Vikan


Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 27

Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 27
BOR BOR$jSON Á SUÐURNESJUM Bör Börsson, júnior, Oli í Fitjakoti, Nicls á Furuvöllum, Gamli Bör, Jósefína, Zóla og Máni. Þessi nöfn hljóma svo kunnuglega fyr- ir alia upkomna íslendinga, a'ð það er engu likara en þar 'séu á ferðinni gamlir kunn- ingjar, sem við þekktum mjög náið áður fyrr. Enda er það'engin fjarstœða; þetta fólk var á hvers manns vörum, þégar Helgi Hjörvar gerði s'-guna fræga með lestri í útvarpið á árunum. Þau kvöld sem TTelgi las Bör Börs- son, voru kvikmyndahúsin nálega tóm og aldrei síðan hefur verið flntt neitt viðlíka vinsæit efni í rikisútvarpið. Sagan Bör Börsson jr. er eftir norska rit- liöfundinn Johan Falkberget. Hann mun tæpast hafa álitið þessa sögu hókmenntalegt verk, en engu að siður varð liún honum driúg til fjár og vinsælda. Uppistaðan í sög- unni og söguhetjan, Bör Börsson jr. er imynd afglapans sem kemst til fjár og frama fyrir einkennilegar tilviijanir án bess að ti! komi nokkrir verðleikar. Þegar hlutabréfa- miðlarnir í Kristjaniu gabba hann til að kaupa hlutabréf í skipi, sem á að vera sokkið, kemur skipið bara óvænt i höfn og fíflið Bör Börsson er orðinn auðugur maðnr. Johan Falkberget notar Bör Börsson til þess að hæðast að hverskonar snobbi og hé_ gómaskan. Þessi ágæti kaupmaður á Öldu- stað í Öldudal er sem sagt dæmigerður snobbari og afskaplega veikur fyrir öllu sem hann heldur að sé fint. Kvennamál hans eru mjög fjöiskrúðug og hann leitar sifellt að kvonfangi, sem sæmi standi hans. Eftir öllum venjulegum iogmálum hefði Bör átt að verða gjaldþrota, jafnvel komast undir lás og slá — en það er eins og forlögin kunni betur við og hafi jafnvel hið mesta yndi af þvi að hossa honum og halda skálkinum stand- andi lengur en stætt er. Thoralf Sandö hefur fært söguna í lcik- sviðsbúning og tekizl það allvel. Fyrsta sýn- ing gerist á vegi í Olduda’, 2., 2. og 4. sýn- ing gerast í sölubúð Börsons, ö. í St. Ólafs- hóteii í Niðarósi, (i. á skrifstofu Börsons, 7. á grimuballi í Ölcudal og siðasta sýning á Hótcl Norðurpói i sjálfum höfuðstaðnum, Kristjaniu. Leikfélagið Stakkur í Keflavík og Njarðvík hefur að undanförnu sýnt Bár Börsson í Keflavík og víðar „suður með sjó“.1 Leik- stjóri er Kristján Jónsson, ungur maður, sem numið hefur leii list hjá .Evri Kvaran og Leikskó’a Þjóðleikhússins. Óskar Jónsson hefur málað ágæt leiktjö’.d. Hann er einung- is áhugamaður cins og allt þctta fóik, eu hefur þó lært leiktjaldamálun á námskeiði hjá Gunnari B. Hánsen. Aðalhlutverkið, Bör Börsson jr., er í hönd- um Sigurjóns Vi'hjá’.mssonar úr Njarðvík. Hann liefur aidrei ieikið áður en þar eru greini ega ágætir hæfi’eikar á ferðinni. Það má segja að leikriíið standi og falii með þessu hlutverki, en Sigurjón megnar að gera Bör ljóslifandi. Alls eru 18 persónur í ieikn- um. Ágúst Jóhannesson gerir gi’inla Bör góð sk.il, ingvi Þorgeirsson leikur Óla í Fitjakoti, Ingólfur Bárðarson leikur Niels á Furuvöll. um og Guðrún Bjarnadóttir, sem allir þekkja úr nýafstaðinni fegurðarsamkeppni, leikur Láru Isaksen, piu frá Þrándheimi, sem verð- ur innanbúðar hjá Bör. Að sjá leikritið Bör Börsson er eins og liitta skemmtilegan kunningja aftur eftir ára- langar fjarvistir. Leikfé’agið Stakkur á liak1'-- ir skilið fyrir það og óslar Vikan félaginu góðs gengis í framtiðinni. -Jr Zr.’a og Máni (Ágúst Jóhannesson og Þor- steinn Eggertsson), hlutabréfaniiðlarar og svindlarer í höfuðstaðnum. Börson ásamt fröken Láru Isaksen, píu úr Niðarósi. Hann tók hana heim í Öldudal og hún varð innanbúðar í krambúðinni hjá honum. Bör börson ásamt konunum í lífi hans. Frá vinstri: Lára Isakssen, pía úr Niðarósi (Guðrún Bjarnadóttir), Ida Olsen, gleðidama í höfuð- staðnum_ (Sólveig Karvelsdóttir), Bör Börsson jr., Jósefína í Þórsev (Helga Óskarsdóttir), Fröken Finkel (Erla Sigurbergsdóttir) og b-róns- frn von RosinhitlH fbnrunn SvpincHit.ttir'i Bnronsfrú von Rósinha d (Þórunn Sveinsdóttir gerizt nærgöngul við Bör Barsson (Sigurjón Vilhjálmsson), cn hann hi’fði auglýst eftir tví- tugri barónessu og far.r.st hún helzt til gömul. vikan 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.