Vikan


Vikan - 18.10.1962, Síða 20

Vikan - 18.10.1962, Síða 20
Halldór Kiljan Laxness: myndbrotamaður, upp- reisnarseggur, brautryðj- andi í bókmenntum, verð- , launahafi, frægastur Is- lendinga lífs og liðinna. Ekki eins og önnur böm. Áhyggjuefni foreldranna. Letingi til vinnu. Las allt milli himins og jarðar. Þaulsætinn með penna. Skipti snöggt frá ofsagleði til örvæntingar. Fundur við Guð um nótt. I. NAFN OG DRAUMAR. Halldór Guðjónsson er ekki skáldlegt nafn. Það ber keim af striti íslenzks alþýðu- fólks, beygðu fólki, sem ekki brotnaði, en barðist áfram hokið, en upprétt samt, gaf þjóðinni þann kjark, sem hún býr yfir, horfði háleitt mót sólu, háði sitt strið við harðvítuga náttúru en dreymdi mikla drauma um nýjan himin og nýja jörð. En nafn skiptir ekki máli. Eins og Ljósvíkingurinn tók upp nýtt nafn í eymd sinrii, tók Halldór Guðjónsson sér annað nafn öllu skáldlegra og í samræmi við drauma sína ungur maður: Haildór María Kiljan Laxness. Minna mátti ekki gagn gera. Mariunafninu sleppti hann þegar hann var búinn að brjótast gegnum margs konar s'innishvörf og losa af sér andlega fjötra, sem hann hafði sjálfur reirt sig í, önnum kafinn árum saman, tvílráður og kvíðinn, en í þrotlausri leit að sannleika, sem hann aldrei fann og hefur enn ekki fundið. Halldór Guðjónsson varð undir nýju nafni heimsfrægt skáld og rithöfundur, myndbrotamaður heima fyrir, uppreisnarseggur og brautryðjandi í bókmenntum, verðlaunahafi, frægastur allra Islendinga lífs og liðinna. Hverriig skapaðist hann? Hver var gerð hans? Hvers vegna vann hann fullnaðar- sigur, ef hægt er að segja, að nokkur maður vinni nokkurn tíma slíkan sigur? Fyr- ir augum heimsins hefur hann unnið fullnaðarsigur. En sjálfum finnst honum það ekki. Hann er enn óttasleginn, í viðstöðulausri leit að því, sem hann leitaði að í æsku — og alltaf óviss. Hann situr við streymandi læk, vatnið glitrar á svörtum ste'inum og sólin minnist við langt og mjótt andlit hans. Hann grípur í strenginn, sýnist hafa silfursáld í lófa, en það rennur úr silkilófanum, sem aldrei hefur snert reku eða pál — og ekkert er eftir. Þrátt fyrir alla lífsreynsluna, kynni við andans menn margra þjóðlanda, snertingu við eymd og volæði ótal borga, situr hann enn

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.