Vikan


Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 36
Jötun Grip STÓRLÆKKAR LÍMKOSTNAÐINN JÖTUN GKIP LÍMlR: Plast- 03 veggplötur á borð og veggi. Gúmmí og plast- dúka á gólf og stiga. Þétti- lista á bíla og hurðir. Svamp til bólstrunar. Tau og pappír á járn ofl. IWIÁLiyiMG H.F. _ Ég fer í burtu í eina viku. Þú segir Sallý þetta og lætur hana venj- ast tilhugsuninni, sagSi hann eins og það væri ofur einfalt mái. — Og síS- an kem ég til þín og við giftum okk- ur, hvort sem Sallý iikar það betur eða verr. Þegar hún kom aftur í litla húsið sitt, fannst Margréti eins og Torlea og Stephen væru fjarlægur draum- ur. Það var svo margl, sem þurfti að gera, þó að hún hefði verið í burtu i aðeins fimm vikur. Og þegar hinn mikli dagur loks- ins rann upp, stóð Margrét á hafn- arbakkanum og beið þess með titr- andi hjarta að skipið icgðist að. Ætli litla stúlkan hennar hefði breytzt mikið? Snotur og sjálfsörugg með málaðar varir og í fallegum fötum? En það var sú sama Sallý, sem stuttu síðar kastaði sér í fang móður sinnar og hrópaði upp yfir sig: — Ó, mamma mín, en hvað það er dá- samlegt að sjá þig. Og hvað þú lítur vel út! En þegar Sallý sat í garðin- um þetta sama kvöld og svaraði spurningum móður sinnar og sýndi henni myndir úr ferðalaginu, fannst Margréti það ennþá erfiðara að segja henni frá Stephen. Þetta var hennar eigin ástkæra dóttir, sem var komin heim til henn- ar aftur. Hinn minnsti visir að breytingu í lífi þeirra, myndi gera hana ókunna fyrir sinni eigin móð- ur. — Hvernig get ég gert það? hugs- aði Margrét örvilnuð. Dagarnir liðu, og félagsskapur þeirra var jafnnáinn og áður. Mar- grét tók ákvörðun sína. Enda þótt hún clskaði Stephen eins og ein kona getur aðeins einu sinni elskað, vissi hún með sjálfri sér, að hún gat ekki tekið þá áhættu að missa Sallý. Samkvæmt því settist hún nú niður til að skrifa lokakveðju til Stephens. Hún vissi, að hann myndi ekki hlusta á hina raunverulegu orsök, það hafði hann svo greinilega skýrt fyrir henni. Hún var þvi stuttorð og skrif- aði aðeins, að hún hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að hún elskaði hann ekki, og þar af leiðandi væri bezt að slíta trúlofun þeirra. Þetta var ósatt....en hvaða ástæðu aðra tæki hann gilda? Hún flýtti sér út með bréfið og lét það i póstkassann, áður en hún gæti hugsað sig um. Við morgunverðinn næsta dag, þegar Sallý hljóp út til að taka við bréfum hjá póstþjónin- um, fékk Margrét skyndilega sting í hjartað. Nú hafði Stephen fengið bréfið hennar. Hann myndi opna það, og svo.... Hún leit upp, þegar Sallý kom aft- ur með mörg bréf i hendinni. — Tvö til þín, mamma, reikningur og myndaskrá. Eitt til min frá Jessie, og eitt. ... Ó! Og Sallý varð snögg- lega rjóð i andlitinu. — Hvað er það? spurði Margrét hlæjandi. — Það er þó ekki ástar- bréf frá einhverjum af ungu piltun- um, sem þú gazt ekki fellt þig við? Er það? — Ó, mamma! Hvernig gaztu vit- að það? Og Sallý tók utan um móð- ur sfna. Hver vöðvi í líkama Margrét- ar var spenntur til hins ýtrasta. Hún var gersamlega ringluð. Hún hafði sagt þetta í spaugi og búizt við, að Sallý myndi bara hlæja að henni og segja: — Hvaða vitleysa. Þú veizt, að það er enginn ungur piltur í spil- inu. Hún reyndi að hafa vald yfir rödd- inni og sagði: — Ég sá það á and- litinu á þé_r, að þetta var eitthvað sérstakt. Áttu við....i raun og veru... .að það sé frá ungum pilti? Sallý kinkaði kolli, hálf feimin. — Mér þykir mjög vænt um hann, mamma, en ég hef kviðið svo fyrir að segja þér frá þvi. Það var lika svo kjánalegt, eftir að hafa skrifað þér þetta undarlega bréf um að ég ætlaði aldrei að gifta mig. En þeg- ar ég skrifaði það, hafði okkur Phil nýlega orðið sundurorða. _ Philip Harwin heitir hann. Frú Hallis komst að þvi, að okkur féll vel við hvort annað, en slikur brodd- borgari sem hún nú er, þá sagði hún, að hann væri ekki maður fyrir mig. Aðeins vegna þess, að hann var gjaldkeri á skipinu, en ekki einn af þessum ríku auðnuleysingjum, sem hún vildi þvinga mig til að umgang- ast þarna á skipinu. Hún sagði hon- um þetta og lét hann halda, að ég væri rik stúlka eins og Myra. Rödd Sallýjar skalf af gremju, en Margrét hafði ótrúlcgt vald yfir sér. — Og svo skrifaðir þú mér. — Já. En síðasta kvöldið um borð, talaði ég við Phil og útskýrði þetta allt fyrir honum. Og þá spurði hann mig, hvort ég vildi heitbindast sér. — Þykir jjér vænt um hann, Sallý? Margrét leit upp og áður en Sallý hafði gefið henni svar sitt, hafði hún lesið það í ljómanum i augum hennar. — Já, mjög mikið, mamma. í rauninni er hann ólaglegur... .og ægilega fallegur! En þú skilur, að ég var hrædd við að ])ér fyndist þú verða utangarðs, svo að ég hef ekki sagt þér frá þvi. — Væna mín, sagði Margrét ást- úðlega. — Hamingja þín er það eina, sem hefur þýðingu fyrir mig. Hún bað Sallý að skrifa Phil þegar næsta dag og biðja hann að koma i heim- sókn til þeirra. Henni tókst að leyna sinni eigin hjartasorg. Næsti dagur kom og hið vanalega annríki. Margrét hafði ekki tíma til að hugsa um sorglega atburði. Það var ekki fyrr en um kvöldið, þegar Sallý var að skrifa til Phil, og Mar- grét var ein úti í garði, að hún þóttist vera að lesa. En hún sat bara og hugsaði. — Þú þarft ekki að fara, Stephen, hafði hún sagt, og þrátt fyrir það hafði hún sent hann i burtu og rek- ið hann út úr lífi sínu fyrir fullt og allt. Og allt til einskis. Augu Mar- grétar fylltust heitum tárum. Sallý og Phil! Undarlegt hvernig allt var látið ske. Sjálf hafði hún verið að hugsa um, hve einmana dóttirin yrði, og nú var það hún sjálf, sem var einmana. Ef Phil kæmi á morgun.... Hún lokaði augunum, og móti vilja sinum sá hún Sallý brosa til unga piltsins síns ... í fyrsta skipti í líf- inu leita til annars en móður sinnar. — Sefur þú, ástin? Margrét stökk á fætur. — Stephen! Hún gat aðeins hvisl- að nafn hans. — Þú....þú fékkst bréfið? — Já! Hann settist við hlið hennar og tók utan um hana. — En ef þú heldur að ég fallist á útskýring- ar eins og breyttar tilfinningar, þeg- ar sannleikurinn er bersýnilegur, þá þekkir þú mig ekki rétt, Margrét Sheridan. Ég elska þig, og ég ætla mér að giftast þér. Og Sallý, bless- uð veri hún, finnst það vera Ijóm- andi hugmynd. — Þú hefur sagt Sallý þetta.... um okkur? sagði Margrét kvíðafull. Hann kinkaði brosandi kolli. _ Hún var að enda við að opna dyrn- ar fyrir mér. Ég fór þegar af stað, þegar ég fékk bréfið þitt. Auðvitað varð ég að skýra frá, hver ég var og hvað ég vildi. Og því næst bauð hún mig velkominn, opnum örmum. Ætlar þú ekki að gera það líka? Og tónninn í röddu hans breyttist, þeg- ar hann sagði: — Margrét, elslcan mín. ^ Drengjapeysa Framhald af bls. 21. Leggið nú öll stykkin á þykkt stykki, nælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið saman hlið- ar- og ermarsauma með þynntum ullarþræðinum og aftursting. Saum- ið ermarnar í á sama hátt, en skiljið eftir ósaumað að aftan vinstra megin. Takið nú upp í hálsmál 82 (86) 90 (94) 1. á prj. nr. 2%. Takið ekki upp laus bönd, heldur dragið garnið með prjóni frá röngu á réttu. Prjón- ið stuðlaprjón 1 1. sl. og 1 1. br. 6 (6) 7 (7) cm. Fellið af og ath. að affellingin verði hæfilega laus. Saumið saman ermarsauminn og hálslíninguna. Brjótið niður og tyll- ið lauslega, ef með þarf. Einnig má sauma rennilás i erm- arsauminn og ganga frá hálslining- unni með hneppslu og tölu. 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.