Vikan


Vikan - 11.10.1962, Síða 31

Vikan - 11.10.1962, Síða 31
í Stefi og því fæ ég ekkert fyrir þau. Ég þyrfti ekki að kvíða ef öll Tnin músík væri í Stefi, þvi ég hefi samið ótölulegan fjölda. Nú var ekki sungið neitt meir. Við gengum frá fólkinu og J°n bauð í stofu, þar sem hann smíðar þnakka. Á hlaðvarpanum voru nokkrir bílar og alls eru níu bílar í eign Möðrudalsbænda. f stofu Jó.ns, sem er allt í sexm reiðveragerð, studio og ívera, er m. a. margt málverka. Eitt kunnasta verk Jóns, mynd af Kristi í lands- lagi Hólsfjalla er í kirkjunni, en hér hangir varla þurr mynd af Herðubreið með hvita hettu. Bruna- sandsfjöllin, sem gætu verið á tungl- inu mynda forgrunninn. Þá er and- litsmynd af konu í upphlut og teikn- ingar eru á veggjum eftir aðra listamenn. í horni stendur orgel, ef það dytti í húsbóndann að kompónera eitt sorgarlag með fjór- um Béum, ellegar laumast í að spila sálm afturábak eða áfram. Það var ekki tími til stefnu, því 105 kílómetrar eru til Egilsstaða og klukkan farin að ganga þrjú. Gamli bóndinn kveður okkur við bílinn og svalinn sveiflar silfurgráum lokk- unum. Hann réttir fram þykka vinnusama hönd sína, sem til skipt- is handleikur smíðatól og pensla, fílabeinsnótur orgelsins og reiðver fyrir höfðingja. Eg bið þig að skila kveðju til Páls (ísólfssonar) frænda þíns, segir hann að lokum og berðu honum frá mér, að hann sé enn mestur snillingur i þessu landi og það sé ekkert að marka, þótt strák- ar séu að hafa eitt og annað tvírætt eftir mér í blöðum um það. Á efstu brún lítum við til baka. Herðubreið i vestri, tíguleg og ólýs- anleg, svörtu fjöllin hins vegar í Möðrudal eru blá og dularfull í fjarskanum og í miðju vallendinu er Möðrudalur og kirkjan hans jóns. Er það nú furða þó menn kunni hér fyrir sér eitt og annað, sem alizt hafa upp á svona stað? SVARTIDAUÐI OG HEIÐARBÝLIN. Heimildir segja, að lítil kirkja hafi verið í Möðrudal árið 1882 og var talin fornfárleg þá. Einu sinni fyrir langalöngu var hér prestsetur, en það lagðist af árið 1716. í Möðrudal sátu margir merki- legir klerkar og þeirra kunnastur hefur vafalaust orðið Narfi Guð- mundsson, sem sagður var fróð- leiksmaður og allvel göldróttur. Hér Isat líka sá skringilegi klerkur Bjarni Jónsson, sem giftur var | Möðrudals-Möngu, sem gekk aftur eftir dauða sinn og varð frægur draugur. Margt skringilegt er haft eftir Síra Bjarna þar á meðal þessi ljóð- bæn, sem hraut af munni hans við messu: Úr hrosshóf bölvunar heiminum herra drag nagla smá miskunnar hamri með sterkum munu þar klaufir á; í ruslakistu á himnum oss drjúpi náð þín há, þar elskan hoppar innanum amen, halelú já! (Þjóðs. J. Á.). Það er ekki laust við, að ofboð- lítinn geig setji að þeim, sem hér eru einir á ferð, og þá sér á parti, þegar skugga tekur að lengja. Hér var krökkt af útilegumönnum til forna. Margir hafa borið beinin á heiðinni í stórviðrum og draugar og <z/fe stndnz EFNAGERÐ AKUREYRAR H.F., AKUREYRI. afturgöngur grettu sig í hverju gili fram á síðustu öld. Til eru fáeinar þjóðsögur um undarlega fyrirbúrði í Möðrudal og þeirra frægust er án efa sögnin um prestinn í Möðrudal, en um þann nafnlausa klerk hefur Stefán frá Hvítadal gert hið magn- aða kvæði „Klerkurinn í Möðrudal". Þjóðsaga þessi er til í tveim útgáf- um að minnsta kosti, önnur er í safni Jóns Guðmundssonar lærða um álf- heima og undirheima, en hin, sem er allmiklu lengri og sýnilega stíl- færðari, er úr handriti Þorsteins Þor- kelssonar að Syðra-Hvarfi 1900 og er höfð eftir svarfdælskum manni. Báðar sögurnar segja, að einhvern tíma á fyrri öldum hafi orðið mik- ill mannfellir á Norðurlandi og hafi þá allir dáið í Möðrudal, nema prest- urinn. Maður nokkur á erindi þang- að. (Bróðir prests, Sigurður að nafni, segir í annarri sögunni). Hann er að færa presti afgjald. Prestur fagnar bróður sínum vel og býður í kirkju og sitja þeir þar alllengi kvölds, en síðan ganga þeir í bæinn. Þar slær prestur upp veizlu og gengu vofur um beina og gestur neytir lítils og drekkur þó hálfu minna, en vofur frömdu dansleika og kvæðendisskap. Síðan er komu- manni vísað til sængur og draga ó- sýnilegar hendur af honum plöggin og síðan koma tvær ungar og leik- fullar stelpur að rúmi hans og vildu leika við hann og var honum felmt við, er þær tóku að kyssa hann og klappa. ■> Þegar hann sér, að hann fær ekki ráðið við ástkonur þessar, kallar hann á prest og biður hann hjálpar og prestur hrópar að þær örmu duppur og hrakstelpur skyldu sjá manninn í friði. Gesturinn flúði svo bæinn í fyrstu skímu, því eigi varð honum svefnsamt. Þegar síðar var komið í Möðrudal, var prestur horfinn og hefur ekki sézt síðan. Um það segir í niðurlags- erindum í kvæði Stefáns: „Er veturinn kvaddi og vorið leið, þar glæstur flokkur að garði reið. En margs varð ekki í Möðrudal spurt. Kofarnir eyddir og klerkur burt. En veiztu þá afdrif hins vígða manns? að konurnar komu eitt kveld til hans. Hann svipti þeim upp í við sængurstokkinn og lék úr sér lífið og leið inn í flokkinn". Yfir kvæði Stefáns er angist og dularfull spenna — vaf alaust áþekk- ur blær og í huga fólksins, er svarti- dauði hafði eytt byggðum og þeir, sem sluppu lifandi frá drepsóttinni, vöfruðu um einmana og gleðisnauð- ir og vissulega getum við fallizt á það erindi kvæðisins, þar sem segir: „Hann stráði lýðum í stóran val. Hann mátti sín nokkurs í Möðrudal . . . “. Það eru einir 50 kílómetrar úr Möðrudal í efstu bæi í Jökuldal. Vegurinn liggur yfir brunasand fyrst, en sandurinn stendur saman af molnuðu móbergi og eldfjalla- ösku. Þetta samsull fýkur til og frá í þurrki og roki og getur valdið skemmdum á bílum. Hugurinn hvarflar um sinn frá afturgöngun- um, því nóg er að gera að krækja fyrir smásteinshvörf í veginum. Á víð og dreif eru gróðurbelti í hörðum melnum. Þetta eru góð beitilönd og ekki þá sízt með hlið- sjón af því, hve stráin eru „sver í rótina“, enda er haft fyrir satt, að rjóminn hjá fjallabændunum sé svo þykkur, að skaflaskeifur fljóti á trogunum. Yfir tvo meginfjallgarða er að fara úr Möðrudal til Fljótsdalshér- aðs, og á milli þeirra er algjörlega gróðurlaus slétta, sem er tómur fok- sandur. Þessi dauðadalur er 5—600 metra yfir sjó og svartfjöllin byrgja útsýn á alla vegu. Þegar yfir seinna fjallið er komið, tekur við Jökul- dalsheiðin, þar sem blómlegt er á sumardegi, ekki sízt í augum þeirra, er úr auðninni koma. Þarna eru vötn og keldur á víð og dreif, innan um holt, gróðurlönd og malarkamba. Nokkuð er um stórgrýti. Vegurinn liggur upp og niður lága ása og er endalaus og holóttur. Þama sér fá merki mannavistar, nema skúr einn stendur við veginn niðri við dálítið vatn og Pepsíkóla auglýsir sinn mjöð, afturgöngum og hlöðu- draugum til augnayndis. Hér var einu sinni fjölmenn sveit, líf og starf. Það var áður en þilskipin og síldarplönin mörkuðu atvinnustefn- una í landinu. Á Jökuldalsheiði voru í fyrri tíð allmörg býli og þrátt fyrir mikla hæð yfir sjávarmál, eru búskapar- skilyrðin furðanlega góð. Túnrækt var aldrei hentug hér, en kýrfóðurs var aflað með öðrum hætti — flóa- stör, ljósalykkja og rauðbreyzkingur (brok) var varla lakara en almennt ræktunarhey. Þá var hér gnægð fjallagrasa og búsnytjar af silungi, rjúpu og vatnafugli. Sauðfé var vænna til frálags en víða annars staðar. Núna eru heiðarbýlin öll komin í eyði. Nútíma kröfur til lífsþæginda henta ekki til búskapar á heiðinni, því aðdráttarleiðir eru erfiðar. Býlum fór af þeim sökum fækk- andi. Dyngjufjallagosið mikla 1875, eða öskufallið, sem því fylgdi, gerði nær út af við þessa byggð og batt enda á blómaskeið hennar. Aðeins fá heiðabýli stóðu eftir, og nú er þessum sérkennilega kafla íslenzkr- ar bændamanningar að fullu og öllu lokið. Nútímamenn eiga fullerfitt með að setja sig inn í búskap í vetrar- ríkinu, þar sem meðalhiti er rétt of- an við frostmark og svalir stormar væla í hjarni veturlangt. En óvíða er sumarfegurð jafn mikil og sann- arlega er gróska í öllu lífi, þegar dagur verður lengstur. Þú ekur áfram og alltaf virðist nýtt hæðardrag eða ásar vera fram- undan, og þú ferð í alvöru að hugsa um, hvort þú sért á réttri leið til Héraðs, því vegurinn virðist enda- laus með öllu, en skyndilega blasir Jökuldalurinn við og óbyggðarferð- inni er lokið. Vegurinn bugðast niður grýtta fjallshlíðina og síðan með austan- verðri ánni. Þarna skildu leiðir. Guð- mundur kvaddi og hélt til kaffi- drykkju á bæ einum reisulegum, þar sem fjöldi manns var í heyvinnu, en við höktum niður Jökuldalinn í átt til Egilsstaða. Þjóðverjinn, sem með mér var í bílnum, var reyndar annar þeirra kappa, sem réri á kajal^ til Vest- mannaeyja. Hann hafði verið held- ur fámáll á leiðinni. Þegar hann leit niður í Jökulsá á Dal, sem er eins og skolpræsi í New York á litinn, sagði hann á sinni stirðu ensku og benti á ána með viðbjóði: „Icelandic rivers no good for kajak“, og ég kinkaði kolli samþykkur. VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.