Vikan


Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 16

Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 16
FR AMHALDSSAGAN 9. HLUTI EFTIR LAWRENCE EARL DAGAR liðu án þess nokkrir sér- stakir atburðir gerðust. Um miðjan nóvember hafði beim tekizt að safna nægum eldiviðarbirgðum, svo að ekki Þurfti að kvíða neinu hvað það snerti. þótt hríðarveður stæði dögum saman. öðru máli gegndi um matarbirgðirn- ar. Silungurinn virtist horfinn úr ánni og vatninu, en engu að síður héldu þau opinni dorgvök I von um að fá þar einn og einn fisk. Hvað kjötmet- ínu viðvék, þá höfðu þau lifað ein- göngu á hérum síðustu tíu dagana, sem þó voru af skornum skammti, því að svo var að sjá sem þeir forð- uðust snörur þeirra. Um aðra villi- dýrabráð var ekki að ræða, það sáust ekki einu sinni slóðir eftir nein dýr i snjónum. Einhæfni þessa kosts var farin að segja til sín í vanlíðan — máttleysi og magaveiki. Það var Ali- son, sem fyrst gerði sér grein fyrir hættunni og færði hana í tal. „Það er hérasýkin", sagði hún. „Kjötið er of magurt. Ef við fáum ekki annaö kjöt, er dauðinn vís — og þess verður meira að segja ekki langt að bíða“. „Guð minn góður", sagði Dahl skelfdur, og hét því sjálfum sér, að hann skyldi leita bráðar á víðara svæði næst þegar hann færi á veiðar. „Þú ert mikið gefin fyrir hrakspár, Alison", mælti Prowse meinlega. „Það er eins og þér sé það beinlínis árátta að ógna okkur með dauðanum. Jæja, hvernig eigum við að snúast gegn þessu — því að þú veizt alltaf ráð?“ „Alison á ekki neina sök á þessu“, sagði Sr.rrey. ,,Það er ekki drengileg- ur leikur r.ð konna henni um það“. „Hver var að tala um leik?" Rödd Prowse var hrjúf og hörð, eins og 16 VIKAN svipurinn á holdskörpu andliti hans. Þótt Dahl leyndi gremju sinni, gat hann ekki að sér gert að brjóta heil- ann um að því er virtist sivaxandi hneigð Prowse til að veitast að Ali- son, rétt eins og hann væri þar smám saman að glata stjórn á skapi sínu á vissu sviði — aftur á móti elti hann hana stöðugt með augunum, hvar sem hún fór og hreyfði sig. Hvers konar árátta var það, sem lá að baki þessum tveim andstæðu viðbrögðum? Og nú minntist hann allt í einu augna- ráðs Prowse, er honum varð litið inn í tjaldið forðum, þegar Alison stóð þar inni með nærbuxurnar sínar og stein- inn i hendinni — girndin hafði ekki levnt sér í augum hans þá stundina. Og Dahl hugsaði enn með sér, eins og þá, að það mætti ekki koma fyrir, að Alison væri ein með Prowse nokkra stund. ..Svona nú....“ Greatorex gamli lyfti upp hendinni, eins og lögreglu- þjónn, sem stöðvar unferðina. „Nú er nóg komið, Prowse“. „Nú er nóg komið, Prowse", hermdi Prowse eftir honum. „Góði, gamli mannasættirinn, sifellt reiðubúinn. ..“ Greatorex starði á Prowse opnum munni. Það lítur ekki út fyrir, að Prowse treysti á starf eða stöðu hjá karli á sumri komanda, hugsaði Dahl, og hafði samúð með Greatorex gamla. „Ég sagði, ef við fengjum ekki annað kjöt“, sagði Alison þyrrkings- lega, og var auðheyrt, að hún hugðist ekki láta undan síga fyrir Prowse. „Við erum því ekki í bráðri hættu eins og stendur". Að svo mæltu seildist hún ofan i kassann, þar sem hún geymdi það sem eftir var af neyðarskammtinum úr flugvélinni, og dró upp úr honum lítinn pappastokk með súkkulaðiplöt- um. Upphaflega höfðu plöturnar ver- ið tuttugu og fjórar, en nú var tutt- ugu og ein eftir, þvi að þrjár höfðu þau etið daginn eftir að flugvélin nauðlenti. Alison rétti þeim eina plötu hverjum um sig, fletti síðan silfur- pappirnum utan af sinni plötu og fékk sér bita. Þetta endist okkur ekki lengi til matarbætis, hugsaði Dahl og fór eins að. Eins var um þær fáu dósir með niðursoðnu fleski, smjöri og rifjabit- um, sem enn voru eftir að neyðar- brigðunum; sá forði mundi ekki duga þeim lengi, ef ekki reyndist unnt að ráðta bót á feitarskortinum á ann- an hátt. Þegar hann hfjfði snætt súkkulaðið, brá hann sér í loðklæð- in góðu og tók riffilinn sér' í hönd. „Nú er veiðimaðurinn okkaf í víga- ham“, sagði Greatorex gamli von- glaður. „Ef Þú felldir nú hreindýr .. .“. „Feitan hreintarf “, bætti Prowse við. Alison laut höfði og varir hennar bærðust, eins og i bæn. Þegar hún fann augu Dahls hvíla á sér, leit hún upp, augu þeirra mættust brot úr andrá, en svo leit hún undan, og Dahl, sem minntist orða Greatorex gamla, beit á vörina. Síðan hvarf hann út um dyrnar. . . .út á hjarnið. ... ÞAÐ var þvi líkast, sem eitthvert ó-’ skiljanlegt hugboð hefði ráðið því, að' hann greip riffilinn og hélt á veiðar i þetta skiptið, því að hann hafði ekki gengið nema i stundarfjórðung, þegar hann kom á hreindýraslóðir, ekki eft- ir fáein dýr, heldur stóra hjörð. Slóð- irnar lágu utan af vatninu; hann nam staðar og hlustaði áður en hann þorði að hreyfa sig. Þau geta ekki verið mjög langt undan, hugsaði hann — en þau voru þó það langt undan, að hann hvorki sá né heyrði til ferða þeirra. Hann lagði af stað og rakti slóðina. Eflaust mundi Alison kalla það bæn- heyrslu, ef honum tækist að fella hreindýr í þessari ferð, og hann mátti ekki valda henni vonbrigðum. Slóðin var ekki vandrakin, hún var eins greinileg og ruddur vegur. Hann rakti slóðina í .fullar tvær klukkustundir. Þótt hann væri nú far- inn að venjast því að ganga á snjó- þrúgum, fann hann fljótt til Þreytu og stirðleika, einkum í fótleggjum og mjöðmum. Nú var komið nokkuð fram yfir hádegið og sól tekin að lækka á lofti, þótt birtu væri ekki brugðið. Frost var ekki ýkja mikið, en fyrir feitiskortinn var Dahl kulvisari en ella, og einnig úthaldsminni. Honum varð hugsað til hlýjunnar heima í kofanum, og hann fann til sultar, enda hafði hann ekki bragðað neitt síðan snemma um morguninn. En hann minntist bænar Alison og lét hvorki þreytuna né hungrið á sig fá. Hálftíma enn, hugsaði hann. Lengra mátti hann þó ekki fara, ætti hann að ná heim áður en myrkt var orðið af nótt og frostið jókst. Hann rakti slóðina Um þétt kjarr, siðan tók við skóglaust sléttlendi. Þar stóð hreindýrahjörðin, á að gizka í tvö hundruð metra fjarlægð, önnum kafin við að krafsa upp snjóinn í leit að mosa. Dahl snarstanzaði. Viðbrögð hans voru öldungis eins og þegar hann komst í tæri við hrein- tarfana tvo — hann fór að titra og skjálfa. Hann var sér þess alltof sterkt meðvitandi, að þarna var um að ræða matarbirgðir, sem mundu endast þeim allan veturinn og meir en það. Nóg kjöt....nóg feiti....og hversu hepp- inn sem hann yrði, mundi honum þó ekki takast að afla nema lítils hluta af öllum þessum mat. Hann herti takið á rifflinum, sem skalf í höndum hans. Smám saman tókst honum að sigrast á veiðiskjálft- anum. Hægur vindur stóð í áttina af hreindýrunum, sem ekki höfðu enn orðið hans vör. Svo hóf hann riffil- inn I mið. Þegar hann var í þann veginn að ná stöðvun á hann, sá hann þess merki, að hreindýrin höfðu feng- ið einhvern grun um hættuna. Þau lyftu hausnum, störðu og imusuðu, og allt í einu lagði stærsti tarfurinn af stað og samstundis kom hreyfing á alla hjörðina. Nú eða aldrei.... Dahl hélt niðri i sér andanum, lagð- ist á annað hnéð, skaut, en hæfði ekki, skaut aftur.... Um leið var hjörðin komin inn í kjarrið handan sléttunnar og úr aug- sýn. Dahl hélt á eftir þeim, eins hratt og hann komst á snjóskónum, enda þótt hann vissi, að leiknum hlyti að vera lokið. En þá veitti hann því athygli, að blóðrák var í slóðinni. „FJANDINN hafi, ef ekki er kom- ið niðamyrkur", varð Prowse að orði. Hann stóð frammi við dyrnar, laut að hurðinni og starði út um rúðuna. Honum var, eins og Alison, farið að lengja eftir því að Dahl kæmi aft- hur úr veiðiförinni. „Hann sálast úr " hungri", sagði hún með áhyggju- hreim. „Han bragðaði ekki neitt áð- ur en hann fór". „Lincoln er óhætt", mælti Surrey. „Það fara ekki allir í fötin hans". Hann sagði þetta með annarlegri kát- ínu; vildi leyna þau hin þvi, að hann væri tekinn að óttast um félaga þeirra. Greatorex gamli gekk yfir þvert gólfið, fram og aftur, tvö skref veggja á milli, og það brakaði og marraði í gólfbjálkunum í hvert skipti, sem hann steig fæti niður. „1 hamingju bænum... .hættu þessu bölvuðu rápi", varð Prowse að orði, án þess að líta um öxl. „Maður er að drepast úr kulda", maldaði Greatorex í móinn, en stað- næmdist og brakið hljóðnaði. Bjarm- inn frá eldinum lék um hann frá barmi niður á ökkla, en skugga bar á skeggjað andlitið, svo einungis út- línur formsins urðu greindar, rétt eins og myndhöggvari hefði hlaupizt frá hálfunnu verki, Hann neri saman höndunum I sífellu. „Ég vildi að ég vissi, hvað tefur hann", tautaði hann í sífellu. „Það er bara komið þreifandi myrk- ur“, mælti Prowse enn. Þó var ekki ýkja framorðið enn, klukkan ekki sjö, en sólin var geng- in undir fyrir fullum þremur klukku- stundum. Frostið og kuldinn jókst stöðugt eftir sólarlagið, og loks var ekki sæmilega hlýtt nema maður stæði rétt hjá eldinum. Loks tók Grea- torex gamli að berja sér. „Það skyldí Þó ekki...." tautaði hann, en þagnaðí við, eins og hann þyrði ekki að segja meira. Það hefur ekkert komið fyrir hann, endurtók Alison í huganum, og reyndi að verjast ásókn kvíðans. Eiginlega var það fyrst nú, að hún gerði sér það fyllilega ljóst, hve mikilvægt það var, ekki aðeins fyrir hana, heldur þau öll, ekkert kæmi fyrir Lincoln. Það var ekki laust við að henni kæmi Það á óvart að sjá, hve mjög tilvera þeirra allra byggðist á honum einum Varir hennar bærðust í hljóðri bæn. Guð minn almáttugur, gefðu að ekk- ert hafi komið fyrir hann. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.