Vikan


Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 12.04.1962, Blaðsíða 12
ssasi GOÐIR Við fórum ofan í kjallara hjá Friðrikog sóttum lík Emelíu og GRANNAR myrði einhver eiginmaður konu sina, má Það samt sem áður heita und- antekning, ef hann grefur hana ekki í sina eigin lóð. Vafalaust er það líka öruggast, hugsaði ég með mér. Færi maðurinn að voga líkinu út í skóg, mætti hann ganga að því sem gefnu að rekast Þar á einhvern á ferli. Littler glotti enn við tönn. — Hvað er lóðin stór?, spurði hann. — Átján sinnum fjörutíu og fimm metrar, svaraði ég. Þér gerið yður það vitanlega ekki ljóst, að ég hef unnið að því árum saman að rækta þennan garð. Nú hafa þessir þrælar yðar rótað þar öllu um, svo allstaðar sér í bera klöppina. ÞEIR höfðu keppzt við þetta i íullar tvær klukkustundir, og enn gerði hann sér vonir um árangur. — Ég er hræddur um að við eigum eftir að róta meira, herra Warren, sagði hann. Ég gat séð til þeirra úr um eldhúsgluggann. Þarna unnu tíu verka- menn að þvi, undir umsjón lögreglumanna, að breyta garðinum í skot- grafir. Littler tók eftir því, að ég var að virða þá fyrir mér. — Við erum ótrú- lega nákvæmir, sagði hann. Við efnagreinum svo sótið í reykháfnum og síum öskuna úr eldstónni. — Húsið er hitað með olíu, svaraði ég. Þið getið því sparað ykkur það ómakið. Ég skenkti aftur í bollann hans. Þar að auki hef ég ekki myrt konuna mína, eins og ég mun áður hafa tekið fram. En hvar hún er, hef ég hins vegar ekki hugmynd um. Littler lögreglufulltrúi fékk sér sykurmola. — Og hvernig getið þér svo skýrt hvarf hennar, spurði hann. — Ég get alls ekki skýrt það. Hún fyllti ferðatöskuna sína af ýmsu smádóti og fataplöggum hérna um kvöldið . . . og svo bara fór hún. Þið hafið sannfærzt um það sjálfir, að nokkuð af fatnaði hennar er horfið. — Hvernig á ég að vita með vissu hvað hún hefur átt að fatnaði? Littler leit enn einu sinni á ljósmyndina af eiginkonu minni. Virti hana fyrir sér nokkur andartök. Segið mér eitt, mælti hann, hvernig stóð á því, að þér kvæntuzt henni? — Af ást, auðvitað. Þetta var að sjálfsögðu svo bersýnileg lygi, að lögreglufulltrúanum kom ekki til hugar að trúa mér. — Konan yðar var líftryggð fyrir tíu þúsund dollara, var ekki svo? Og þér genguð sjálfur frá tryggingunni ... — Já. Þessi líftygging var alls ekki aðalástæðan fyrir því að ég losaði mig við Emilíu, heldur það, að ég þoldi ekki fyrir nokkurn mun að vera lengur samvistum við hana. — ÉG ER HEIÐARLE'GUR skattgreiðandi, sagði ég þrjózkulega. Og ég krefst þess að þið komið öllu aftur í röð og reglu, þegar þið hafið fengið nóg af þessu umróti. —• Hafið ekki neinar áhyggjur af Þvi, herra Warren, svaraði Littler lögregiufulltrúi. Við komura þessu öllu aftur í röð og reglu, verið þér viss. Hann glotti við tönn. Hvort sem við finnum nokkuð eða ekki. Það er vitanlega líkið af eiginkonu minni, sem hann meinti. Enn haíði þeim nefnilega ekki tekizt að finna það. — Það verður mikið verk og ekki hlaupið að þvi, að lagfæra þetta allt aft- ur, herra lögreglufulltrúi, sagði ég. Þessir þrælar yðar hafa umrótað ger- samlega ölium trjágarðinum og grasflötin umhverfis húsið er eins og ný- plægður akur. Nú lítur helzt út fyrir að þið hafið hugsað ykkur að rifa húsið að grunni. Ég sé að Þeir eru að burðast með loftþrýstibor niðri í kjallarann. Við sátum í eldhúsinu og drukkum kaffi. Littler var eitt trúnaðarmál. — Bandaríkin eru alls sjö milljónir og átta hundruð þúsund ferkílómetrar að flatarmáli, sagði hann. Það leyndi sér ekki, að hann hafði lært þessa tölu utanbókar í þvi skyni að geta brugðið henni fyrir sig, Þegar svona stóð á. — Er Alaska og Hawaii þar meðtaldið, spurði ég. Hann brá ekki ró sinni. — Ég geri ráð fyrir að okkur sé óhætt að sleppa þeim landsvæðum í þessu sambandi, sagði hann. EinS og ég sagði, þá eru Bandaríkin alls sjö milljónir og átta hundruð þúsund ferkílómetrar að flatarmáli — fjöll og sléttur, borgir og byggðir, vötn og eyðimerkur. En SMÁSAGA EFTIR ST. 0‘CONNEL X2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.