Vikan


Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 10
 :. mmmm María GuSmundsdóttir, fegurðardrottning frá i fyrra, hefur verið erlendis siðan i haust og starfað sem ljósmyndafyrirsæta og sýnt tízkufatnað. Hún fór í tangt ferðalag lil Suður-Ameriku á vegum fyrirtækis í París, en seinnipartinn i vetur og vor hefur hún dvalizt í borg ljósanna, Paris, og vakið har mikla athygli fyrir fegurð og yndisþokka. Hún hefur verið þar á vegum konu einnar, sem umboð hefur fyrir fótómódel og nú er svo komið, að Maria er komin i röð hinna allra eftirsóttustu á þvi sviði. Kaupið fer að sjálfsögðu eftir bvi og nú fær Maria 4.500 krónur fyrir eina myndatöku. Það þæHu einhvers staðar sæmileg daglaun, en til þess að vera i þessum „gæðaflokki" verður hún að búa á einn dýrasta hóteli borgarinnar. Maria hefur fengið tilboð um að koma til New York og starfa hiá tizkukónginum Oleg Cassini, sem teiknar föt fyrir frú Kennedy og ýmsar aðrar frægar frúr í Bandaríkjunum. En Mariu fannst ekki ráðlegt að segja skilið við París of fljótt og hafnaði boð- inu í bili. Vikunni bafa borizt nokkrar myndir af Maríu í París og bér sjáið þið þær. fíWM m Tízkublaðið Jardin des Modes í Parts er eitt stærsta og þekkt- asta blað sinnar tcgundar i tízkuborginni. Okkur hefur bor- izt eintak af ])vi, þar sem Maria er hvorki meira né minna en á forsíðunni og það mundi þvkja sæmilegt takmark i sjálfu sér. Myndin er tekin í gegnum þunnt sílkiefni eða eitthvað því líkt og titirnir eru einkum gulir og gul- brúnir. Inni í blaðinu voru þrjár myndir af henni og ein þeirra fyllti heila opnu. Til hægri: Seinni partinn í vetur fór María á vegum Coca Cola í frönsku Alpana lil þess að sitja fyrir á auglýsingamynd- um. Það var einkum i sambandi við skiðasport myndanna, þeirri ferð voru HP ip? i Til vinstri: Það mætti halda að ]>essi mynd væri tekin ein- hvers staðar á norðiægum breidd- argráðum, en svo er þó ekki, enda getur hann verið napur í Frakklandi að vetrarlagi ekki síður en hér. Kjóllinn cr ein- hvers konar „sekkur“ úr svörtu og hvítu. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.