Vikan


Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 2
í fullri alvöru NÝTT KREM • fylgið þessum noxzema reglum daglega Bezta leiíSin til aS öðlast fagra húð er að hún fái góða næringu. Noxzema krem hefur þann kost fram yfir önnur krem, að það inniheldur sérstök efni, sem eyða bólum og útbrot- um og gera húðina mjúka og fagra. Það gerir því meira gagn en venjulegt hreinsunarkrerm og ber fljótan árangur. Reynið Noxzema Skin Cream í dag og þér munuð sannfærast að ekkert krem jafnast á við það. 1 Undir háttinn: Berið svolítið aukalega á ból- ur eða útbrot. Hin fitu- lausa efnasamsetning i Noxzema græðir fljót- lega. 2. Eftir þvottinn: Berið á Noxzema. Ósýnilega ver það húðina gegn útbrotum. 3 Kvölds og morguns: Hreinsar eins og sápa. Skolast af með vatni. Nærir húðina um leið og það hreinsar. noxzema skin. cream Heildsölubirgðir FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H. F. Sími 36620 Laugaveg 178 Kyrrðin læknislyf Fyrir nokkru ræddi ég við þýzk- an mann, sérfræðing í ferðamálum og háttsettan á þvi sviði i sinu heimalandi — Vestur-Þýzkalandi. Sjálfum Iiafði mér gefizt tækifæri til að kynnast því nokkuð, hvernig ferðamálum er hagað þar i landi — meðal annars átt þess kost að dvelj- ast á miklu og glæsilegu nýtízku hressingargistihúsi, sem þessi sami maður hefur umsjá ineð í einhverju fegursta héraði landsins og fjölsótt- asta af erlendum ferðamönnum. Nú hafði þessi maður dvalizt hér um skeið og skoðað landið og allar aðstæður frá sjónarmiði gestsins — og sérfræðingsins. Og að sjálfsögðu barst talið að þvi hvaða álit hann hefði á íslandi sem væntanlegu ferðamannalandi. Ég hef áður rætt við erlenda menn af ýmsu þjóðerni um þetta mál. Þeir hafa rómað sérkennilega fegurð landsins, gjárnar, hverina, jöklana og eldfjöllin — þá ósnortnu náttúru, sem mest hrifur augu stórborgarbú- ans sem tilbreyting, þegar þau hafa starað sig þreytt á háhýsi og neon- ijósaauglýsingar. Þessi maður gat þess einnig, að sér þætti landið fag- urt, en þó var annað, sem liann ræddi meira um, og einkum hafði vakið athygli hans sem sérfræðings. í flestum menningarlöndum eru tugþúsundir auðugra manna, sem siðari hluta ævinnar verja miklum hluta þess fjár, er þeim hefur tek- izt að safna fyrri hluta hennar — til þess að endurheimta að einhverju leyti þá heilsu og þrek, sem þeir höfðu orðið að láta fyrir auð sinn. Þessir menn eru sjúklingar og þarfn- ast lækningar, sem lyf megna yfir- leitt ekki að veita þeim — ekki lyf í venjulegum skilningi. Það eru þessir menn, sem fylla hin miklu og glæsilegu liressingargistihús erlend- is, þar sem þeir geta notið margs konar baða og sérfræðilegrar með- höndlunar i sambandi við þau, heil- næms loftlags — og hvlldar. Þessi þýzki sérfræðingur fann öll skilyrði til slíkrar lækningastarf- semi hér, og þau liin fullkomnustu, það er að segja — eingöngu frá náttúrunnar hendi. Og hann var ekki i minnsta vafa um, að skynsamleg „virkjun" og hagnýting þeirra skil- yrða, gæti ekki einungis fært þjóð- inni milljónatekjur, heldur og tug- jiúsundum þjáðra manna mikla og kærkomna heilsubót. Og eitt kvað hann landið hafa framyfir þau lönd öll, sem frægust eru fyrir heilsulindir sínar og sér- fræðilega hagnýtingu þeirra á full- komnastan hátt — eina heilsulind, sem ef til vill tæki öllum öðrum fram, en fyrirfyndist yfirleitt ekki framar í neinu menningarlandi. Kyrrðina — hina djúpu, órofakyrrð sveita landsins. Ekkert væri þetta þjáða fólk eins þurfandi fyrir og cinmitt þessa kyrrð. „Þið hafið all- ar jiær heilsulindir, sem við höfum, margar hverjar enn ákjósanlegri meira að segja — og þessa að auki. Og það væri ekki aðeins ykkar liag- ur, heldur er það beinlínis skylda ykkar að vinna að því, að þeir, sem sjúkir eru og þjáðir, geti sótt hing- að bót meina sinna---------“ sagði sá sérfróði maður, orðrétt. „Jafnvel þótt þið hefðuð ekkert annað að bjóða þeim en — kyrrðina“. Drómundur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.