Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 13
Klobburikjn
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson.
„Þetta á bróðir minn, en ég
fæ líka stórar rófur úr mínum
skólagarði, þegar ég verð 10
ára“.
Skólagarðar Reykjavíkur.
Hvers konar skóli er það,
spyrja eflaust mörg ykkar,
sem ekki hafið áður heyrt
hans getið. —■ Skólagarðar
Reykjavíkur hafa starfað í 15
ár, — yfir sumarmánuðina,
júní, júlí, ágúst og fram í
miðjan september. Nemendur
eru á aldrinum 9—13 ára.
Engar námsbækur eru notað-
ar í þessum skóla, samt eru
gefnar einkunnir, eftir árangri
hvers og eins. Það sem börn-
in læra, er garðrækt. Þau eru
því eins konar garðyrkju-
bændur og í 25 fermetra reit,
SKÓLAGARÐAR
REYKJAVÍKUR
sem þau hafa til umráða, rækta þau
5 tegundir af káli, auk þess hinar
vinsælu radísur, salat og spínat, að
ógleymdum næpum, gulrófum og
kartöflum. í sumar voru 265 börn
í skólagörðunum. Þó hópurinn sé
stór, þá rata þau í reitina sína, því
f afgeriðsluopinu: „Mig vantar
klóru, í D-20“.
þrifalegar malargötur liggja í gegn
um garðlöndin og allir reitir auð-
kenndir. Þór er t. d. í D-götu 20
og Magga er í H-götu 34. Beggja
vegna við göturnar eru sumarblóm,
sem börnin rækta og eru 10 teg. við
hvern reit.
Já, það er nóg að starfa, bæði
við sáningu og útplöntun á vorin
— og við uppskeruna, þegar líður
á sumarið ■—■ og þá sannast hið
fornkveðna, að „eins og maðurinn
sáir, mun hann og uppskera". —
En þau hafa fleiru að sinná. í
Heiðmörk eiga Skólagarðarnir stórt
landsvæði og þangað fara börnin
á hverju vori og gróðursetja nokk-
ur þúsund trjáplöntur. Á sumrin
heimsækja þau Árbæjarsafn og þar
er margt að sjá, sem varpar ljósi
yfir líf og lifnaðarháttu forfeðranna.
En aldrei er svo rnikið annríki í
skólagörðunum, að ekki gefist .tóm
til leikja öðru hvoru og er knatt-
spyrna auðvitað mest iðkuð og vin-
sælust. En þegar berjatíminn stend-
ur sem hæst, fara þau í berjamó, —
hvað annað. — í öllum skólum er
vitanlega „afi“ og „Indriði afi“ er
bezti afi í heimi, segja börnin í
Skólagörðum Reykjavíkur.
Hér eru svo nokkrar myndir úr
skólanum, sem starfar undir berum
himni, í sól og regni, notar engar
kennslubækur, en kennir þó margt
sem þroskar börnin og kemur þeim
að góðu gagni síðar meir.
„Nú verður gaman að koma heim til
mömmu“.
„Við verðum að vinna reiptogið".
„Okkar „afi“ er bezti afi í heimi“.
VEIZTU ?
að fyrsta flugfrímerkið var
gefið út á Ítalíu 1917?
að þó Zues-skurðurinn væri
fyrst tekinn í notkun árið
1869 eru sögulegar heim-
ildir um siglingaleið milli
Rauðahafs og Nílarfljóts,
600 árum fyrir Krists burð?
að lax má ekki veiða í sjó,
hér við land?
að fyrsti togari íslendinga,
Seagull, var keyptur gam-
all frá Englandi 1905, al-
mennt kallaður „Fjósa-
rauður“, vegna hins rauða
litar og eiganda, sem var
sveitabóndinn, Þorvaldur
frá Þorvaldseyri?
VIKAN 13