele mjög mikið. Þá næst bættum við fölskum augna- hárum, sem ég hafði skorið og lag- að til með rakvélarblaði, þannig að Framhald á bls. 41. Við byrjuðum á því að æfa aðeins fimm mínútur á dag, til þess að of- reyna ekki vöðva, sem lengi höfðu verið ónotaðir. Eftir eina eða tvær vikur var Michele fær um að æfa fimmtán mínútur á hverjum morgni og hverju kvöldi og úr því byrjuðu breytingarnar á vaxtarlaginu að verða stórkostlegar. Mjaðmir hennar og læri, sem voru slöpp eftir að hafa setið við skólaborð i mörg ár, byrj- uðu að öðlast eðlilegan stinnleika æskunnar. Fitukeppir, sem myndazt höfðu af of lítilli áreynslu, hurfu af mittinu. Um leið og vöðvarnir urðu stinnari, hurfu aukasentimetrarnir, og útlínurnar að vexti fyrirsætunnar komu greinilega í ljós. Jafnframt Því sem Michele lag- færði vöxt sinn, kom hún á skrif- stofu okkar annan hvern dag til að læra undirstöðuatriðin í málningu. Og þess á milli æfði hún og athugaði það sem við höfðum kennt henni. Það sem við byrjuðum á var fljót- andi „make up“. Fljótandi púður gef- ur öllum stúlkum kost á að bæta beinabygginguna í andlitinu. Of 1. Hinn litli munnur Michele var lengdur og stækkaður. 2. Augun voru stækkuð og meðal annars ■»eð ljósgrárri línu, sem myndaði þríhyrn- ing við efri línuna. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.