Vikan


Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 36
njótið vaxandi alits .. þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöö Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Bó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. OÍllGtt© er eina leiðin til sómasamlegs raksturs — Vera góð við hana, sagði Rose- mary snöggt. Vera afskaplega góð við iiana. Líta efhr henni. Ég veit ekki ennl)á hvernig. Við eruni ekki húnar að tala það mikið saman. En cg æila að sýna henní, láta hana finna .... — Kæra mín, sagði Philip, þú hiýtur að vera vili þinu fjær. Það er bókstaflega ekki hægt. — Þetta vissi ég að þú mundir segja, svaraði Rosemary. Því ætti það ekki að vera? Ég vil að það sé hægt. Er það ekki nóg? Reyndar les maður alitaf um svona hluti. Ég ákvað . . . — En hún er svo ólýsanlega falleg sagði Philip liægt, meðan hann skar framan af vindli. — Falleg? Rosemary varð svo hissa að hún roðnaði. Finnst þér það? Því — því hafði ég ekki tekið eftir. — Góði guðl Philip kveikti á eld- spýtu. Hún er hlátt áfrain töfrandi. Líítu á hana, barn. Ég var alveg steini lostinn, þegar ég kom inn til þín áðan. En . . . ég held, að hvcrnig sem á þetta er iitið, sért þú að gera skyssu. Fyrirgefðu mér, vina mín, ef ég er dáiítið harðorður. En láttu mig vita með svolitlum fyrirvara ef fröken Smith borðar með okkur. —- Kjáninn þinn! sagði Rosemary og íór út úr bókaherherginu og gekk aftur inn til sín. Hún fór inn i vinnu- herbergið sitt og settist við skrif- borðið. Falleg! Töfrandi! Alveg steini lostinn! Hjarta hennar sló þungt eins og gömul klukka. Falleg! löfrandi! Hún tók upp ávísana- heftið. Nei, ávísun mundi ekki koma að neinu gagni. Hún opnaði skúffu og tók þaðan fimm tíupundseðla, horfði á þá, skildi tvo þeirra eftir og gekk inn í svefnherbergið með hina þrjá í hendinni. Philip var enn í hókaherberginu þegar Rosemary kom inn hálftima seinna. Hún var auðsýnilega að hafa fataskipti fyrir lcvöldverðinn. — Ég ætlaði bara að segja þér, sagði hún, og horfði á hann svolítið pireygð og suðræn á svipinn, að fröken Smith borðar ekki kvöld- verð með okkur. Philip lagði frá sér blaðið. — Jæja, hvernig stendur á þvi? Var hún bundin við annað? Rosemary gekk til hans og settist á hné hans. — Hún vildi ólm fara, sagði hún. — Ég gat ekki haldið aumingja manneskjunni nauðugri! Rosemary var nýbúin að greiða sér, hafði dekkt augnaumbúnaðinn og nú bar hún perlurnar sínar. Hún strauk vanga Philips. — Segðu, að þér þyki vænt um mig, sagði hún, og mjúk og seiðandi rödd hennar eggjaði hann. — Já, auðvitað þykir mér vænt um þig, sagði hann og þrýsti henni að sér. — Kysstu mig. Það var þögn nokkra stund. Svo sagði Rosemary hugsandi: — Ég sá dásamlega litla dós í dag. Hún kostar tuttugu og átta guineur. Má ég kaupa hana? Philip vaggaði henni á hnjám sér. Já, það máttu, litli eyðsluseggur, sagði hann. En í raunini var það ckki þetta, sem Rosemary ællaði að segja. — Philip, hvislaði hún og þrýsti liöfði hans að brjósti sér. Philip, er ég falleg? Góðir grannar. Framhald af bls. 13. Þá eru peningarnir oftast þrotnir. — Og þvi í ósköpunum fóruð þið ekki eins að nú? Ég er sannfærður um að Emilía verður komin heim aftur að nokkrum dögum liðnum. Að því er ég bezt veit, tók hún ekki með sér nema hundrað dollara. Hann glotti, en ekki eins gleitt og áður. — Þegar það er eiginkonan, sem hverfur og svo hittist á að vitni heyrir ógurlegt vein þá sömu nótt, tvö sjónarvitni segja frá undarlegri greftrunarathöfn í mánaskini úti i garðinum . . . þá fer okkur að gruna að þarna kunni kannski að vera um afbrot að ræða. Og þá finnst okkur ekki forsvaranlegt að bíða. Það fannst mér ekki heldur. Þeg- ar allt kom til alls var ekki unnt að geyma likið von úr viti. Það var einmitt þess vegna að ég drap kött- inn og hagaði því svo til, að sjónar- vitni yrðu að greftruninni. En ég sagði hins vegar dálítið háðslega: — Og þá grípið þið tafarlaust skóflur og haka og gereyðileggið garðinn manns og híbýlin. En ég vara yður við . . . ef þið gangið ekki frá öllu aftur nákvæmlega eins og það var, fer ég með málið fyrir dómstólana og kref ykkur skaðabóta. Littler lögreglufulltrúi lét það ber- sýnilega ekki skelfa sig. — Og svo eru það blóðflekkirnir á gólfreflinum í dagstofunni? — Mitt eigið blóð, það get ég full- vissað ykkur um. Ég varð fyrir því óhappi að brjóta glas og skera mig á hendi. Það getið þér sjálfur séð . . . Ég sýndi honum sárið, sem var tekið að gróa. Það virtist ekki hafa nein áhrif á hann heldur. — Brella tii þess að geta skýrt hvernig á blóðflekkjunum stendur, sagði hann. Þér haíið sært yður á hendinni af ásettu ráði, Vitanlega var þetta rétt hjá hon- um. En ég vildi einungis hafa þessa blóðflekki í bakhöndinni, ef áður nefndar ráðstafanir skyldu ekki nægja til þess að fá lögregluna til að leita. Andartaki seinna sá ég hvar Friðrik Theeber stóð við girðinguna og fylgd- ist með skemmdarstarfseminni í garð- inum. Ég reis úr sæti mínu. — Þér verðið að hafa mig afsak- aðan rétt sem snöggvast, herra lög- reglufulltrúi, en ég þarf að segja nokkur vel valin orð við þennan ná- unga. Littler varð mér samferða út. Ég klofaði yfir skotgrafirnar út að girðingunni. — Þér finnst víst að þið séuð það sem kallast góðir nágrann- ar, varð mér að orði. Friðrik svelgdist á munnvatni sínu. — Þetta var ekki í neinum illum til- gangi gert, Albert, sagði hann. Ekki af minni hálfu. Mér kemur ekki til hugar að þú hafir gert það, því máttu trúa. En þú veizt hvernig hún er, 36 vifcAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.