Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 36
eftir. Greta Sten var þegar á leiSinni
út, en skrifstofustúlkan stöðvaði
hana og kynnti E'vu fyrir henni.
— Hún er ákaflega geðfelld, varð
Evu að orði, þegar yfirhjúkrunar-
konan var farin. En hún var svo ein-
kennilega döpur í bragði, sýndist
mér ....
— Það er víst ekki að undra, sagði
skrifstofustúlkan. En nú verð ég að
kveðja yður.
Eva beið Einars læknis frammi á
ganginum, en dró sig í hlé, þegar hún
sá þá koma læknana, alla þrjá, sem
verið höfðu inni í skurðarstofunni.
— Nú skaltu fara heim og hvila
þig, Hans, heyrði hún Einar segja.
Þú hefur lagt of hart að þér við starf-
ið að undanförnu. Kurt, getur þú
ekki leyst hann af hólmi í bili?
Deyfingarlæknirinn sagði eitthvað,
sem E’va heyrði ekki. Svo gengu þeir
báðir inn í lyftuna, hann og Bertil-
sen, en Einar hélt niður stigann. Hún
var í þann veginn að hraða sér af
stað á eftir honum, þegar hún veitti
því athygli að Bertilsen leit um öxl,
um leið og hann gekk inn i lyftuna,
og sendi Einari svo hatri þrungið
augnaráð, að hana hryllti við.
Hún flýtti sér á eftir Einari, sem
nam staðar i stiganum, þegar hann
heyrði fótatak hennar. Það vottaði
fyrir undrun og nokkurri gremju í
augnatilliti hans.
— Þú hérna, Eva mín? spurði hann.
Horfðir þú kannski á skurðaðgerð-
ina?
— Þú stóðst þig með afbrigðum vel,
sagði hún. Agnes, skrifstofustúlkan,
taldi ekkert því til fyrirstöðu að við
fylgdumst með skurðaðgerðinni ....
en það hefur kannski komið sér ó-
þægilega, eða ....
Hann svaraði ekki strax. — Það
var ekki við því að búast að þið
hefðuð hugmynd um neitt, sagði hann
loks. En þetta má ekki fyrir nokkurn
mun vitnast. Bertilsen læknir er vin-
ur minn, og hann er mjög fær í starfi
sínu. En taugar hans eru í einhverju
ólagi eins og stendur. Hann hefur
lagt of hart að sér, og svo á hann
við ýmsa erfiðleika í einkalífinu að
stríða, og þá er aldrei von á góðu.
— Ég skil, svaraði hún.
Þau sátu þögul í bílnum á leiðinni
heim að Fosshlið. Evu leið ekki sem
bezt í svipinn. Himinninn var nú aft-
ur skýjum hulinn og það setti að
henni hroll. Hvers vegna þurfti þetta
endilega að koma fyrir einmitt i dag?
Þetta var eins konar váboði? Hún
reyndi að lósa sig við óhugnanleg
áhrif þess. Að sjálfsögðu mátti hún
láta sér á sama standa um þennan
mannaumingja. En Það var hatrið í
augnatilliti hans, sem hún gat ekki
með neinu móti gleymt. Hún fann
hjá sér sterka löngun til að vara
Einar við.En hún var nýkomin og hví
skyldi hún vera að blanda sér í eitt-
hvað það, sem henni kom alls ekki
við. Framhald í næsta blaði.
KJÓLL
Framháld af bls. 17.
Saumið blómin með kappmelluspori,
leggina með leggsaumi (kontorsting)
og blöðin með flatsaumi.
Festið síðan perlu í mið blómin
eða saumið nokkra fræhnúta.
Athugið nákvæmlega hæðir klauf-
anna og gangið frá endum. Brjótið
faldinn' inn á röngu og leggið niður
við í höndum með ósýnilegu fald-
spori.
Saumið pilsið saman á hliðunum,
festið rennilás i vinstri hlið og
saumið streng eftir mittismáii.
Blóm á heimilinu:
Til othupor ó þjóóhritíðinni
eftir Paul V
Nú, þegar 17. júní, okkar aðal
þjóðhátíðardagur, er í nánd, er
ekki úr vegi að athuga hvað
gera megi til fegurðarauka, fyr-
ir þá, sem fram hjá ganga. Okk-
ur iiður betur, ef við vitum að
við höfum gert allt sem hægt
er til að prýða, bæði úti og inni.
Sumir hafa sett upp hjá sér alt-
ankassa, en aðrir blómakassa
hangandi úti, undir glugga.
Þá er fyrst að athuga hvort
þeir eru nógu vel málaðir, svo
að vel fari við lilið hússins. Því
næst er bezt að fá grófa möl í
botninn á kassanum og siðan út-
vega sér nægilega góða gróður-
mold. Oft má nota góða mold úr
garðinum og blanda hana göml-
um húsdýraáburði og vikri eða
grófum sandi, svo að lofti betur
i gegn. Þá er hægt að fara að
snúa sér að blómunum. Og fer
auðvitað mikið eftir því hve
skjólgott er, hvaða plöntur við
getum sett í kassann. Sé skjóiið
ekki mikið, er bezt að velja lág-
vaxnar plöntur, t. d. stjúpur, þær
eru aiitaf fallegar og þola tölu_
verðan næðing. Eins er með
bellis og lágvaxnar nemesiur.
Hins vegar, sé skjólið gott og
við höfum ráð á, er hægt að
kaupa i gróðurhúsum mjög
Michelsen.
fallegar laukbegoniur, í fjöl-
breyttu litaúrvali sem blómstra
fram á haust. Laukana er svo
hægt að taka inn og geyma í
frostlausri geymslu til næsta
vors.
Þá er tagetis, eða flauels-
blóm, afar fallegt og duglegt að
blómstra i ýmsum litum, og fást
tilbúin til útplöntnunar, og eins
petúníur, sem eru að ná meiri
og meiri hylii, eftir þvi sem fólk
kynnist þeim betur og lærir að
fara með þær. Þær fást bæði ein-
faldar og fylltar i ýmsum litum.
Ekki má gleyma okkar vel
þekktu róspelagoníu, sem er al-
veg fyrirtak og falleg með sin
mörgu ljósrauðu blóm í hnapp.
Þær má svo taka inn að haust-
inu og geyma á þurrum, björt-
um stað yfir veturinn og vökva
við og við.
Angljóst er að til eru margar
fleiri ágætar plöntur til þessarra
nota, og er sjálfsagt fyrir fólk
að heimsækja gróðurhúsin og
sjá hvað til er og fá ráðlegging-
ar. sem gefnar eru fúslega.
Margir fá sér einnig grenitré
og setja i bala eða litla tunnu
og láta standa á gangstéttinni,
eða á svölunum. Lifa þau bæði
vel og lengi þannig.
BRIDGESTONE
undir alla bíla
Salan hjá BRIDGESTONE verk-
smiðjunum hefir aukist að jafn-
aði um -5?6,5 milljónir á ári síðast-
liðin 15 ár. Síðustu fimm árin ein
hefir BRIDGESTONE tvöfaldað
starfslið sitt og þrefaldað árssöl-
una, sem nú nemur #130 milljón-
um. Á íslandi einu saman hefir
salan fjórfaldast síðasta árið.
Salan hjá BRIDGESTONE í hin-
um 91 löndum, nemur rúmum
helming af dekkjaútflutningi
Japans, eða um #10 milljónum.
BRIDGESTONE TIRE CO. LTD.
TOKYO, J A PA N
Einkaumboð á íslandi:
U Nl B OÐS' & HEILDVERZLUN
36 VIKAN