Vikan


Vikan - 11.10.1962, Side 24

Vikan - 11.10.1962, Side 24
takinu á snerlinum, reyndist honum ekki laus lófinn, svo hann rykkti á og fann um leið snarpan sársauka, þegar skinnpjatla rifnaði úr greip- inni svo fleiður varð eftir. Hann veitti því þó ekki athygli nema rétt í svip. Úti var allt snævi hulið, það hafði rofað til svo sólin skein og birtan nísti augun, svo að hann varð að loka þeim að mestu leyti. „Hríðinni er slotað“, kallaði hann fagnandi. Það var eins og hann lifnaði allur við. Nú þegar lygnt var orðið, virtist ekki neitt ákaflega kalt úti fyrir. Þeir hinir þyrptust nú út I dyrnar, frelsi fegnir. Dahl strauk mjöllina af greviglerinu í hurðinni. „Við ættum að skreppa út og höggva við stundarkorn", sagði hann við Prowse. „Það er okkar dagur hvort eð er“. Hann lokaði dyrunum, tók síðan að leita í farangri sínum að eskimóa- fötunum, sem hann hafði keypt til minja um dvöl sina hér nyrðra, en sizt af öllu komið til hugar þá, að hann mundi nokkurn tima bregða sér í þau — og þakka sinum sæla fyrir að geta gripið til þeirra. „Þið ættuð að hlýja axirnar svolít- ið áður en þið farið að höggva með þeim“, sagði Alison. „Ég veit þess dæmi, að axarblöð hafa brostið við högg í miklu frosti". Þeir sóttu axirnar út í skýlið, sem þeir höfðu reist undir kofaveggnum sem geymslu, bæði fyrir matarbirgðir og annað, sem ekki sakaði þótt frysi. Og þegar þeir þóttust vissir um, að þær væru orðnar nægilega vermdar, stigu þeir á snjóþrúgurnar og héldu af stað út í fönnina. Greatorex tautaði eitthvað um það, að hann væri hreint ekki viss um, að sér tækist að finna snörurnar undir snjónum, en lagði þó nokkru síðar af stað í humáttina á eftir þeim, Dahl og Prowse. Og nú, þegar þau voru orðin tvö ein eftir, fann Surrey ekki lengur til þess að sig langaði út með þeim hin- um. Hann varð nálægðar Alison var á allt annan hátt en nokkru sinni fyrr; fann augu hennar allt í einu hvíla spyrjandi á sér og skildi ekki fyrst í stað hvað hún í rauninni meinti. Svo lyfti hún andlitinu lítið eitt, og það fóru kippir um munnvikin. Hann þurfti ekki lengur að spyrja; hann vissi hvað hún var að fara, betur en þó hún hefði reynt að koma orðum að þvi. Hann gekk til hennar, vafði örm- unum um heröar hennar. Kyssti hana fast og lengi. Kossinn vakti karl- mennsku hans af svefni í einni svip- an, enda þótt svo kynlega brigði við, að varir hennar svöruðu ekki vörum hans. Hún veit ekki hvað koss er, hugsaði hann.... hún kann alls ekki að kyssa, en við skulum sjá... .Hann þrýsti henni fastara að sér, öllum lík- ama hennar, en það bar þann árangur einn, að það var eins og varir henn- ar kóinuðu og líkami hennar veitti ekki einu sinni hóflega eggjandi mót- stöðu, heldur varð algerlega hlut- laus. Ösjálfrátt hálfhratt hann henni frá sér, dreirrauöur í vöngum. Þegar honum varð litið á hana aft- ur, sá hann að hún stóð kyrr I sömu sporum, og starði spyrjandi fram und- an sér. „Einhvern veginn allt ann- að....“ heyrði hann að hún hvíslaði. Hann starði á hana stórum augum. Ósjálfrátt vaknaði hjá honum sá grunur, að það hefði ekki verið vegna hans eigin áhrifamáttar eða tillits- töfra, að hún kyssti hann, heldur hefði eitthvað annað legið þar á bak við. Hann reiddist í svip, en stillti sig, vildi bíða átekta, ef vera mætti aO hann fengi einhverja skýringu á þessu kynlega athæfi hennar. „Lincoln er ekki slæmur maður, Des — eða heldurðu það?“ Spurning Alison kom svo flatt upp á hann, að honum rann samstundis öll reiði. Svo ókænlega spurði hún, að engum gat dulizt hvað hún var að fara; um leið skildi hann einnig hvað henni hafði gengið til, þegar hún kyssti hann. Það var þvi ekki eins og hann hefði verið hlunnfarinn, eða ætti nokkurs að hefna; þau gátu ver- ið jafngóðir vinir eftir sem áður, og hann ákvað að svara henni af sömu einlægni og hreinskilni og hún spurði. „Nei, því fer fjarri að hann sé slæmur maður“. „En kannski ístöðulítill?" Hann hugsaði svarið, en ekki nema andartak. „Nei, ekki heldur. En hann á í harði baráttu á stundum". Hann þóttist vita, hvers hún mundi spyrja næst. „Ef þú átt við hvað því valdi, að hann leitar á náðir áfengisins öðru hvoru, ef hann á þess kost, þá get ég ekki svarað því. Sennilega er hann að reyna að flýja eitthvað. Það kemur fyrir okkur öll, að við leggjum á flótta, þótt við flýjum ekki öll eftir sömu leiðum. Það er um svo margar flóttaleiðir að velja, þótt engin þeirra komi sennilega að haldi, þegar til lengdar lætur.... “ Hún kinkaði kolli, annars hugar. „Já“, sagði hún lágt og hreimlaust, en síðan hærra og af sannfæringu: „Já....“ Og nokkrum andartökum síðar bætti hún við, þungt hugsi: „Það sækja á hann slæmir draumar. Hef- urðu ekki heyrt, hvernig hann byltir sér á nóttunni, tautar og stynur og jafnvel æpir upp úr svefninum? Og á stundum hrekkur hann jafnvel upp og getur ekki fest svefninn aftur. fyrr en hann hefur gengið um gólf góða stund....“ „Það er ekki margt, sem haldið verður leyndu, þegar margir búa í einu og sama herberginu", svaraði hann þurrlega. Hún virtist annað hvort ekki heyra hvað hann sagði, eða ekki skilja það. „Hann tautar bara svo lágt, að ég get aldrei heyrt orðaskil", sagði hún og það leyndi sér ekki að henni þótti það miður. „Það er ekki af eiginlegri forvitni", sagði hún, „heldur vildi ég gjarna vita, hvað það er, sem þjáir hann...." Það brá fyrir heitri samúð í röddinni. „Vesalings Lincoln", sagði hún; gekk út að hurðinni, horfði út um rúðuna og stóð þar hreyfingarlaus um hríð og sneri baki við Surrey. Svo mælti hún, án þess að líta um öxl: „Ég ætla að skreppa og huga að netinu, Des. Þú ræður því vitanlega, hvort þú kemur með....“ Hann skildi hvað hún var að fara. Hún vildi veita honum tækifæri til að komast að raun um hvers hann væri orðinn megnugur, án þess að hann þyrfti að fyrirverða sig gagnvart þeim hinum, eða leggja harðara að sér en hann væri maður til, svo þeir færu ekki að aumkva hann. Og loks vildi hún sannfærast um það sjálf, að hann hefði nokkurn veginn náð sér aftur. „Auðvitað kem ég með þér“, svar- aði hann hressilega. Hann bjó sig I snatri, afþakkaði hjálp hennar, þegar hún vildi spenna á hann þrúgurnar, svo að hann þyrfti ekki að beygja sig, og eftir andartak voru Þau lögð af stað i slóð þeirra hinna. „Þú hlýtur að sjá eftir því, að vera ekki um kyrrt heima á Englandi", sagði hún, þegar þau höfðu gengið nokkurn spöl. „Á stundum. Ég verð að játa, að það var ekki beinlínis Þetta, sem ég gerði ráð fyrir að biði min hérna", svaraði hann. Um leið var eins og hann yrði þess sérstaklega var, hve hress hann var og endurnærður, þeg- ar hann andaði að sér svölu og krist- altæru loftinu. Og hann hafði gaman af því að sjá, hvernig athygli hennar virtist ósjálfrátt beinast í allar áttir í senn. Ekkert virtist fara fram hjá henni í umhverfinu, jafnvel þótt hún væri að tala um eitthvað, sem ekki kom neinu þar við. Það var ekki nema mílufjórðungur þangað, sem netin lágu I ánni; mjöllin var mjúk undir fæti og Surrey fannst svo milt í veðri, að hann furðaði sig á að hún skyldi ekki vera farin að þiðna. Þau voru heppin með veiðina í þetta skiptið, yfir tuttugu silungar i netinu, feitir og sæmilega stórir. Ef Greator- ex gamli kæmi svo auk þess með eitt- hvað úr snörunum, mundi þetta verða góður dagur, þrátt fyrir vetrarkom- una. Alison var hin kátasta, og Surr- ey varð því fegnastur þegar heim kom, að sjá, að gamli maðurinn var ekki kominn enn úr sinni ferð; hafði ekk- ert á móti því að vera einn með stúlk- unni dálitla stund enn, jafnvel þótt samtal þeirra, áður en þau lögðu af stað, hefði fært honum heim sanninn um að tilfinningar hennar beindust i annan farveg. „Jæja, fannst þér ekki kalt?" spurði hún, þegar inn var komið. „Nei“, svaraði hann. „Nei, alls ekki. Mér fannst öllu fremur hlýtt. . .. “ Hann snakaði sér úr skjólfötunum og hristi af þeim snjóinn. Hengdi þau síðan á snaga skammt frá arninum. Hann varð þess var, að hún starði athugandi á hann. „Komdu hingað út að rúðunni", sagði hún og rómur hennar var hlut- laus. Hann hlýddi og hún athugaði and- lit hans nákvæmlega og hreytti síðan út úr sér: „Hlýtt....Þú ert kalinn á nefinu! Haltu lófanum að því, meðan það er að þiðna og stattu ekki nálægt arninum.... “ Surrey lagði fingur á nef sér; brodd- ur þess var tilfinningarlaus, og þann- ig var það um hríð eftir að hann fór að ráði hennar og lagði að Því lófana. Svo fór hann að finna til sviða og nefið roðnaði mjög. „Sem betur fer er þetta ekki neitt alvarlegt", sagði Alison. „Þig hefur verið byrjað að kala. Þú þarft ekki einu sinni að kvíða því að húðin flagni“. „Aldrei hefði mér komið til hugar, að það væri svo mikið frost úti núna“, mælti hann undrandi. „Það er ekki von að þú áttir þig á því fyrst í stað. Þegar logn er, leynir frostið oft á sér — og það er aðalhætt- an, að geta ekki gert sér grein fyrir hættunni, skilurðu. Það hefur komið FRAMHALDSSAGAN 8. HLUTI EFTIR LAWRENCE EARL 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.