Vikan


Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 20
F R A M H 3 L D $ £ A C % N 7. HLUT1. Hann kastaði smámynt í gluggann hjá henni og hún kom og undraðist mjög dirfsku hans. Þetta var stórhættulegt athæfi. EITT í einu, hugsaði Tony með sér, þegar hann áttaði sig á því að hann var kominn út á gangstéttina og hélt á brott frá félagsheimilinu. Og það, sem fyrst lá fyrir, var að komast svo langt undan að Riff og Þeir hinir næðu ekki til hans og tefðu hann, það sem eftir var kvöldsins. María hét hún — það var hljóm- fagurt nafn, minnti hann á þann hreim sem honum þótti fegurstur; lágværa klukknahringingu, fuglasöng og ástúðlega rödd móður hans þegar hún talaði til hans, nú eftir að hann hafði orðið sér úti um fasta vinnu. Aldrei hafði hann séð stjörnurnar blika eins skært og í kvöld. Þetta, sem hann þráði, hafði fallið honum i skaut; hann hafði fundið það, sem hann leitaði að án þess hann hefði þó gert sér ljóst hvað það væri. En hún var systir Bernados. Hvað um það? Jú, það var vitanlega margt við það að athuga. Það var afleitt, eins afleitt og hugsazt gat. Að minnsta kosti gat hann ekki gert sér í hug- arlund neitt lakara. Hann hafði að vísu séð það í kvikmyndum, að engu máli skipti hvað fjölskyldan sagði, stúlkan fór alltaf sínu fram og var jafnan á annarri skoðun. Og hann þóttist þegar viss um að þannig væri það einnig hvað Maríu snerti. Hann varð að hitta hana aftur, til þess að fullvissa sig um að svo væri. Hún var systir Bernados, svo "hann fór nærri um hvar hún bjó, og nú mundi hann feginn hafa viljað gefa tíu ár af ævi sinni til Þess að mega ganga rakleitt að útidyrunum, hringja bjöllunni og spyrja eftir Maríu Nunez. Hann stóð um stund í dimmum und- irganginum og heyrði Þoturnar fara fram hjá í fylgd með stúlkum sínum. Hann heyrði Snjókarlinn segja, að þeir gætu fengið sér kaffisopa í Könn- unni á meðan þeir biðu Þar eftir Bern- ardo og hans fylgjurum, og hann heyrði að Graziella spurði Riff hvort þær stúlkurnar gætu veitt nokkra aðstoð. ,,Við þurfum ykkar áreiðanlega með“, svaraði Malbikarinn, á eftir . . .“ „Og þú gerir ráð fyi'ir að hafa krafta aflögum til Þess?“ hreytti Pál- ina út úr sér. „Nóga krafta til Þess að þú veinir og biðji þér griða“, svaraði Malbikar- inn. Það var Tony hin mesta raun að bíða þangað til Þau voru farin fram- hjá. Hann beið þó þangað til þau voru horfin fyrir hornið; þá kom hann fram úr myrkrinu og hraðaði för sinni að sambyggingunni, þar sem Bernardo og f jölskylda hans bjó. Hann vissi meira að segja nákvæmlega hvar íbúðin var í sambyggingunni, vegna þess að Þoturnar höfðu verið að bolla- leggja það fyrir nokkrum vikum að gera árás á Bernardo í hans eigin virki. Árásin hafði þá verið þannig hugs- uð, að Tony færi eftir þakinu og nið- ur brunastigann á bakhlið hússins, brytist inn um gluggann á meðan Riff, Diesillinn og þeir hinir kæmu inn um aðaldyrnar. öll húsin í þessu hverfi voru mjög svipuð að byggingu og fyrirkomulagi; þess vegna mátti telja nokkurn veginn víst að glugginn, sem vissi að bruna- stiganum, væri á svefnherbergi og það jók á vandann. Það var ekki ó- hugsandi að foreldrar hennar svæfu þar — og hvað þá? Hann varð að tefla á þá hættu, hugsaði hann um leið og hann hélt inn í undirganginn til þess að komast að brunastiganum. Það var niða- myrkt í garðinum bak við, og hann nam staðar andartak til að átta sig á umhverfinu. Þegar augu hans fóru að venjast myrkrinu, sá hann móta fyrir þvotta- snúrunum og fataplöggunum, sem héngu þar eins og vanalega. Þar sem hann náði ekki upp í neðstu þrep bpunastigans, varð hann að velta ruslatunnunni að honum með gát og stíga upp á hana; þar beygði hann sig i knjáliðunum og stökk eins hátt og hann gat, en við það valt tunnan. Bnginn inni fyrir virtist þó veita þeim hávaða neina athygli, þar var allt þögult og myrkt sem fyrr; íbúarnir áttu þeim hávaða að venjast því að kettir og hundar háðu stöðugt orrust- ur í görðunum bak við húsin og veltu um ruslatunnunum í átökunum. Hann kleif síðan af handafli upp stigann, þangað til hnén bar við fyrsta þrepið; þá kom hann fótum að og eftir það var honum greið upp- gangan. Þegar hann kom á móts við þriðju hæðina, hægði hann á sér. Loks nam hann staðar á járnpallin- um úti fyrir glugganum á íbúð Nunez- f jölskyldunnar. Um leið athugaði hann hvora leiðina hyggilegra væri að velja til undankomu ef með þyrfti. Færi hann áfram upp stigann, mátti hann gera ráð fyrir að verða króaður uppi á þakinu. Það yrði því öruggara fyrir hann að snúa við og láta myrkrið skýla sér. Sími hringdi skyndilega í einhverri íbúðinni; köttur mjálmaði í næsta garði, dráttarbátur þeytti eimpípu sína úti á fljótinu, barn grét ein- hversstaðar inni og vildi ekki huggast láta. Tony seildist ofan í vasa sinn eftir smámynt, bað í hljóði og kastaði myntinni síðan laust á gluggarúðuna. Lágur málmsmellur kvað við þegar peningurinn skall á glerið, hann lagði við hlustirnar, horfði með eftirvænt- ingu í myrkan gluggann. „María . . .“ hvíslaði hann lágt. „María . . Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá einhverja hvítklædda veru fyrir innan; glugginn var opnaður og það var María, sem gægðist út. Hann nefndi enn nafn hennar, en þagnaði við þegar hún lagði fingur á varir sér. „Þei ...." hvíslaði hún lágt. „Hvað heitirðu ann- ars?“ „Tony", svaraði hann og laut að henni. „Anton Wyzek. Það er pólskt nafn“. „Fallegt nafn“, hvíslaði hún. „En nú verður þú að fara“. „Fara? Eg, sem er að koma. Við skulum koma þangað, sem við get- um betur talað saman." Hann sá, að hún var enn í hvíta kjólnum, sem hún hafði verið í á dansleiknum, en hún hafði leyst hárið og lokkarnir mynd- uðu töfrandi umgerð um andlit henni. „Við verðum að tala saman". María hristi höfuðið. „Þú verður að fara“, endurtók hún. „Viltu umfram allt losna við mig?“ spurði hann. Hann teygði arminn unz hann náði til að leggja lófann að barmi hennar, við hjartastað. „Þú hefur ákafan hjartslátt?" mælti hann. „Það verður svo að vera“, svaraði hún. Svo leit hún um öxl inn í myrka íbúðina. „Þú verður að fara. Ef Bern- ardo . . „Hann er á dansleiknum", sagði Tony, en fann til samvizkubits, því að hann vissi betur. María kinkaði kolli. „Hann fylgir Anitu þá bráðum heim“. „Eru tilfinningar hans gagnvart 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.