Vikan


Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 25

Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 25
SVAVAfi GESTS SKRIFAR UM Það er æði margt, sem veldur unga fólk- inu áhyggjum engu síður en þeim, sem eldri eru að árum og lífsreynslu. Til marks um það er eftirfarandi taréf, sem 17 ára gömul erlend stúlka ritaði víðlesnu talaði í heima- landi sínu. Bréf ungu stúlkunnar hljóðaði svo í íslenzkri þýðingu: „Hvers vegna í ósköpunum virðist svo sem hverri þeirri ungu stúlku, sem boðið er út af ungum herra, beri skylda til að þakka fyrir sig með kossi og faðmlögum? Það nær hreint engri átt, að ungur maður, sem býður stúlku út með sér, ætlast til þess, að stúlkan, sem hann þekkir oft á tíðum næsta lítið, vefji hann örmum og smelli á hann heitum kossi í þakklætisskyni fyrir velheppnaða kvöldstund. Ég veit vel, að flestar stúlkur leggja lítið upp úr kossum, meina ekkert með þeim og hætta sjaldan á það að verða kannski af ein- lægum aðdáanda af þeirri ástæðu, að þær tímdu ekki að gefa honum koss, — þetta er þð að mínu viti hin mesta fjarstæða og vitleysa og alltof mikil fórn að gera svo dá- samlegan og þýðingarmikinn verknað og kossinn að tókni þess að manni sé hreint ekki sem verst við þann, er hann hlýtur, en meini bara ekkert framyfir það. Slíkur skilningur af stúlknanna hálfu á eðli og mikilvægi koss- ins, getur líka valdið miklum vandræðum og orðið til þess að hlutaðeigandi piltar, sem kannski er einhver alvara með kossum sín- um, verði fyrir miklum og þungbærum von- brigðum, er þeir komast að því, hvernig í málinu liggur. Flestar stúlkur vita vel eða ættu að minnsta kosti að vita það, að þegar „almennilegur“ ungur maður, er á höttunum eftir stúlku, sem hann hefur hug á að gera að eiginkonu sinni, svo framarlega sem honum geðjast að henni, þá væntir hann sér alls annars en einhvers „moðvolgs mömmukoss", sem auk þess er vita meiningarlaus. Með öðrum orðum: Það, sem ég er að reyna að segja er einfaldlega það, að þegar kossinn er orðinn nokkuð, sem maður gefur næstum því hverjum, sem vera skal við öll möguleg tækifæri, þá hefur hann glatað sínu upp- runalega gildi og sú tilfinning, sem hann þá tjáir, verður ekkert annað en það, sem menn geta alveg eins látið í ljós með handtakinu einu saman. Auðvitað getur handtakið þýtt margt og merkilegt, en það má aldrei eiga sér stað að kossinn verði lagður til jafns við það, eins og nú virðist stefnt að. Ég er aðeins sautján ára og þekki því miður ekki eins til lífsins og skyldi, og þú, lesandi góður, sem þessar línur lest, hristir kannski bara höfuðið og hlærð að þessu skrifi mínu. Það gerðu líka þeir vina minna, sem ég leyfði að lesa þetta bréf áður en ég sendi það til blaðsins, þeir hlógu hátt en bættu síðan við dálítið hugsandi: Jú, það er nú kannski nokkuð til í þessu. Mín skoðun á þessum málum er alltof sjaldgæf, — því miður. Það veit ég af eig- in raun. Ykkar Sísí. Þannig var bréf ungu stúlkunnar og naum- ast verður annað sagt en að hún hafi ákveðn- ar skoðanir í þessum efnum. Hvert er svo ykkar álit, lesendur góðir? ★ Gamla myndin Vorið 1944 færði flokkur sá, sem er á þessari mynd, upp „músikkabarett" eftir strangar æfingar allan veturinn. Líklega hefur þetta verið fyrsta tilraunin í þessa átt hér á landi. Sýningar voru í Reykjavík, Hafnarfirði og Selfossi. Þeir, sem stóðu fyrir þessari kabaretthugmynd voru með- limir hljómsveitarinnar á Hótel Birninum í Hafnarfirði og fengu þeir í lið með sér menn úr hljómsveit Góðtemplarahússins í Hafnarfirði og þrjár hafnfirskar blómarósir, sem mynduðu söng- tríó. Á myndinni eru f. v. Henni Rasmus, píanó (hann starfar ekki lengur við hljóðfæraleik), Adolf Theódórsson, altó-sax og harmonika (hann starfar ekki lengur við hljóðfæraleik), Magnús Randrup, harmonika, (er hljómsveitarstjóri í Silfurtunglinu), Elín Frímannsdóttir, María Þor- valdsdóttir og Unnur Ágústsdóttir, Jónatan Ólafsson, gítar, (Jónatan var annars píanóleikari og hljómsveitarstjóri í Gúttó í Hf. hann hefur lítið leikið með danshljómsveitum undanfarin ár). Gunnar Jónsson, trommur (Gunnar hefur af og til leikið fyrir dansi síðari árin) og Þórhallur Stefánsson, bassi (Þórhallur hefur í mörg ár leikið á trommur í Ingólfscafé). Nýjar hljómplötur Frank Ifield: I remember you og I listen to my heart. I remember you er gamalt, skemmtilegt lag, sem hér er á ferðinni í nýstárlegri útsetningu. Frank Ifield syngur lagið á sérstaklega skemmtilegan máta, það bregður fyrir keim af „kúrekasöng“ í rödd hans og á einstaka tónum „jóðlar“ hann, skemmtileg tilbreyting á dægurlagaplötu. Síðara lagið, sem er eftir söngvarann, bæði lag og Ijóð er engu að síður skemmtilegt og einnig mjög vel sungið, þó að reyndar sé það fyrra lagið sem gert hefur plötuna eftirsótta og vakið athygli á þessum lítt þekkta ensk- ástralska söngvara. Ein bezta dægurlagaplatan, sem hingað hefur borizt í langan tíma. Columbia hljómplata, sem fæst í Fálkanum, Laugav. 24. Úr jazzheiminum Count Basie hljómsveitin hefur nýlega lokið við mánaðar hljómleikaferð um Svíþjóð — Georg Shearing ætlar að breyta alveg um stíl í hinum fræga kvartett sínum, þar sem framlínan hefur verið víbrafónn og gítar (að viðbættum bassa, trommum og píanói). Hann mun líklega segja skilið við víbrafón og gítar og fá sér trompett og trombónleikara. — Gítaristinn Barney Kessel hefur nýlega leikið tólf lög í rokkstíl inn á plötu hjá Reprise, hljómplötufyrirtækinu, sem Frank Sinatra á. — Píanistinn og víbrafónleikarinn Eddie Costa fórst í bílslysi í New York fyrir nokkru. Hann var einn fremsti „moderne“ jazzleikari USA. — Ella Fitzger- ald og Oscar Petersen tríóið fer í hljómleikaferð til Evrópu Frainhald á bls. 31. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.