Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 24
Meistarinn Greco.
Til að rifja upp nýleg kynni af
spænska dansaranum José Greco,
sem var hér á ferS í ágústmánuði
síðastliðnum eins og menn muna og
sýndi Reykvíkingum listir sínar og
sinna manna, birtum við þessa
bráðskemmtilegu mynd af meist-
aranum í essinu sínu.
The Key Brothers.
Claudia Cardinale.
Claudia Cardinale, heitir þessi kornunga
og fallega leikkona, sem er frönsk að þjóð-
erni eins og nafn hennar ber greinilega með
sér. Það er auðvitað óþarfi að geta þess að
hún vekur öfund kvenna og ástleitni karl-
manna .. .
Heiðursmennirnir hér á myndinni kalla sig The Key Broth-
ers, og eru frá Osló, nánar til tekið frá Keyserlökka og draga
nafn sitt af því. Þeir heita Lasse Hovd, Jan Hörtun og Tor Myr-
seth og hófu feril sinn sem munnhörputríó, en smám saman tóku
þeir að leggja meira og meira upp úr söngnum og urðu því von
bráðar fremur söngtríó. Þeir byrjuðu á því að koma fram á
skólaskemmtunum, færðust síðan sífellt meira í fang og urðu
fyrr en varði frægar hljómplötustjörnur.
Alkunnur ökuþór.
Stórstjarna?
Móna-Lísa nútímans.
Ökuþórinn á þessu undarlega farartæki er enginn annar
en sjálfur Alfred Hitchcoek, leikstjórinn heimsfrægi, sem
kunnastur er fyrir sínar miklu og mögnuðu hrollvekjur.
Hann hefur komið hjörtum margra til að slá örar og fram-
kallað ótta og undrun í augum milljónanna. Hér er meistari
Hitchcock staddur á ítalíu, einhvers staðar í nánd við
Milanó ...
Þessi sæta stúlka hér á myndinni
heitir Danielle Gaubert og er aðeins
tuttugu og eins árs gömul og frönsk
í þokkabót. Hún hefur litillega leik-
ið í kvikmyndum, en hver veit nema
hún eigi eftir að leika í fleiri mynd-
um og verða — ja, við skulum segja
ein af stórstjörnum framtíðarinnar.
Stúlkan með þetta fagra andlit, sem óneitan-
lega minnir á hina undurfögru mynd af Mónu
Lisu, heitir Dany Robin. Hún er í raun réttri
frönsk að þjóðerni, en ryður sér nú braut í kvik-
myndaheiminum brezka og leikur í fyrsta sinn
í kvikmyndinni „The Waltz of the Toreadors"
með Margaret Leighton og Peter Sellers í aðal-
hlutverkum. Máski eigum við öll eftir að sjá
þetta fallega Mónu-Lísu andlit á tjaldi einhvers
kvikmyndahúss okkar áður en langt um líður ...
Sigursæl söngstjarna.
Mina heitir ein vinsælasta dægurlaga-
söngstjarna ítalíu um þessar mundir. Og
það er ekki nóg með að Mina þessi, sem
er aðeins tuttugu og eins árs gömul, hafi
lagt alla ítalíu að fótum sér með sínum
Framhald á bls. 31.