Vikan


Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 42
þráttuSu, báðu og sníktu, og ekkert gekk. En Di Paolo beitti elzta og siægasta bragðinu. Hann smjaðraði fyrir dísinni, sló henni ótal gullhamra og kom fram við hana næstum af feimnislegri kurteisi. Stjarnan féll fyrir þessu. Til þess að reka smiðshöggið á bragðið, sendi hann dömunni rósa- vönd ásamt nokkrum ástarorðum úr „La Boheme“ eftir Puccini. Kim bráðnaði —- hann fékk að taka eins margar myndir og' hann vildi. Blóm- in kostuðu uin 35 krónur; fyrir myndirnar fékk þessi skáldlegi paparazzo sem svarar um 20.000 krónum íslenzkum. ★ Ávaxtadrykkir Framhald af bls. 21. Veizlupúns (fyrir 50 manns): 3 bollar sykursýróp, 3 bollar sjóð- andi vatn, Vt bolli teblöð, 3 bollar appelsínusafi, 1 bolli sítrónusafi, 3 bollar ananassafi, lVs 1. engiferöl eða sódavatn, ávaxtasneiðar. Heliið sjóðandi vatninu yfir te- blöðin og látið standa í 5 mín. og kælið vel. Blandið sykursýrópinu, ávaxtasafanum og teinu i stóra púnsskál. Engiferölinu eða sóda- vatninu blandað i rétt áður en það er uorið fram og ísmolar settir í. Alls konar ávextir eru sneiddir og settir út i. Heitur grapealdinsafi: V2 bolli sykur, 2 bollar vatn, 2 kanelstengur, 12 negulnaglar, 1 1. grapealdinsafi, Ya bolli sítrónusafi, skafið innan úr einni sítrónu og ein sitróna skorin 1 sneiðar. 42 VIKAN Sykurinn, vatnið og kryddið soð- ið í 10 mín., og öllu hinu bætt í. Borið fram heitt í litlum bollum. Rauðvínspúns: 1 bolli vatn, 1 bolli sykur, 3 kanel- stengur, 3 tesk. eða meira af allra- handa, 2 sítrónur skornar i þunnar sneiðar, 20 negulnaglar, 3 bollar rauðvin. Sykurinn, vatnið og kryddið soð- ið saman, nema negulnöglunum er stungið i miðjuna á hverri sitrónu- sneið. Sneiðarnar eru lagðar á botn- inn á púnsskál og sykurvökvanum liellt yfir og látið standa i hálftima. Bætið víninu í og hitið að suðu- marki, látið ekki sjóða. Bætið sjóð- andi vatni í ef óskað er eftir að hafa það veikara. Borið fram í litlum bollum, eða rússneskum teglösum. Kaldur perudrykkur: 1 bolli niðursoðnar perur, 2 eggjahvítur, 2J/4 bolli ósætur anan- assafi. Merjið perurnar og bætið safan- um I og hrærið í hrærivél. Bætið eggjahvitunum í og þeytið vel. ís- molar settir út í. Út i alla kalda drykki er gott að setja 1 matskeið i glasið af ávaxta- ís. Líka má frysta ávaxtasafa i ís- formunum i stað vatns í ísmola. Ef æskilegt þykir að hafa drykkinn þykkari og matarmeiri, má merja nokkra fullþroskaða banana og hræra þá saman við í hrærivélinni. En um fram allt verða köldu drykk- irnir að vera vel kaldir. Tvennskonar appelsínuvökvi til að blanda eftir hendinni í sódavatn: Börkur af appelsinum, spiritus, 1 kg sykur, 7Va dl vatn, 25 gr sitrón- sýra, 2% dl vatn. Börkurinn af appelsinum, eftir að búið er að skafa allt hvítt innan úr honum, er lagður i flösku eða skál, og spíritus látinn þekja hann. Geymdur í 6 vikur og siðan síað. Syk- urinn og vatnið er soðið saman og kælt, sítrónusýran uppleyst i volgu vatni og blandað í, ásamt appelsínu- leginum. Sett á flöskur og lokað vel. Notað til að blanda í sódavatn eða annað. Önnur aðferð er þessi: 12 appel- sínur eru flysjaðar og börkurinn rifinn smátt. 4 kg sykur og 100 gr sítrónsýra er leyst upp í vatninu og börkurinn og safinn úr appelsín- unum látinn út í. Látið standa nokkra daga, sett á flöskur og lokað með bómull. Notað í sódavatn eða vatn. ic Bréf að norðan Framhald af bls. 19. i veg fyrir að einstaklingar geti níðzt á fjöldanum og þegar ég segi einstaklingar á ég auðvitað einnig við um hringi þeirra í framleiðslu og verzlun. Það á að stefna að því að enginn fari á vonarvöl, en það á ekki að vera með nefið niðri i hvers manns diski. Við megum ekki hefta einstakl- ingsframtakið til sjálfsbjargar, en við verðum að setja því þau tak- mörk, að það geti ekki níðzt á öðr- um. Svíar ganga of langt í ýmsri for- sjón. Margar aðra þjóðir ganga allt of skammt. Sums staðar getur fátækur maður ekki leitað sér lækninga vegna þess að engan stuðning er að finna. Þetta nægir í bili. Þinn einlægur Björn. Tækniþáttur Framhald af bls. 3. nein takmörk að ræða, að minnsta kosti ekki á næstunni. Það mun sönnu næst að vísindamennirnir — og þá ekki eingöngu efnafræðing- arnir, geimvisindamennirnir og tæknisérfræðingarnir — standi nú með hönd á hurð í dyrunum að þeim mikla sal leyndardómanna; að vísindarannsóknirnar séu nú fyrst að koxnast af skóflutímabilinu ... ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.