Vikan


Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 3
ugt brýnni. Engu að síður verður það að teljast nýtilkomið, að þessum grundvallarrannsókn- um sé viðhlítandi sómi sýndur af hálfu hins opinbera — visindamönnunum búin nauðsyn- leg starfsskilyrði og séð fyrir þvi fé, sem starf þeirra krefst. Segja má að nokkur þáttaskil hafi orðið á þessu sviði árið 1914. Þangað til voru það ev- rópskir vísindamenn, sem áttu frumkvæðið, en bandarískir starfsbræður sóttu flest til þeirra eða dvöldust langdvölum í Evrópu við nám og rannsóknir. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar urðu þeir að vera sjálfum sér nógir, en það gerði, að þeir þurftu fátt til starfsbræðra sinna í Evrópu að sækja að styrjöld lokinni og þó sífellt lærra eftir því, sem árin liðu. í siðari heimsstyrjald varð enn breyting á. Vísindamennirnir á meginlandi Evrópu einangr- uðust — þeir sem ekki flýðu, annaðhvort til Bandaríkjanna eða Bretlands, en i hópi þeirra, sem undan komust, voru margir af færustu og fremstu vísindamönnum Þýzkalands, sem síðan unnu frábært starf í sinum nýju fósturlöndum. Þegar styrjöldinni Iauk, var það Evrópa — að Kússlandi þó undanskildu — sem dregizt hafði aftur úr, en brezkir og bandarískir vísindamenn sem áttu frumkvæðið, svo að segja á öllum svið- uiu. Til merkis um það má nefna, að fyrir 1939 höfðu einungis 15 Bandarikjamenn hlotið Nóbelsverðlaun fyrir vísindaleg afrek, en 42 eftir það til ársloka 1961. Á sviði hinna nýju vísinda, geimrannsókn- anna, hafa bandarískir og sovézkir visindamenn nú frumkvæðið, en einnig Bretar eiga þar marga vel iiðtæka visindamenn. Gera má ráð fyrir að visindamenn vestanjárntjalds Evrópu vinni þar á eftir að evrópsku geimrannsóknastofnuninni er komið á fót, en hún er nú að taka til starfa. Um aðra svo til nýja visindagrein, kjarnorku- visindin, gegnir svipuðu máli — þar hafa banda- riskir og sovézkir vísindamenn forystuna, þótt Bretar hafi átt og eigi frábæra kjarnorkuvís- indamenn, og ekki má heldur gleyma dr. Niels Bohr liinum danska. Að sjálfsögðu veldur það miklu um þessa þró- un á undanförnum árum, að hvergi er meiri þjóðarauður en í Bandaríkjunum og að Sovét- ríkin hafa meira fjármagni yfir að ráða til slíkra lilúta, en nokkurt annað riki. Geimskeytin, gervihnettirnir og geimförin kosta skildinginn, svo eitthvað sé nefnt. Og yfir 16000 vísinda- menn og sérlærðir aðstoðarmenn þeirra eru nú þegar fastir starfskraftar NASA, bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar, og hafa þeim verið búin h.in fúllkomnustu vinnuskilyrði i miklum byggingum, sem reistar hafá verið í Vísindamaður fylgist með vexti gervi-rúbíns, sem notaður er í hið nýja furðutæki, ljósmagn- arann — en uppfinning þess opnar nýjar og ófyrirsjáanlegar leiðir. því skyni og búnar hinum vönduðustu og full- komnustu tækjum — en það kostar líka skild- inginn. Hver verður svo árangurinn? Um það getur enginn sagt eða spáð — þar virðist ekki um Framhald á bls. 42. Gervihnötturinn, sem bandarískir vísindamenn sendu af stað til Venusar, en urðu að stöðva för hans vegna bilunar í senditækjunum. Okkur verður tíðrætt um hina ótrúlegu sigra, sem unnizt hafa á sviði vísindanna að undan- förnu. Engu að siður eru sumar greinar þeirra, geimvisindin til dæmis, enn á byrjunarstigi. Efnafræðin er einnig álitin mjög ung visinda- grein ... efnafræðingarnir segja sjálfir, að arf- takar þeirra muni kalla þetta skóflutímabilið. Grundvallarrannsóknir, sem öll þessi öra, vísinda- og tæknilega þróun byggist á, verða sí- fellt mikilvægari í sambandi við allan iðnað og framleiðslu, og þörf ríkja og fyrirtækja fyrir lærða sérfræðinga og visindamenn, verður stöð- Ion-hreyfillinn er enn á tilraunastigi — en þess verður kannski ekki svo langt að bíða, að ion- hreyfilknúin gcimför flytji menn til fjarlægra hnatta. Myndin sýnir ion-hreyfilinn í gangi inni í loftþéttri kúlu, þar sem skilyrðin eru gerð sem líkust því og er úti í geimnum. VIKAlil I Otgefandi: Hilmir h.f. KiUtjórn ug aiigiýsingur: Skiphott; 33. Síim.r: 35320. 35321,35322, 35323. ItitHtjórí: Gísli Sigurðsson (ábm.) Pósthólf 149. Afgieiðsla ug (Ireífing: Blaðadreifing, l.augavegi 133, siini 36720. Dreifingiirstjóri Öskar Karls- son. V.erð í laususölu kr. 15. Ásfcmfl- arverð er 200 kr. áisþriðjunigsíega. Framkvæmdastjóri: greiðísl fyrirfram. Prentuh: Hlteúr Hilmar A. Kríntjánsson. h.f. Mvndaniól: Bafgraf h.f. ■ ■' FORSÍÐAN Ung stúlka er nefnd Guðrún Högnadóttir og er með fegurstu meyjum. Hún situr hér við fallegan fjalla- læk uppi við Esju, en hefur lagt gjörfa hönd á flest til sjós og lands og er þó ekki eldri en myndin ber með sér. Það muna sjálfsagt margir eftir henni úr „Rjúkandi ráð“, en þar fór hún með stórt hlutverk og söng þekkt lög eftir Jón Múla. Síðan hefur hún unnið á skrifstofum, verið síldarkokkur, starfað hjá danska samvinnusambandinu og nú er hún farin til Sviss til þess að Iæra frönsku. En finnst ykkur klæðnaðurinn ekki frumleg- ur? Sportver framleiðir þcnnan skemmtilega sportklæðnað og lánaði hann góðfúslega fyrir myndatökuna. Ljósmynd: Vikan. í næsta blaði verður m. a.: • Nýtízku baðhótel og hvildarstaður fyrir fjörutíu milljónir. Vikan hefur hitt að máli Gísla Sigurbjömsson og hann segir frá væntanlegum framkvæmdum í Hveragerði, möguleikum lands og þjóðar, deyfð ráðamanna og ýmsu fleira. • Rennibraut til vítis. Guðmundur Karlsson segir frá Skid Row, götu í New York, þar sem eiturlyfjameim og áfengissjúkling- ar hafast við. • Ég trúi þessu ekki, — sagði Elín Traustadóttir í Sandgerði, sem hreppti Volkswagenbílinn frá Vikunni. Myndafrásögn frá því er dregið var í getrauninni. • Skósmiðurinn í Grini. Einstæð frásögn af þýzkum fangaverði, sem var öðruvísi en landar hans, líknaði Norðmönnum á laun, hlaut refsingu fyrir og settist að í Noregi eftir stríðið. • Á eyðihjarni. Annar hluti nýju framhaldssögunnar. • Frændur eru frændum verstir. Sakamálasaga. • Sniðaþjónusta Vikunnar. Matarþáttur: Tómatar og gúrkur. • Smásaga: Skildu drauginn eftir. • Tækniþáttur. Bréf að sunnan. í fullri alvöru. Pósturinn o. fl. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.