Vikan


Vikan - 11.10.1962, Page 41

Vikan - 11.10.1962, Page 41
ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR XAITO fiskinet og kaSlar eru framleidd af TAITO FISHERY CO. I Japan, sem er stærsta útgeröarfélag í heimi. Afkoma þess er eins og yðar er ekki hvað sízt undir veiðarfærum komin. — ÞaS er því víst að framlciðsla þeirra á þessu sviöi er hin fullkomnasta sem völ er á —einmitt byggt á reynslu og eftir kröfu sjálfra fiski- mannanna. ÞEGAR SLÍKAR VÖRUR ERU í BOÐI Á SAMKEPPNISVERÐI ÆTTI VALIÐ AÐ VERA EINFALT. EINKAUMBOÐ ASÍUFÉLAGIÐ Hafnarstræti 11 Sími 10620. ins leið að reikna út tilfinningar kvenna, hvað það snertir....“ Grea- torex gamli rétti allt í einu úr sér og leit fast á Dahl. „Engu að síður er auðvelt að reikna það út, að þessi stúlka er reiðúbúin að kasta sér í fangið á þér, og það er einungis und- ir þér sjálfum komið, Dahl, að það ríði henni ekki að fullu. Þú....þú mátt ekki....“ Rödd hans hljóðnaði, og hann leit enn undan. Dahl var orðinn litverpur af neiði, og hann vissi vel, að það var þess vegna, að Greatorex gamli þagnaði án þess að ljúka við setninguna. Sá þarf ekki orðið djúprar stungu við, svo úr honum fari vindurinn, hugsaði Dahl, og gat ekki verið honum reiður leng- ur. Rómurinn varð tiltölulega vin- gjarnlegur, þegar hann svaraði eftir nokkra þögn: „Ég fæ. ekki séð að þetta sé neitt vandamál. Það er eins líklegt, að við berum beinin hér. Og þó svo færi, að við losnuðum úr þessari sjálf- heldu, þá fæ ég eiginlega ekki skilið að hvaða leyti þetta getur komið þér við.... “ Greatorex gamli tók að núa ákaft vinstri handlegginn. Þrátt fyrir allt átti hann enn það skap, að honum var það ekki ljúft að verða að láta í minni pokann. „Hún gæti verið dóttir mín“, mælti hann lágt, og það var ekki laust við að röddin titraði. Dahl hefði ekki komið sérlega á ó- vart, þótt karlinn hefði farið að kjökra. Sjálfum var honum algerlega runnin öll reiði. Hann kenndi í brjósti um Greatorex gamla, eins og hann sá hann nú — niðurbrotið gamal- menni.... Framhald í næsta blaði. PEYSA. Framhald af bls. 21. úr 1 1. í byrjun prjóns næstu 12 umf., 2 1. í byrjun prj. næstu 4 umf., 3 1. í byrjun prj. næstu 4 umf og fellið síðan af 18 (18) 20 1., sem eftir eru í einni umferð. Prjónið hina ermina eins, en handvegsúrtökur gagnstætt. Kragi: Fitjið upp 142 1. á prj. nr. 4 og prj. 2 1. sl. og 2 1. br., 15 cm. Prjónið þá eina umf. þannig að prj. 2 1. sí. og 2 1. br. saman. Fellið af. Leggið nú öll stykkin á þykkt stykki, mælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakt stykki yfir og látið þorna. Saumið saman hliðar- og ermarsauma með aftursting og úrröktum ullarþræðinum. Saumið vinstri öxl og 2—3 cm handvegs- megin af hægri öxl. Festið ermum í handvegi. Takið nú upp 65—70 1. í hálsmálinu, þannig að draga garnið frá röngu upp á réttu með prjóni, en taka ekki upp laus bönd. Prjónið 2 umf. sl. og fellið af. Saumið- nú smellur innan á axl- arsauma og við miðju að aftan, einnig á kragann á samsvarandi staði. Smellið síðan kraganum föstum. Bobby Yee. Framhald af bls. 19. Um framtíSaráform Bobbys er það að segja, að hann reiknar með því að hætta söngnum innan fárra ára, en hyggst þá snúa sér að kvik- myndalcik og hefur jafnvel hug á að taka þá að sér alvarleg hlutverk, ef tækifæri bjóðast til þess. Þess má geta, að það versta, sem Bobby Vee getur hugsað sér eru vekjara- klukkur, en hann hefur löngum átt í brösum við þær svo sem marka má af því, að hann hefur þrjár stórar og miklar vekjaraklukkur við rúmstokk sinn og eina fram við herbergisdyrnar til þess að vera alveg öruggur um að vakna tíman- lega á morgnana. Tækniþáttur Framhald af bls. 3. væru tveim stundum skemur yfir hafið — þann áfangann, sem for- ráðamenn hinna miklu flugfélaga hafi alltaf einblínt á og geri enn. Þrátt fyrir þessar, að því er virð- ist hyggilegu leiðbeiningar sérfræð- inganna, er svo að sjá sem forráða- menn flugfélaganna láti sér ekki segjast. í hinni hörðu samkeppni sinni um farþegaflutningana virðast þeir ekki þekkja nema eitt vopn — stöðugt hraðfleygari flugvélar, enda þótt þau vopn kosti svo gífurlegt fé, að ekki er annað sýnna en að styrj- aldarátökum hinna miklu flugfélaga ljúki eins og styrjöldum yfirleitt, með tapi beggja aðila. Caravelle-þoturnar frönsku hafa að undanförnu getið sér mjög góðan orðstír sem farþegaflugvélar, og mörg af hinum stærri flugfélögum hafa þær nú í förum. Nú hefur franska ríkisstjórnin veitt verk- smiðjunum, sem framleiða þessa þotugerð, ríflegan styrk til að standast straum af kostnaði við und- irbúning að smíði á „Super-Cara- velle“-þotu, sem á að geta flogið með allt að 2.800 mílur á klst. í 50.000 feta hæð og flutt um 100 farþega. Teikningar að slíkum far- kosti og allir útreikningar þar að lútandi eru þegar fyrir hendi; meira að segja er ráð fyrir því gert að fyrstu „Super-Caravellurnar“ verði tilbúnar til notkunar að fimm til sex árum liðnum. Og þegar flugfélögin hafa tekið þær, og aðrar ámóta afkastamiklar yfirhljóðhraðaþotur í þjónustu sína, tekur það farþegana að ölum lík- indum talsvert skemmri tíma að komast yfir Atlantshafið, milli Ev- rópu og Ameríku, en það tekur þá að komast upphafs- og endaspölinn og í gegnum skilríkjamúrinn! SAAB Framhald af bls. 3. og halda þeim lausum við móðu og hélu. Farangursrýmið er aftur í bíln- um, ferkantáð að lögun og rúmar vel, en er heldur lítið. Varahjól- barði er geymdur undir gólfi far- angursgeymslunnar. Áður én yfirbyggingin er máluð er hún látin í fosfatböðun til ryð- varnar. Aksturseiginleikar eru góðir, bíll- inn er stöðugur í beygjum, liggur vel á ójöfnum vegi og vélin vinn- ur vel. Fríhjólunin er þægileg í langkeyrslu, þegar menn hafa van- izt henni, og nýtist vel vegna loft- mótstöðulítillar byggingar bílsins en krefst meiri notkunar hemlanna. Gírkassinn er þrír gírar áfram, ann- VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.