Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 24
SVAVAR GESTS SKRIFAR UM
Hvmr cr
örkin b«Ds
NÓA?
Nú er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndis-
friS hefur falið í blaðinu. Kannske í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að
finna hana og ungfrú Yndisfrið heitir góðum
verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvit-
að er frá Sælgœtisgerðinni Nóa.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á bls. Simi
Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin:
BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Suðurlandsbraut 69, Reykjavík.
Nýjar hljómplötur.
Hljómsveit Svavars Gests og Ragnar Bjarnason.
Nótt í Moskvu og SHIP-O-HOJ. Fyrra lagið er orð-
ið allþekkt hér á landi, þar sem það hefur vcrið
leikið mjög oft í útvarpinu í Dixiland útsetningu
enskrar hljómsveitar. Á framangreindri plötu er
það spilað hægt og öllu likara sinni upprunalegu
mynd. Söngur Ragnars er mjög góður i þessu lagi
og sýnir hann enn einu.sinni, að honum tekst jafn-
vel enn betur upp þegar hann
glímir við falleg, róleg lög í
stað hröðu laganna, sem hann
söng mest inn á plötur hér
áður fyrr. Hljómsveitin bætti
við sig þremur fiðluleikurum,
þeim Ingvari Jónassyni, .Tón-
asi Dagbjartssyni og Einari
Sveinbjörnssyni, ásamt Sveini
Ólafssyni, sem leikur á viola
og Jóhannesi Eggertssyni, sem
leikur á cello. Gera strengja-
hljóðfærin sitt til að gera plöt-
una góða og má jafnvel segja
að hlutur útsetjarans, Magn-
úsar Ingimarssonar sé ekki
hvað minnstur.
Síðara lagið er gamall sjó-
mannavals eftir Oddgeir
Kristjánsson i Vestmannaeyj-
um við texta eftir Loft Guð-
mundsson. Kannast eflaust
margir við þetfa lag þegar
þeir heyra það og verða hissa
er þeir komast að raun um,
að þessi bráðskemmtilegi vals
var ekki áður kominn á plötu.
Hér syngur Ragnar með
sannri „sjómannavals-innlif-
un“ og má allt eins búast við,
að þessi vals hans eigi eftir að
ná sömu, eða enn meiri vin-
sældum en Kokkur á kútter
frá Sandi, sem kom út fyrir
Bjarni „Bö“ 1944.
Hliómsveit Bjarna Böðvarssonar I Listamannaskálanum árið 1944. Fremn roð
frá v Jónas Dagbjartsson trompet og fiðla (nú með Birni R. á Hotel Borg), Esra
Pétursson saxófónn og fiðla (nú læknir), Þorvaldur Steingrimsson, saxofonn,
klarínett og fiðla (nú hljóðfæraleikari i Bandaríkjunum), Bjarni Böðvarsson, klari-
nett og harmonika (látinn). Aftari röð: Baldur Böðvarsson kontrabassi og harmonika
(starfar ekki lengur við hljóðfæraleik), Ólafur ?????? son trommur (starfar ckki
lengur við hljóðfæraleik) og Hafliði Jónsson píanó (lék i Góðtemplarahúsinu og
viðar s. 1. vetur. ,
Þetta var fyrsta gamla músíkmyndin, sem mér var lanuð til birtmgar (hinar
fyrri átti ég) og gerði það Pétur Esrason. Ég bið þá, sem eiga gamlar myndir af
hljómsveitum eða hljóðfæraleikurum að senda mér þær ásamt upplýsingum. Mynd-
ir verða endursendar strax og þær hafa birzt. Sv. Gests.
rúmu ári. Undirleikurinn
i Ship-o-hoj er einfaldur
og söngurinn látinn bera
uppi lagið. Þessi plata á lík-
lega eftir að heyrast oft
i útvarpinu sumarið 1962.
Billy „That old blaclt
magic“ Daniels.
Við sáum hann fyrir
nokkrum árum í kvikmynd,
sem sýnd var i Stjörnubiói,
j>ar sem hann söng lagið
„That Old Black Magic“ og
má segja að allur bærinn
hafi ekki talað um annað
en þennan skcmmtilega
söngvara, sem enginn hafði
heyrt minnzt á fyrr.
Þó var þetta ekki fyrsta
kvikmyndin, sem Billy
Daniels lék i. Þær voru
orðnar sex og allsstaðar
hafði hann vakið athygli.
Og allsstaðar var liann beð-
Framhald á bls. 29.
Ragnar Bjarnason.
-A__..
24 VIKAN