Vikan


Vikan - 18.10.1962, Síða 15

Vikan - 18.10.1962, Síða 15
SAGA EFTIR SR. SIGURÐ EINARSSON í HOLTI VEGURINN lá í gegnum tíguleg skógargöng. Þráðbeinir stofnar trjánna teygðust til himins í reglulegum röðum eins og súlur í gotneskri kirkju, en grænt limið myndaði fagurb''ggðar hvelfingar efra. Það var unaðslega svalt og kyrrt inni í skóginum. Þannig ókum við um tveggja km leið. Þá blasti hótelið allt í einu við sjónum. Það stóð á græn- um völlum við bláa víkina umgirt há- tignarlegum skógi. Úti fyrir blá sund og urmull af skógivöxnum eyjum. Hingað og þangað út í frá voru baðhús hótelsins, tennis og badmintonvellir, bátabryggjur þess og bátanaust við yndislega voga, skógur á milli og mjóir friðsælir stígar. Ég hafði ekki dvalizt þarna lengi, þegar mér varð það ljóst, að imaðslegri staður til sumarhvíldar og hressingar varð ekki fenginn. Gráhærður, vingjarnlegur herra tók á móti mér á skrifstofu hótelsins. Þegar ég hafði skráð mig og gert grein fyrir mér svo sem honum þurfa þótti, mælti hann: — Svo þér eruð frá fslandi, — ég minn- ist þess ekki, að við höfum áður haft gest frá íslandi. Þér eruð hjartanlega velkom- inn. Og ef það er eitthvað, sem yður van- hagar sérstaklega um, þá snúið yður til mín. Elias Saarinen, — alltaf til reiðu, herra, hvenær sem yður þóknast. Því næst hringdi hann á þjón og lét vísa mér til herbergis míns. Ég fékk þægilegt herbergi á þriðju hæð hússins, svalir móti suðvestri þar sem séð varð út um sundin og eyjarnar, þægileg- ur stóll til að liggja þar og móka í sól- skininu, snoturt skrifborð úti við einn vegginn, rekkja við annan, lágt borð og þægilegir stólar, leslampi. Ég var harð- ánægður. Ég ákvað að taka upp bækur mínar og föt, búast um, hvíla mig, skrifa bréf og liggja á svölunum, fara ekki nið- ur fyrr en til miðdegisverðar kl. 6, en láta færa mér síðdegishressingu upp á herbergið. Þegar ég hafði skipt um föt og búizt um að vild, hringdi ég á þjón, bað um að láta færa mér upp te, smurt brauð og ost. Hann tók við pöntuninni. Að því búnu spurði hann: — Og það er ekkert annað, sem við get- um gert fyrir herrann? Ekkert sérstak- lega? Hann sagði þetta svo einkennilega, að mér fannst eitthvað felast í þvi meira en almenn hótelkurteisi. En áttrði mig ekki á, hvað það gæti verið. Allt í einu minnt- ist ég þess, að það var vínbann í Finn- landi. Ég þekkti það mæta vel að heiman, hundaskammtafarganið, smyglið og bruggið, og hafði lesið rosasögur í finnsku blöðunum um vínsmygl. Þau fullyrtu, að vínið flæddi um landið án þess, að rönd yrði við reist, jafnvel viðurkennd hótel hefðu tök á að veita gestum sínum vín og létu sér það vel sæma, þrátt fyrir bannlögin. Það hljóp í mig galsi. Ég hafði lifað spart og verið algjör bindindismaður mánuðum saman. Nú var ég kominn í frí. Hví ekki að gefa sér ofurlítið lausan taum- inn, ef þess væri kostur. Svo ég leit á piltinn og sagði: — Eitthvað sérstaklega? Hvað ætti það að vera? Það væri þá helzt, ef þér gætuð UJFI/Hfcfært mér glas af góðu koníaki með teinu. j|:j;— Með ánægju, herra! H' • ' v-l Þar með fór hann. . j Nú, þetta var þá svona auðvelt. Það leit út fyrir, að bannlög væru í svipuðu áliti hér, eins og heima á íslandi. IJú, hann kom með koníakið, það bar ekki á öðru, bar það á bakka sínum ásamt teinu, snyrtilega þakið undir samanbrot- inni servíettu. — Óskar herrann að greiða strax, eða á að setja þetta á reikninginn? — Ég greiði nú þegar. En segið mér, setjið þér þetta líka á reikninginn? Ég 6enti á koníaksglasið. Hann hneygði sig og brosti undirfurðu- lega: — Við setjum diverse á reikninginn. Herran þarf aðeins að kvitta fyrir á nótu. Jæja, þarna var ég þá allt í einu kom- inn inn í leyndardóm hinna fínu vínvið- skipta. Varan hét bara diverse og svo var ekki meira um það. Ég gerði mér lítið fyrir og lét piltinn færa mér fulla flösku af koníaki til að eiga hana í fórum mínum og grípa til, ef mig langaði í hressingu, eða ég kynntist einhverjum, sem ég vildi bjóða glas. Og það var svo langt frá því, að ég hefði slæma samvizku. Ég þóttist þvert á móti hafa komið mér æði vel fyrir og vera fær í flestan sjó. III. Stóri borðstofusalurinn var orðinn ná- lega fullur af fólki, þegar ég kom niður. Vera má, að það hafi verið koníakinu að þakka, en ég var í einhverju undarlegu hátíðaskapi. Það var í mér einhver ó- venjuleg lyfting, djúp ánægja með um- hverfið og líðandi stund pg kyrrlát, gleði- blandin eftirvænting, sem ekki beindist að neinu sérstöku. Ég var í stuttu máli ákaflega vel fyrirkallaður, rólegur, en viðbúinn hverju, sem var. Jafnsáttur við einveru og félagsskap manna, ef svo vildi takast. ggaa jng|ÉR var vísað að litlu borði 1% ÉrWf nálægt miðjum sal. Við | ■ borðið fyrir framan mig Jh Jf bH| sutu unSur maður og ung kona. Hún horfði beint við mér, hann sneri við mér Íbaki. Öðru hvoru sá ég þó vanga hans, er hann leit við. Þau voru einstaklega þekkileg við fyrstu sýn, vel klædd, prúð- mannleg, og auðsýnilega mjög ástfangin. ÍÞau virtust helzt ekki geta litið hvort af öðru. Ég sá hana betur en hann. Hreyfing- ar hennar voru eins og ástaratlot, sem umluktu þennan unga mann, án þess að hún kæmi við hann. Hún var dökkhærð, Íhafði þyrilkoll og stuttskorið hár, hörund- ið gullbrúnt af sól. Hendur hennar minntu mig einhvern veginn á blóm á ruggandi stilkum. Þær voru aldrei kyrrar, en hver hreyfing þeirra var þrungin af sérkenni- legum unaðarþokka. Hún geislaði öll. En hún geislaði ekki ljósi, heldur myrkum, Íheitum krafti, seiðandi lífi, dragandi straumi. Ég verð að játá það, að frá því að ég leit á hana, var einhvern veginn skipt um mig. Ég var ekki fyllilega með sjálf- um mér. Jæja, það var bezt að borða. Ekki nema það þó! Ást við fyrstu sýn! Og stúlkan annað hvort trúlofuð eða gift og i < i < i f * Í i 1 * I i * 1 < i t i ég harðgiftur maður! Ég hafði hlegið öll ósköp að sögum um slík skyndiskot og gerði nú drjúgum grín að sjálfum mér. Þú ætlar þó ekki, karlinn, að fara að láta þetta stelpuskott velgja þér undir stakki, sagði ég við sjálfan mig. Og borðaði mat í minn með setningi og ró. Ég reyndi að virða fyrir mér hitt fólkið í salnum, en athyglisgáfa mín, ef nokkur var, virtist einhvern veginn fjötruð. Ég hafði engan áhuga á því. Ég var í þann veginn að standa upp og fara. Þá verður mér enn litið á grannkonu mína við næsta borð. í sama bili lýtur hún áfram og leggur höndina á öxl félaga síns. Þau mælast eitthvað við. Hún réttir sig upp og virðist vera í þann veginn að sleppa af honum hendinni, en hikar við og lítur beint á mig yfir handlegg sér og brosir. i < EG GET ekki lýst því brosi. Það > féll yfir mig eins og foss, snart • mig, gagntók mig án þess að eiga < erindi við mig. Ég var ekki aðili ' þess, þó að það skini á mig, átti 5 ekki hlutdeild í því, þó að það ljómaði yfir mig. Það var hamingjubros, * sem spratt upp eins og kristalslind í dýpstu grunnum allrar veru hennar. Hún var eins og kampavínsbikar, sem flóir og freyðir yfir barma. Þetta bros, sem ljóm- aði andartak á mig var útstreymi af ofur- gnótt, sem hún rúmaði ekki í sjálfri sér. Einhvem veginn skildi ég þetta, þó að ég ; væri grænjaxl. Kannski sá hún mig ekki einu sinni. Ég stóð snögglega á fætur og j gekk til dyra, gat ekki verið þarna inni lengur. Fór upp á herbergi mitt. Ég sár- bölvaði sjálfum mér fyrir heimaalnings- háttinn. Hann ætlaði að enda bærilega fyrsti frídagurinn minn í Punkaharju. Ef þessu héldi áfram yrði þess ekki langt að bíða, að ég yrði mér til skammar. Ég greip til koníaksflöskunnar, fékk mér | vænt glas. Svo náði ég í mynd af konunni minni niðri í ferðatösku og setti hana 1 á skrifborðið. Héðan af skyldi ég ekki líta á þessa þyrilkollu. Hún kom mér ekkert við, var ekki einu sinni sérlega falleg þrátt fyrir brosið. Sennilega heimsk. Auðvitað var það aðeins heimskt fólk, sem gat verið svona fáránlega hamingju- samt og brosað heiminn í agnið. Og strák- urinn sennilega ennþá vitlausari. Ég fann, að ég var alveg sannfærður um það. Þegar ég hafði slegið þessu blýföstu með sjálfum mér, fékk ég mér ofurlítið \ meira koníak og sló því ennþá fastara. Síðan fór ég út á langa kvöldgöngu með- fram vatninu. Ég hitti tvær sænskar kerl- ■ ingar og ræddi kumpánlega við þær, sló } þeim gullhamra og hrósaði Svíþjóð, var I upprifinn og alúðlegur. Síðan hitti ég \ danskan kennara og gerði honum sömu skil. Ég skyldi ekki fara einangra mig i hér í innvortis vesöld og móðursýki. Nei, * ekki hann Hallgrímur Ólafsson! Síðan gekk ég mig til herbergis míns og fór að sofa. En mig dreymdi ekki vel. Mig ' dreymdi þyrilkollu. Við gengum einhvers- ' staðar í heitu myrkri— gengum og leidd- umst ... Og á móti okkur komu tvö augu æðandi utan úr þessu heita myrkri, star- andi og æðandi, og smugu inn í okkur, [ Framhald á bls. 39. TIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.