Vikan


Vikan - 23.08.1962, Side 13

Vikan - 23.08.1962, Side 13
„CIub-cut“. Jakob Hallgrímsson fiðluleikari læt- ur raka „J“ ofan í kollinn. „Það er alveg undravert, hvað sumir leggja litla rækt við hárið á sér, sérstaklega þegar þess er gætt að hárið er í rauninni kóróna mannsins og sá hluti líkamans, sem er í flestum tilfellum mest áberandi,“ sagði Jón Geir hár- skeri við mig þegar ég kom til hans til að fá klippingu, að Dunhaga 23. —• Áttu kannski við það að ég sé illa klipptur, — eða hvað ... ‘? „Nei, nei, mikil ósköp. Ég held nú síður. Þú ert bara óklipptur. Þú hefðir átt að koma mikið fyrr, svo að þú litir ekki svona út.“ — Ertu vanur að móðga kúnnana svona, Jón Geir? „Þetta er ekki móðgun. Aðeins vinsamleg ábending. Það er nefnilega svo, — sérstaklega með karlmenn, að þeir láta allt of sjaldan klippa sig. Þeir verða svo ósamkvæmir sjálfum sér. Oftast sér maður þá með lubbann niður i augu, en svo einhvern daginn birtast þeir ný- klipptir og uppstrílaðir, eins og þeir hafi unnið í happdrætti og hafi nú loks haft ráð á að láta klippa sig. Til þess að góð klipping eða hár- greiðsla njóti sln, þarf að halda henni við ...“ — Hvað mundir þú segja að væri hæfilegur Þórdís Kjartansdóttir með „Diana“-klippingu. „Savage“-klipping. Ómar Kristvinsson prentari. Jón Geir framkvæmir „G.I.-cut“ á Sigurði Magn- ússyni járnsmið. „Diana“-klipping séð aftan frá. tími á milli klippinga hjá karlmönnum, Jón Geir? „Þeir sem vilja hafa hárið i lagi, þurfa að kóma á rakarastofu hálfsmánaðarlega. Þá nægir að klippa í annaðhvort skipti, en í hitt skiptið má snyrta hárið til, svo að það líti vel út.“ Er c: ki allt í lagi með svona „langa klipp- ;ngu“ eins og þú ert með sjálfur, þótt það drag- ist að kiippa aftur? „Nei, siður en svo. Einmitt þegar hárið er iangt, þarf að passa vel að það verði ekki of . angt. Nú, í rauninni er líka það sama að segja um stuttar klippingar. Þær eru auðvitað ekki lengur stuttar, þegar hárið fer að vaxa aftur. B'ns og I. d. hárið á þér. Ert þú stuttklipptur eða hvað?“ — Ég er með svokallaðann bursta, ef þú ekki sérð það sjálfur .. . Hvernig er það annars. Eru ekki margir farnir að láta klippa sig með bursta? „Jú, það er mjög mikið um það, og alltaf að aukast. Annars eru til fleiri en ein gerð af bursta. Algengust er svokölluð „G.I. cut“ ...“ — Soldátaklipping? „Já, það mætti kalla hana það. Það er mikið af Ameríkönum, sem lætur klippa sig þannig, „Vera“-klipping. Helga Ólafsdóttir. og þessi klipping er lika mjög mikið notuð hér. Mönnum finnst svo þægilegt að liafa hárið stutt, það þarf lítlllar umhugsunar við, fýkur ekki niður i augu, og menn geta fyrirhafnarlaust þvegið sér hárið um leið og þeir skola framan úr sér á morgnana. Svo er önnur klipping, svip- uð, sem kolluð er „llunway", eða flugbraut. Hún er svipuð að því leyti að hárið er mjög stutt, en það myndar eins og sléttan flöt ofan á koll- inum. Vangarnir eru klipptir beint upp. Þessi k.ipping er lika mikið notuð liér heima.“ — Kanntu fleiri svipaðar? „Það er nú liklega. Að vísu ekki eins algengar, en það kemur samt þó nokkrum sinnum fyrir að ég klippi þannig. Það er t. d. klipping, sem kölluð ,er „Savage“, eða villimaður. ,Hún er þannig að vangarnir eru snoðaðir upp á hvirfil, en á sjáll'um hvirflinum er skilinn eftir kamb- ur, sem nær frá enni aftur á háls og mjókkar aftur. Þetta er svipað og hárprýði Indíána í gamla daga.“ — Segðu mér meira ... „Svo cr það „Club-cut“ eða klúbbaklipping. Sú klipping er þannig að fyrst er klippt Framhald á bls. 43. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.