Vikan


Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 2
Ljósmynda- samkeppni 5.000.- kr. verðlaun Tímaritið SAMVINNAN hefur ákveðið aS efna til verðlaunasamkeppni um LJÓS- MYND ÁRSINS. Viðfangsefni ljósmynd- arans skal vera SAMVINNA, þ. e. mynd- irnar eiga aS vera tákn samvinnu. Til greina koma jai'nt liimyndir (slides) sem svart-hvitar myndir. StærS hinna síðarnefndu skal minnst vera 24x30 cm. VerSlaun fyrir beztu myndina eru kr. 5.000,00 og auk þess hlýtur hún sæmdarheitiS LJÓSMYND ÁRSINS. Biaðið áskilur sér rétt til birtingar allra þeirra mynda sem berast vegna keppninnar, og til opinberrar sýningar. Birtingarréttur verður greiddur samkvæmt gjaldskrá ljósmyndara. Skilafrestur í keppninni er til 1. september næstkomandi. Myndir skulu auðkenndar með dul- nefni, en rétt nafn keppanda skal fylgja í lokuðu umslagi, sem einnig sé auðkennt með dulnefninu. Dómnefnd keppninnar slcipa: Jón Kaldat, Ijósmyndari, Björn Th. Björnsson, tistfræðingur og Guðmundur Sveinsson, skólastjóri. Stingsiig í kassa kr. 1756,00 Stingsög kr. 1634,75 Beltisslípivét kr. 2580,00 Æmerísk rflfmngnsverkfmn Lóðbyssa, 100 w kr. 368, 00 Lóðbyssa í kassa, 130 w. kr. 513,60 SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU Stingsög kr. 2580,00 SÖLUSTAÐIR: SÍS Austurstræti og kaupfélögin um land allt. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA, véladeild. Forsíðan Ágústa Guðmundsdóttir, sem eitt sinn var kjörin „Sumarstúlka Vik- unnar" stendur á forsíðumyndinni hjá rauðum, splunkunýjum Volks- wagenbíl, sem einhver lesenda Vik- unnar fær gefins í sumar. Þið sjáið að Ágústa klæðir bílinn og bíllinn klæðir Ágústu og bæði tvö fara þau einstaklega vel við Elliðaárvoginn og Esjuna. Þessi mynd var tekin fyrripartinn í apríl og vogurinn er ísi lagður; ekki var nú vorið fyrr á ferðinni en þetta. Esjan skartar með snjó sem vonlegt er, því bæj- arstjórnarkosningarnar snerust að mestu um það, hvort hún væri af- burða fallegt fjall eða snautlegt fjall og fjóshaugi líkust. En þegar dregið verður í getrauninni í sumar, verð- ur Elliðaárvogurinn blár og sléttur, Esjan komin í frí eftir bæjarstjórn- arkosningarnar, og þá getur einhver af lesendum Vikunnar brunað í sumarleyfið á þessum glæsilega bíl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.