Vikan


Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 15
Sennilega eru íslendingar ekki einir þjóða haldnir ])eirri áráttu, að klifa sýknt og'heiiagt á ])ví hve æskunni gangi illa að feta í óað- finnanleg fótspor eldri kynslóðar- innar. Eflaust er æskan í dag elcki gallalaus en þó efumst við um, að ,,hvað ætli hefði verið sagt við okk- ur, ef við hefðum hegðað okkur svona, ])egar við vorum að alast upp“-setningar eigi yfirleitt rétt á sér. Skyldi það ekki henda hina eldri fulloft, að gleyma sínum eigin uppvexti heldur snemma? Næstum þvi vikulega getur að líta rosafréttir í blöðum um hneyksl- rnlegt framferði ungmenna í heim- urinn-versnandi-fer-stíl. Hvort sem ],essi sifc'l di aðfinnsluhraglandi er á rökum reistur eða ekki, ])á væri e’-ki úr vegi að gefa æskumanni tækifæri til ])ess að segja álit sitt á hinum eldri. Ef til vill kærni þá í ljós, að eldri kynslóðin er ekki jafn dyggðum prýdd og hún telur sig vera og siðferðispostularnir hefðu ástæðu til að líta í eigin barm. Eitt er allavega vist, að ó- tímabærir uppeldisórar þröngsýnna umkvörtunarseggja munu aldrei þoka hinni „afvegaleiddu" æsku á rétta braut. Við hittum fyrir skömmu ungan pilt, Jón Örn Marinósson, og röbb- uðum við hann um fullorðna fólkið, boð þess og bönn og framkomu gagnvart hinum yngri. Jón Örn er 15 ára gamall. Hann þreytti lands- próf síðastliðið vor og sezt í Menntaskólann i Reykjavik i haust. — Sjálfsagt er að láta alla njóta sannmælis bæði unga og gamla, sagði Jón, er við spurðum hann, hvort honum fyndist fullorðna fólk- ið bera af æskunni í prúðmannlegri framkomu og umgengni. — Auðvitað er til fjölmargt ágætisfólk á öllum aldri, sem í engu má vamm sitt vita, og eins er og verður ávallt til fólk, sem er og verður næstum óalandi og óferjandi svo að segja frá vöggu til grafar. Hegðun æskufólks er oft í ýmsu ábótavant, en það gildir engu síður um hina eldri, og hræddur er ég um, að oft sé um glerhúsaskot- hrið að ræða, þegar hinir eldri fella dóm yfir hinum yngri. — Hvers vegna er fullorðna fólk- inu svona tíðrætt um ókurteisi úngl- inga? — Ef til vill ber meira á slikum aðfinnslum nú síðustu árin en áður fyrr. Þjóðfélagið hefur tekið stakka- skiptum á fáum árum, og við ölumst þess vegna upp við allt aðrar að- stæður en foreldrar okkar. Þetta virðast margir hinna fullorðnu ekki gera sér Ijóst eða vilja að minnsta kosti ekki fyrir nokkurn mun kann- ast við. Það cr þetta fólk, sem sífellt klifar á frekju og uppivöðslusemi unglinga og gerir ofl engan mun á frjálslegri og óþvingaðri framkomu og argasta dónaskap. — Telst það þá til frjálslegrar framkomu, þegar unglingar þúa ó- kunnuga? — Nei, a 11 s ekki. Ég tel þéringar sjálfsagðar, og flestir jafnaldra mínna. sem ég þekki, eru á s-rna má’i. Hins vegar finnst mér þéring- ar ekki eiga alls staðar við. — Eins og til dæmis hvar? — Sumir kennarar þéra nemend- nr sfna. Það finnst mér óhæfa. Kennarar og nemendur eiga að vera góðir kunningjar, samstarfsmenn á skcminfilegum vinnustað. _ En er ekki erfiðara fyrir kenn- arann að halda aga, ef hann kemur GOÐI FULLr ORÐIÐ VIKAN RÆÐIR VIÐ UNGAN PILT UM FULLORÐNA FÓLKIÐ Jón Örn Marinósson: „Einstrengingslegar bannreglur r a öllum sviðum eru fram við nemendur sem jafningi þeirra? — Nei, það held ég að sé misskilningur. Góður kennari á ekki að þurfa á neinum hjálparmeðulum eins og þéringum að halda til þess að halda bæði góðum aga og virðingu sinni óskertri. Agi er sjálf- sagður í kennslustofu eins og á hverjum öðrum vinnu- stað, og kennari, sem ekki heldur aga, verður aldrei vinsæll meðal nemenda sinna. Samt sem áður á kenn- arinn alls ekki að þurfa að lita niður á nemendurna eins og einhverjar óæðri verur, sem hann neyðist, vegna vinnu sinnar, til að umgangast. Vilji kennar- inn, að virðing sé borin fyrir sér, verður hann einnig að virða nemcndur sína. Þetta á að sjálfsögðu ekki aðeins við um kennara, heldur alla þá, sem umgang- ast æskufólk — og þar liggur hundurinn grafinn. Það kemur þvi miður alltof oft fyrir, að hinir full- orðnu vanmeta unglingana, telja i engu mark á þeim takandi, treysta þeim ekki til neins, líta niður á þá. „Góði þegiðu, þegar FULLORÐIÐ fólk talar, þú hefur hvort eð er ekkert vit á þessu“ — lætur sérlega illa i eyrum okkar unglinganna og heyrist í tíma og ótíma. — En getur elcki verið að fullorðna fólkið hafi stundum rétt fyrir sér, þegar þessi setning glymur í eyrum unglinganna? — Ef til vill. Hitt er þó áreiðanlega miklu algeng- ara, að svo sé ekki. — Og hvernig bregðast unglingarnir við þessu ranglæti heimsins? Framhald á bls. 38. aldrei til góðs“. VIEAN Xg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.