Vikan


Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 41
Bandarikin?" sagði Aníta. „En eng- inn ykkar er fær um það. Og í þessu landi eru stúlkur ekki siður frjálsar að því en piltar að skemmta sér. 1 Bandaríkjunum er þeim leyfilegt að dansa við hvern þann, sem þær vilja.“ „Einmitt það,“ mælti BernEu:do og laut henni. „Þú virðist ekki taka það með I reikninginn, að Porterikó er líka hluti af Ameríku." ,,Ekki hvað þig snertir. Þú ert kom- inn hingað sem innflytjandi," mælti hún kaldranalega. „Og þú skalt spara þér það ómak að fara að ávarpa mig með öllum mínum mörgu nöfnum. Síðan ég kom til Bandaríkjanna ber ég ekki nema eitt nafn. Og ef þér fellur það ekki .... “ Bernardo kastaði frá sér sígarett- unni, greip annarri hendi í hár henni við hnakkagróf, föstu taki og sveigði höfuð hennar aftur, svo hún gat ekki varizt vörum hans. „Fellur þér þetta?" spurði hann, þegar kossinum lauk. „Mér fellur það vel,“ svaraði hún og stóð á öndinni. „Hagaðu þér þá eins og manneskja," sagði Bernardo, hratt Anítu til hliðar og sneri sér að Chino. „Chino,“ mælti hann, „hvernig var systir mín á leið- inni heim?“ Chino varð vandræðalegur. „Það var allt i lagi með hana. Hún var dálítið óró, það var allt og sumt .... En þau höfðu ekki gert annað en að dansa saman i sakleysi.“ Aníta reiddist Bernardo fyrir yfir- heyrslu hans. Hún hratt honum frá sér með báðum höndum. Framhald í næsta blaði. Að verða fyrirsæta. Framhald af bls. 22. þau pössuðu við augnhár Michele, og svo bætti ég á þau svörtum lit. Fölsk augnár gera mikið fyrir falleg augu. Það tekur dálítinn tíma að fá þau til að passa alveg við augnhár einstaklingsins, og síðan tekur það annað eins að venjast þeim. Rak- vélarblað er notað til að tálga hvert hár, þangað til hvert hár fellur sam- an við þau sem eru á augnalokinu. Síðan verður að festa þau varlega á þann stað, sem hin eðlilegu augnhár vaxa frá, eða réttara sagt beint ofan á þau. Að lokum var Michele orðin meist- ari í að gera augun algjörlega full- komin, hvar sem myndavélinni datt í hug að líta á þau. Langáhrifaríkasta leiðin til að breyta útlitinu er augn- málning. Augu sem eru of nálægt hvort öðru, er auðveldlega hægt að færa fjær hvort öðru með því að setja hvítt „make“ næst nefinu og breiða það út eftir hálfu augnalokinu. Siðan er augnlínan dregin frá þeim punkti og dregin út fyrir augað. Augnskugginn er aðeins settur á ytri helming augnloksins og strokinn upp á við. Aftur á móti eru augu sem eru of nálægt hvort öðru færð saman með því að draga augnlínuna eftir öllu augnlokinu að þeim punkti sem er næst nefinu. Augnskuggi er borinn á allt augnalokið, en í staðinn fyrir að strjúka hann aðeins út á við, er hann látinn enda við enda augabrún- arinnar. Augabrúnunum er auðvelt að breyta með því að plokka Þær og mála. Ef mér finnst að breyta þurfi augnabrúnum einhverrar stúlku gjör- samlega, hyl ég hennar eigin augna- brúnir algjörlega með fljótandi púðri og teikna siðan mismunandi augpia- brúnir á púðrið, þangað til ég finn út, hvað fer stúlkunni bezt. Augnskugga er hægt að nota með miklum áhrifum með því að breyta litnum þannig, að hann sé í blæ- brigðum við eða eigi við fötin. Svo- lítið gullt eða silfurlitað á enda augn- háranna getur gert hvaða augu sem er ævintýraleg á kvöldin. En hver og einn verður að gera tilraunir og æfa sig í augnmálningu. Tilbrigðin eru óteljandi. Hvað veiztu um varalit? Eftir að hafa gert það bezta úr aug- um Michele, sem hægt var, snerum við okkur að algengasta og misnot- aðasta fegurðarmeðalinu, varalitnum. Michele hafði góðan, en ekki fullkom- inn munn. Hann var aðeins of lítill. Til allrar hamingju er auðvelt að laga það. Lítinn munn verður að lengja með því að fylla út efri vörina í endunum og fara aðeins út fyrir eðlilegu lín- una í hornunum. Við þetta er not- iður góður varablýantur, eitt áhrifa- mesta tæki, sem fyrirsætur nota. Oft verður svo líka að stækka neðri vör- ina aðeins til að vega upp á móti hinni vörinni. Of þykkar varir má þynna með því að draga þessar línur aðeins fyrir innan eðlilegu takmörkin áður en varaliturinn er notaður. Munið að púðra á varirnar, áður en vara- litur og varablýantur er notaður, því það kemur í veg fyrir að nokkuð fari út fyrir eða myndun lítilla lóðréttra lína. Ef neðri vörin er of útstand- andi, dragið þá línu með dökkum blý- anti og fyllið upp með dekkri vara- lit, en notaður er á efri vörina. Notið nákvæmlega sömu aðferð, ef neðri vörin er of lítil, en öfugt. Varalitur krefst margra tilrauna og mikillar æfingar. En engin þarf að halda, að hún þurfi að sætta sig við munn, sem ekki á við annað í andlitinu. Tveir varablýantar og tveir varalitir geta gert allan mismuninn. Ný hárgreiðsla. Hárið á Michele var eitt af því síð- asta sem við tókum fyrir. Því eins og þú kaupir hatt, þegar þú hefur keypt allt annað, þá verður að velja hár- greiðsluna eftir að andlitið hefur ver- ið tekið fyrir. Allir eru tilbúnir að taka við ráðleggingum mínum um málningu og megrunarkúr. Bn af ein- hverjum ástæðum eru allar konur á verði gagnvart hári sínu, eins og lifið standi og faili með því. Michele hafði fallegt hár sem náði niður á axlir. Það varð að klippa það í fimm mismunandi siddir og liún var hik- andi allan tímann. Ég veit ekki af hverju stúlkur sjá eftir hverjum einasta hárlokk. Ég veit aftur á móti að til að vera full- komið model verður stúlka að hafa hár, sem ekki snertir axlirnar og það verður að vera hægt að greiða það í hvaða greiðslu sem er, því nota verður hárið í fjöldann allan af mis- munandi aðstæðum. Við ákváðum að klippa hár Michele og hafa það um það bil átta sm fyrir neðan eyrun. Þessi hárgreiðsla gerði henni mögulegt að greiða sér á margan hátt og allt undir þvi kom- VIKAN 41 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.