Vikan


Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 51

Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 51
gæfu. Að stúlkan snýr við ykkur bakinu þegar þið takið með van- þóknun á móti henni gæti verið bending um að taka því vel, sem að höndum ber, því þetta er nú einu sinni gangur lífsins og af- komendurnir spyrja ekki alltaf foreldrana ráða þegar um ásta- mál er að ræða, enda ekki eðli- legt. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi í nótt að mér fannst vera nótt og ég vakna við Ijósagang og maðurinn minn vaknar líka. Mér fannst hann bera mig lit að stóra glugganum i stofunni og breiSa sængina utan um okkur og var svo ástúðlegur við mig. Þá fannst mér kona (sem maðurinn minn var eitt sinn með) í næsta húsi, koma út í gluggann hjá sér og kalla á mann- inn minn og þá fara þau að tala saman, og mér finnst hann fjar- lægjast mig. Svo finnst mér viS vera boðin í veizlu hjá kunningja- fólki mínu, en ég gat ekki farið, en maðurinn minn fór. Svo sé ég að fyrrnefnd kona fer líka í vcizluna. Ég sé svo að allir eru að smá tínast út, lika húshændurnir, ætluðu allir eilthvað að skemmta sér, en aldrei sá ég manninn minn og konuna koma út. Ætla ég þá að fara þangað, en í því vaknaði , ég. Elsku sendu mér ráðninguna fljótt því ég er óþolinmóð. Ásta. Svar til Ástu. Draumur þessi bendir til að samband mannsins þíns og þín sé með hinum mestu ágætum nú og um nokkurt skeið. Hins vegar bendir síðari hluti draums- ins til að snurða kunni að hlaupa á þráðinn, þar sem eiginmaður þinn leggur lag sitt við táldrós í næsta húsi. Þessi draumur er vissulega ekki efnilegur upp á hjónabandið og mætti, ef til vill skoðast, sdm viðvörun til þín um að standa þig betur í hjóna- bandinu. Kæri draumaráðandi. Mig dreymdi draum á nýársnótt og langar mjög mikið til að fá hann ráðinn. Hann er kannske ekki merki- Icgur, en viltu samt vera svo góður og reyna að ráða hann fyrir mig. Hann er svona. Mér fannst vinkona mín, koma til mín og er hún með lítinn kassa með bezta lausnin. Heildsölubirgðir: EGGERT KRISTJÁNSSON hárlit i, og hann er svartur í pakk- anum og blautur. Hún réttir mér greiðu og segir mér að hieyta hana í litnum og greiða sér svo, og geri ég það. Ég skipti hárinu í miðju og byrja að greiða henni hægra megin, en fer aldrei alveg upp að miðjunni. En þegar ég er búin þá verður hár- ið svo fallega grænt að ég ætla aldrei að geta hætt að horfa á það. Það var svona bara í hægri hlið- inni. Svo finnst mér hún ætla heim, en sé svo hrædd við að láta pabba sinn og mömmu sjá liárið, en svo fer hún, en ég ætla að greiða mér líka upp úr litnum. Svo finnst mér ég vera komin í búð þarna skammt frá og vera innst inni í búðinni við borð, og er eins og ég sé að þvo mér um höfuðið, þvi að ég vind hárið, sem er blautt, og er ég geng fram í búðina sé ég að vinkona mín stendur þar yið einn gluggann og er döpur mjög, ég segi þá við hana, „jietta er allt í lagi, liturinn er óekta“, og siðan förum við að tala um að kaupa nýj- an lit. Draumurinn var ekki lengri. Með fyrirfram þökk. — D. Svar til D: í þessu tilviki mun hinn græni hárlitur vera tákn um að vin- kona þín komist í kunningsskap við pilt, sem er talsvert efnileg- ur sem eiginmaður, en hins veg- ar bendir hryggð hennar við búð- argluggann til þess að samband hennar og hans muni bregðast, þar sem hann reynist vera við nánari kynni óekta, eins og þú orðar það í draumnum, eftir að hafa þvegið hann úr þínu hári. Hins vegar er mér ekki grunlaust urn að þú niunir einnig eiga ein- hver samskipti við þennan pilt, þar sem svo virðist vera sem þú þurfir að þvo háralitinn úr þér og merkir það að þú losir þig við piltinn. Kæri draumráðningamaður. Mig langar til þess að fá ráðn- ingu á draum, sem mig dreymdi fyrir fáum dögum. Hann er þannig: Ég var stödd í liíl með kunningja mínum, og fannst mér þá ég missa hring af fingrinum, en þennan hring hefur enginn sett á fingur sér. Hann tekur hringinn, setur hann á sig. Ég bið hann um að láta mig liafa liann aftur, en hann neitar. Ég verð þá reið og ætla að ná honum aftur, þá er engin lcið að ná hringnum af aftur. Pilturinn er hinn ánægðasti með það, cn ég sárreið. Ég vil taka það fram, að ég og þessi piltur höf- um verið góðir kunningjar í langan tíma, en vegna einhverra orsaka, sem mér eru huldar, þá umgöng- umst við livort annað mikið minna nú orðið. Með fyrirfram þöklc, Þórunn. Svar til Þórunnar. Ferðalag ykkar í bifreiðinni er ekki gott tákn í þessu sam- bandi og bendir raunar til glæfraskapar ykkar á milli. Að þú rnissir hringinn niður og hann setur hann upp, er tákn þess að ást þfn sé tengd piltinum, hins vegar þarf þetta ekki að vera bending um að ykkar samband Ieiði til hjónabands, þar sem ekki var um giftingarhring að ræða. Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar f ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiöiubyggmgar, gróður- hus, bílskúra o fl. : ■ I Nýtt útlit Nú tækni Lækjargötu, Hafnarfirði. — Simi 50022 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.