Vikan - 23.08.1962, Blaðsíða 17
FRAMH ALDSSAGAN
I. HLUTI
EFTIR
LAWRENCE EARL
var fari?5 afi skyggja. Fðlvar stjðrnur
skinu á rðkkurbláum hlmni. Dahl
hresstist nokkuð.
Greatorex gamli sat gegnt honum.
Hann hafði börf fyrir að láta kllppa
sig, eins og raunar þeir allir; beir
hðfðu ekki neln tök á snyrtingu i
námustöðinni, þar sem þeir hðfðu haft
aðsetur sumarlangt, enda litla þðrf
fyrir slíkt í einangruninni. Stúlkan
sat gegnt honum á ská, Prowse sðmu
meginn og hann sjálfur og var stoð
á milli sæta þeirra. Farangri þeirra
hafði verið komið fyrir í tveim auðum
sætum fyrir aftan þau og á gðlfinu.
Dahl greip annarri hendinnl um
sætisbrikina og reis á fætur. Með
hinni þuklaði hann farangurinn. Hann
komst brátt að raun um, að malpok-
inn með brennivinsflöskunum fjórum
var þar ekki. Hann leit á félaga sina
hvern af öðrum; veitti þvi athygli,
að sem snðggvast brá fyrir lymsku-
glotti um þunnar varir Prowse, enda
þótt hann setti upp engilssvip um
leið og hann fann augu Dahls hvíla
á sér. Dahl þekkti hann hins vegar
of vel eftir sumarlanga samveru til
þess að hann tæki mark á sakleysis-
svipnum.
„Hvar er malpokinn?" Hryssings-
leg rödd Dahl yfirgnæfði gnýinn frá
hreyflunum. Prowse var grunsamlega
fljótur á sér til þess að Dahl gæti
trúað þvi að hann vissi ekki meira
en hann lét. Afneitun hans virtist
fyrst og fremst gerð til þess að firra
hann öllum grun um aðild að hvarfi|
malpokans, en um leið var eitthvaCs
það i svip hans og augnatilliti, sem
vakti þann grun með Dahl, að hann
hefði gaman af þessu. En spurning
Dahls hafði ekki einungis vakið at-
hygli Prowse — jafnvel flugmaðurinn
leit sem snðggvast um ðxl. Svipur
Greatorex lýstl I senn meðaumkun og
ánægju, eins og hann vissl ekki al-
mennilega sjálfur hvort heldur. Var-
ir stúlkunnar opnuðust ósjálfrátt, sðk-
in leyndi sér ekki í svip hennar.
Dahl studdist með brikunum að
sæti hennar og hvessti á hana augun.
Hún dró þegar að sér fæturna. Hann
rétti út höndina
„Látið mig hafa pokann minn, ger-
ið svo vel“, sagði hann.
Fitt andartak leit hún á hann
flemtruðum augum: síðan til Grea-
t.orex eins og hún vænti sér þar halds
og trausts.
Greatorex mælti þunglega. „Ekki
hérna í flugvélinni. Dahl“. Og svo
bætti hann við með gremju I rödd-
inni. ..Þöngulhaus....“
Dahl lét sem hann hvorki heyrði
Greatorex né sæi, en hvessti enn aug-
un á stúlkuna. Hún var orðin rjóð í
vöngum. en beit þrákelknislega á jaxl-
inn; Dahl sá þó strax, að hún hafði
ekki neina hörku tii að halda þessu
til streitu Kvaiirnar i höfði hans juk-
ust enn og nú sagði stingurinn fyrir
hiartanu til sin. Það var enginn timi
til að fara I neinn mömmuleik.
Hann mundi hvernig hún liafði
dregið að sér fæturna, inn undir sæt-
ið, eins og hún vildi verja eitthvað.
Nú laut hann skyndilega og brá ann-
árri hendinni inn undir setuna, fann
eitthvað fyrir og hugðist draga það til
sin, allshugar feginn. Því meiri urðu
vonbrigði hans. þegar hönd hans
krenptist, til átaks og hann fann eitt-
hvað hlýtt og stinnt fyrir gómum; það
var ökkli stúlkunnar og Dahl sleppti
takinu í skyndi, rétti úr sér og hafði
nærri misst jafnvægið. Stingurinn fyr-
ir hjartanu varð sárari en nokkru
sinni fyrr.
„Hann er veikur", sagði stúlkan. En
græn augu hennar skutu gneistum.
Augu hans voru tárvot af Þjáningu,
en hann hristi samt höfuðið. Þetta
mundi hann aldrei geta fyrirgefið
henni.
„1 guðanna bænum“, mælti hann
óstyrkri röddu, „hættið þessum heima-
trúboðsleik. Getur yður ekki skilizt,
að ég bókstaflega verð að fá mér
sopa?"
Það kostaði hann áreynslu að
standa uppréttur. Hann titraði og
skalf og kaldur svitinn brauzt út á
enni hans.
Eymd hans hlaut að hafa snortið
hana, því að augnatillit hennar
breyttist; þrákelknin þokaði fyrir
samúð og skilningi, og nú var hún
ekki lengur neitt hrædd. „Þú ættir
vitanlega ekki....“, mælti hún hik-
andi. „En....‘ Hún laut fram og
teygði höndina inn undir sætið.
Svo rétti hún honum fleyginn, en
athugaði fyrst hve mikið væri eftir
á honum. Hann var tæplega hálf-
DAHL hressist skjótt eftir að hafa
fengið sér vænan teig. Hann horfði
út um gluggann og hreifst af því, sem
blasti við augum hans í hálfrökkrinu.
Ströndin og Koksoakfljótið var löngu
að baki, framundan lágu endalaus ör-
æfin, gædd ósnortinni, hrikalegri feg-
urð og reisn; auðnirnar, þar sem eng-
inn maður hafði nokkru sinni fæti
stigið, ísi lögð vötn og tjarnir, hjarn-
|breiður, klungur og fjallatindar. Dahl
|reyndi að koma auga á Knobvatn, þar
sem vélin átti að nema staðar og taka
eldsneyti, en sá það hvergi framund-
an. Þá leit hann á úrið sitt og sá, sér
til mikillar undrunar, að þau höfðu
ekki verið nema klukkustund á flugi.
Það var þvi ekki að undra þótt hann
sæi ekki Knobvatn, þangað var enn
að minnsta kosti tveggja stunda flug.
Vélin tók enn að ókyrrast á flug-
inu; innan skamms lenti hún í tals-
verðum hliðarstrekkingi með élja-
gangi, sem breyttist brátt i storm og
hriðarbyl, svo myrkan, að Dahl gat
ekki einu sinni greint vængbroddinn
út um gluggann. Dahl skynjaði það
öllu fremur en sá, hversu örðugt SUrr-
ey, flugmanninum, veittist að henda
reiður á stormsveipunum og vélin
tók hvað eftir annað harðar dýfur.
Dahl sá, að stúlkan leit hvað eftir
annað til Greatorex gamla, eins og
hún vænti sér þar halds og trausts,
en hann sá líka, að Greatorex gamli
átti nóg með sig og sínar áhyggjur
og ótta. Prowse hallaði sér fram I sæt-
inu, tottaði smávindling og reyndi að
láta ekki á því bera, hve illa honum
leið. Dahl veitti þvi og athygli, að vél-
stjórinn leit spyrjandi á Surrey, en
Surrey gerði einungis að yppta öxl-
um og brosa. Þó hlaut hann að gera
sér ljóst í hvílíkri hættu þau voru
stödd, og hvað nauðlending á þessum
slóðum raunverulega þýddi.
Dahl hafði kynnzt áður flugmönn-
um af þessari gerð. Þegar hann gegndi
herþjónustu á Bretlandi og beið eftir
að taka þátt í innrásinni á meginland-
ið. Þessir brezku menntaskólapiltar
settu í rauninni svip sinn á konung-
lega flugherinn, gerólikir þeim flug-
mönnum, sem Dahl hafði kynnzt áð-
ur í Kanada og Bandarikjunum. Eítt
af sérkennum þeirra var, að þeir virt-
ust telja það dauðasynd að láta ótta
í ljós, hvernig sem á stóð, jafnvel að
sýna þess nokkur merki að þeir efuð-
ust um að eitthvað tækist, hversu ó-
framkvæmanlegt sem það var. Þeir
gátu verið manna mannlegastir hvað
allt annað snerti, en ef óttinn sagði
Framhald á bls. 43.
VIKAN 17