Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 19
AÐALPERSÓ N U R SÖGUNNAR
Einar Bang, læknir við sjúkrahúsið í Sólvík.
Lillian, kona hans, sem finnst hann hafa of lítinn tíma
til að sinna sér og er komin í ástasamband við,
Gustav Lange, lautinant í hernum.
Hans Bertelsen, einnig læknir og starfsbróðir Einars en
hatar hann.
Greta Sten, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu og síðast en
en ekki síst
Eva, falleg hjúkrunarkona, sem er komin til Sólvíkur og
verður ástfangin af Einari.
sér. Bara að eitthvað yrði til að
lengja starf hans í sjúkrahúsinu, þá
var von til Þess að henni tækist að
jafna sig að mestu, áður en setzt
var að borðum.
1 rauninni var hún illa undir það
búin að annast samkvæmisgesti þetta
kvöld. Kannski var það líka vitleysa
að gera slikt veður út af þessari
frænku hennar. Hún þekkti hana
sama sem ekkert. En hamingjan góða
•— það var heldur seint séð.
Móðir Evu — og móðursystir Lilian
— hafði gifzt organleikara, sem flutzt
hafði lengst norður á land, og fyrir
bragðið hafði Lilian aldrei kynnzt
þessari ungu frænku sinni. Einkenni-
legt að Einar skyldi hafa kynnzt
Evu, áður en hann hafði minnstu
hugmynd um að Lilian væri til. Eva
hafði þá verið hjúkrunarnemi við
rikisspitalann, en þetta var skömmu
eftir „uppgjörið", og fjölskylda Lili-
an einangraði sig svo frá umheimin-
um, að hún reyndi aldrei að hafa
samband við Evu. Lilian hafði ekki
heldur haft neina löngun til að kynn-
ast henni nú, en óneitanlega var hún
dálítið forvitin. Einar hélt því að
minnsta kosti fram, að hún væri ekki
einungis mjög vel fær i starfi sínu,
heldur og lagleg og aðlaðandi. Jæja,
það hlaut nú að koma á daginn. Þótt
þær væru þetta skyldar, skuldbatt
það ekki Lilian til að sýna henni
nema almenna hæversku. Reyndist
Eva vera skyldurækin og samvizku-
semin holdi klædd, þurfti Lilian ekki
að hafa nein afskipti af henni. Annað
var það, að ekki var nema sjálfsagt
að taka vel á móti henni. Og þegar
allt kom til alls, var ekki að vita
nema þetta væri skemmtilegasta
stúlka.
Ég hefði vitanlega getað dregið
þessa ferð til Miklasands þangað til
betur stóð á, hugsaði Lilian með sér.
En það dró úr fábreytninni og hvers-
dagsleikanum að gera öðruhverju
einmitt það, sem maður átti ekki að
gera.
Ef þau Einar og Eva væru þegar
komin heim? Allt i lagi, Þá gat hún
sagt að hún hefði tafizt hjá sauma-
konunni. Að vísu var það ekki satt,
en hvað gerði það til, svona einstaka
sinnum, þegar lífið varð skemmti-
legra fyrir bragðið?
E’INAR strauk hárið upp frá enn-
inu. Þetta haíði verið annrikisdagur;
tveir uppskurðir fyrir hádegið og síð-
an stöðugur erill. Hann gat ekki neit-
að því, að hann væri talsvert farinn
að finna til þreytu. Hann leit á klukk-
una um leið og hann tróð í tóbaks-
pípuna.
Já, einmitt -—- Eva gat þá komið
á hverri stundu. Að hann skyldi ekki
hafa haft hugsun á að aka út til
járnbrautarstöðvarinnar og taka á
móti henni. Raunar hafði hún ef-
laust rétt fyrir sér, þegar hún minnt-
ist á það í bréfinu, að hún vildi ekki
njóta neinnar sérstöðu í sjúkrahúsinu;
það gæti orðið til að vekja afbrýði-
semi og öfund með hinum hjúkrun-
arkonunum. Hann kveikti í pípunni
og gekk út að glugganum.
Það var fallegt að horfa þaðan
yfir Sólvíkina. Það var farið að
glaðna til, sást til sólar og hafið var
spegilslétt út við sjóndeildarhring.
Við höfnina var annríki mikið og litlu
skemmtisiglingabátarnir voru þegar
komnir út á víkina. Það var bjart
yfir Þorpinu, það var vaknað af vetr-
ardvalanum og komið í ljósgrænan
vorskrúðann.
Fyrir handan nýja einbýlishúsa-
hverfið lá vegurinn út að Fosshlíð.
Þaðan sem hann stóð, sá hann grilla
í reykháfinn á milli trjánna. Honum
þótti innilega vænt um þetta gamla
óðalsetur, þar sem hann var uppalinn
frá því hann var á áttunda árinu —
frá því hann missti foreldra sína og
frændi hans tók hann að sér. Og hann
gerði sig fyllilega ánægðan með það
að vera aðstoðarlæknir við sjúkra-
húsið í þorpinu; það hafði hitzt svo
heppilega á, að sú staða losnaði ein-
mitt um það leyti sem hann var að
Ijúka sérnámi sínu sem skurðlækn-
ir. Hann var Því líka innilega feginn
að geta þannig dregið úr einstæðings-
kennd gamla mannsins, frænda síns.
Hann hrökk upp af hugleiðingum
sínum við það að hurðinni var hrundið
upp. Það var skrifstofustúlkan, sem
inn kom.
— Ég hélt að starfinu væri lokið
í dag, varð honum að orði. Eða er
Eva kannski komin ?
Agnes, skrifstofustúlkan, kinkaði
kolli.
—- Ég var beðin að tilkynna yður
að hún væri komin. Hún var að stíga
út úr strætisvagninum rétt í þessu.
— Ágætt. Vísið henni hingað upp
til mln.
Eva fann til nokkurrar feimni þeg-
ar hún kom inn i skrifstofu læknis-
ins, en viðtökur hans voru svo inni-
legar og handtak hans svo traust, að
sú tilfinning hvarf henni von bráðar.
— Fáðu þér sæti og áttaðu þig á
hlutunum svolitla stund, áður en við
höldum heim, sagði hann og benti
henni á leðurdreginn hægindastól. Við
höfuð boðið nokkrum nánustu kunn-
ingjum okkar hérna í þorpinu til
kvöldverðar í tilefni af komu þinni ...
— Það er sannarlega fallega gert.
En þið heíðuð ekki átt að leggja það
ómak á ykkur min vegna.
— Það er ekki neitt ómak. Lilian
hefur gaman af að bjóða heim gest-
um og efna til smásamkværna, það
er tilbreyting fyrir hana, skilurðu.
Ég vona að þú unir þér vel hérna,
þegar til kemur. Það er erfitt að fá
hingaö hæfar hjúkrunarkonur; þær
vilja að sjálfsögðu heldur vinna í
stærri kaupstöðunum eða höfuðborg-
inni. Það mætti segja mér, að þú
yrðir hér með öllu ómissandi áður
en langt um líður.
— Ég skal reyna að leggja mig
fram eftir megni. Og ég held að mér
muni falla vel að starfa hérna. Maður
lærir líka mest af því að starfa i
minni sjúkrahúsum.
Hann settist við skrifborðið og tók
að leita í vösum sínum.
— Ég hélt að ég ætti sigarettur
til að bjóða þér, en það lítur út fyrir
að það sé misminni. Sjálfur reyki ég
yfirleitt ekki annað en pípuna, sagði
hann og brosti vandræðalega.
—- Ég er sjálf með sigarettur, en
annars reyki ég lítið, svaraði hún.
Hún brosti. Nú fann hún ekki til
neinnar feimni lengur. Hún minntist
þess hve öllum hafði fallið vel við
Binar, þegar hann starfaði við ríkis-
sjúkrahúsið, bæði starfsfólkinu og
sjúklingunum. Hann var svo traust-
ur og innilegur í allri framkomu. Það
fann hún bezt nú, Þegar fundum
þeirra bar saman aftur.
— Jæja, kannski við leggjum þá af
stað, sagði hann. Ég er laus það sem
eftir er dagsins.
— Er ekki bezt að ég skreppi sem
snöggvast út í hjúkrunarkvennabú-
staðinn og komi farangrinum mínum
fyrir? spurði hún. Og ég verð líka
að hafa fataskipti fyrir kvöldið.
Stóra ferðataskan mín og skellinaðran
eru enn á járnbrautarstöðinni.
— Hefurðu skellinöðru meðferðis?
spurði hann og brosti. En þú getur
látið þetta með farangurinn bíða
þangað til á morgun. Þú gistir að
sjálfsögðu heima hjá okkur í nótt.
— Eins og þú vilt. Ég er með
Framh. á bls. 34.
NY FRAMHALDSSAGA