Vikan


Vikan - 18.10.1962, Síða 27

Vikan - 18.10.1962, Síða 27
Dauði í dulargervi. Framhald af bls. 11. maður og götulögreglumaður. „Halló, læknir“, sagði lögreglu- maðurinn alvarlegur. „Það lítur út fyrir, að þér fáið meira en yðar venjulega skammt af drukknum ökumönnum í þetta sinn“. Bond lög- regluþjónn var aðalóvinur drukk- inna ökumanna. Sonur hans hafði slasazt af völdum eins slíks. Sullivan læknir gekk að sjúkling- unum. Hann laut yfir þá og lyktaði. Svo sagði hann hægt: „Þetta fólk er ekki drulckið, það er yeikt, lögreglu- þjónn". Bond hvessti á hann augun. „Heyrið mig nú, læknir", sagði hann rólega. „Ég ber auðvitað mikla virð- ingu fyrir þekkingu yðar, en þessi maður ók eins og drukkinn maður. Ég ákæri hann fyrir það“. „Og ég legg þau inn á einangrun- ardeildina — vegna virus X“, sagði læknirinn ákveðinn. Lögregluþjónninn varð vandræða- legur. „Ég hef heyrt einhvern ávæn- ing. Hvað er um að vera, læknir? Hvað er virus X?“ „Ef við vissum það, gætum við losað níutíu og fjögur rúm“. „Aðeins níutíu, læknir", sagði hjúkrunarkonan. „Fjórir hafa lát- izt frá því um miðnætti". Bond lögreglumaður stakk blí- antinum bak við hægra eyrað. „Bið yður afsökunar, læknir", sagði hann. Sullivan læknir skoðaði sjúkling- ana og fyrirskipaði sömu meðferð og áður. Aftur lagði hann af stað út í eld- húsið í kaffileit, en í þetta sinn var það forvitni út .af Ijósi frá rann- sóknarstofunni, sem tafði hann. Hann gat fundið, hve þvingað and- rúmsloftið var um leið og hann kom inn. Fincannon læknir var niður- sokkinn í lækningabók, Wittaker læknir blaðaði ákafur í spjald skránni, og Skinner læknir merkti við ýmsa staði í Norður Florida á stóru korti. Þeir voru allir rauð- eygðir og órakaðir. Kook Hwai Lee læknir var róleg- ur og kurteis eins og alltaf, hann stóð upp os hneigði sig lauslega. „Góðan daginn. Sullivan læknir, herra minn“, sagði hann. „Við verð- um að vinna í alla nótt. Við lokum mörgum röngum hliðargötum, en samt finnum við ekki réttu leiðina". „Setztu. Dennis“, sagði Fincann- on vingjarnlesa, en þreytulega. „Við erum búnir að fara yfir nærri fimm- tíu tilfelli af virus X. en höfum ekki komizt að neinni niðurstöðu". Lee læknir sagði glaðlega. „Nú vitum við betur hvað virus X er ekki, en enn vitum við ekki hvað hann er“. Skinner læknir hristi höfuðið. „Aldrei skuluð þér tala við blaða- mann, Lee“, sagði hann. „Ég sé fyrir mér fvrirsagnirnar — þeir vita hvað það ekki er, en þeir vita ekki hvað það er!“ „Lee læknir meinar", sagði Fin- cannon með þolinmæði, „að við höf- um útilokað margar tilgátur. Það eru ótal sjúkdómar, sem við höfum látið okkur detta í hug, mjög marg- ir, Dennis". Sullivan læknir reis á fætur og gekk hægt að borðinu, þar sem margar og fullkomnar smásjár stóðu í röð. „Hvað sjáið þér þarna, Lee lækn- ir?“ spurði hann um leið og hann leit í eina þeirra. „Ég sé ýmislegt. Þessi veiki hag- ar sér mjög svipað hjá öllum. Rauðu blóðkornin eyðast og blóðleysi fylgir. Magakvalir og taugaveiklun, svefnleysi, taugabólgur. Nýrun sýkj- ast og svo koma krampar og lam- anir“. Skinner læknir sagði: „Það verð- ur að kalla saman borgarstjórnina og heilbrigðisyfirvöldin. Það er eng- inn efi á því, að þetta er farsótt. „Nei, svo langt tel ég ekki rétt að ganga“, sagði Sullivan læknir á- kafur. „Við getum talað við heil- brigðisyfirvöldin — en að fara að kalla saman allsherjarfund á þessu stigi málsins, nei, það nær engri átt!“ Fincannon læknir spurði: „Eruð þér að hugsa um áhrifin á almenn- ing, læknir?" „Það er margt, sem kemur þarna til greina“, sagði Sullivan. „Við munum allir ástandið, sem skapaðist hér, þegar fregnirnar um Asíu-in- flúenzuna komu í forsíðufréttum dagblaðanna. Allir móðursýkissjúkl- ingar borgarinnar komu hlaupandi hingað. Það er of fullt hér núna af dauðveiku fólki, þó að það bætist ekki við“. Fincannon sagði róandi: „Við er- um allir þreyttir og ergilegir. Það er mjög skiljanlegt. Ég held, að það væri rétt, að við reyndum allir að fara að sofa. Við hittumst aftur — segjum um hádegisbilið — í skrif- stofu minni“. Þeir fóru sitt í hverja áttina, en enginn þeirra fór -að sofa. Sullivan komst loks til að ná í kaffið og tók það með sér til Bette í einangrunar- deildina. „Hvernig hefur Linda það?“ spurði hann. „Hún er mikið veik, Dennis", sagði hún alvarlega. En svo reyndi hún að sýnast glaðleg og bætti við. „Við Linda röbbuðum heilmikið saman. Ég hefði gaman af að vita, hver hún er, þessi Lucy, sem þú ætlar að ann- ast“. Læknirinn leit á klukkuna. Ég skýri það út fyrir þér seinna. Hye- nær geturðu losnað úr þessum eymdardal?" „Bráðum“. sagði Bette. „Morgun- vaktin byrjar klukkan sex“. „Hittu mig á eftir f biðstofunni. Við skulum fara í ferðalag upp í sveit“. inum hjá Mandarin, frá diskunum hennar og hundinum. „Þangað vil ég gjarnan fara“, sagði lögregluþjónninn. „Ég á frí á morgun, og það er ágæt veiðiá þarna nálægt, sem ég gæti samið um leigu á við Ed Hodges“. „Ég er yður ákaflega þakklátur", sagði læknirinn. Lögregluþjónninn brosti. „Við skrifum það bara sem innborgun á það, sem þér gerðuð fyrir Jimmy“. Brátt sátu þau öll þrjú í framsæt- inu á lögreglubílnum á leið út úr borginni. Þau óku gegnum skógi vaxið land og komu loks að lítilli benzínstöð. Ed Hodges kom út í olíuslettóttum vinnufötum og heilsaði þeim glað- lega. „Ég bjóst við því, að þú færir að koma, Jim“, sagði hann við lög- regluþjóninn. „Fiskurinn hleypur upp um alla á. Á ég ekki að fylla bílinn?“ Lögregluþjónninn leit á benzín- mælinn og svaraði. „Það væri ágætt. Þú getur um leið skrifað mig fyrir bát á morgun, Ed“. Ed Hodges fyllti tankinn og sagði: „Hvað segirðu um svolitla gjöf handa konunni, Jim? Það eru kjara- lcaup í þessum diskum. Með hverj- um fimm gallon af benzíni færðu matardisk, salatdisk, bolla og undir- skál. Mjög snoturt, gullkantað. Kostar aðeins þrjátíu og fimm cent aukalega". „Það lízt mér vel á“, sagði Bond. „Láttu mig hafa eitt sett, Ed — en hvar er annars Prescott búgarður- inn?“ „Tvær mílur hér fyrir sunnan. Sandvegurinn til vinstri. Ed Hodges fór inn á stöðina og kom aftur með diskana. „Sé þig á morgun, Jim“, sagði hann. Þegar þau voru komin af stað, fékk lögreglubjónninn Bette disk- ana. „Það er bezt að þér eigið þá, frú Sullivan". sagði hann glottandi. Á Prescottbúgarðinum var ungur maður ber niður að mitti önnum kaf- inn við að færa kjúklingum í búr- um mat. Brúnn og hvítur hundur, með viðkvæm augu og glaðlegt skott hljóp með honum og hirti þá mola, sem duttu hjá honum. „Góðan daginn“, sagði Bond lög- reglumaður. „Ert þú hér í vinnu, drengur minn?“ Ungi maðurinn þurrkaði sér um hendurnar á buxnaskálmunum og kom að bílnum. „Ég er Les Mickler. Ég hljóp undir bagga hér, þegar Prescotthjónin veiktust. Ég er nábúi þeirra“. „Er þetta Lucy?“ spurði lögreglu- þjónninn og benti á hundinn. Les Mickler leit undrandi á hann. „Já, þetta er ágætur veiðihundur -— en hún hefur hræðilega matarlyst. Hún er óseðjandi“. „Við komum til þess að ná í disk- ana hennar Lindu“, sagði lögreglu- þjónninn. Les benti á húsið. „Dyrnar eru opnar. Herra Prescott skildi lyklana eftir hjá mér. Lögregluþjónninn fór á undan heim að húsinu. Bette og læknirinn fylgdu honum inn í eldhúsið. Það var lagt á borðið fyrir þrjá. Það glampaði á diskana á borðinu — „Fleiri diskar frá Ed Hodges", sagði lögregluþjónninn. Sullivan læknir starði á diskana. Þegar hann loks tók til máls, var rödd hans hrjúf. „Skyldi vera sími hér? Ég þarf að hringja á sjúkra- húsið — núna strax“. „Það er auðvelt“, sagði lögreglu- þjónninn. „Það er hægt að komast í samband við það í gegnum talstöð- ina í bílnum. Læknirinn tók minnstu diskana og bar þá varlega út í bílinn. „Ég hef náð sambandi. Við hvern viljið þér tala?“ „Fincannon lækni“, sagði Sullivan. „Eða Lee lækni, eða Wittaker. Hvern sem er af þeim“. Eftir stutta stund kom Whit- taker læknir í símann. „Al!“ kallaði Sullivan og virtizt mjög feginn. „Ég ætla ekki að fara út í nein smáatriði rlúna, en ég held að við séum að komast á spor virus X. Gerðu rannsóknarstofunni að- vart. Láttu Lee lækni taka ný blóð- sýnishom. Láttu fara fram nýja alls- herjar athugun, — en fljótt. Fylg- istu með?“ Whittaker læknir gat varla dulið Framhald á bls. 42. „Jæja“, sagði Bette. „Kemur Lucy kannski með okkur?“ „Ég vona, að Lucy bíði eftir okk- ur þar“. „Það væri ráðlegra fvrir hana, að vera ekki lióshærð. Ég gaeti sýnt henni i tvo heimana". Læknirinn þvoði sér og rakaði síg. hafði fataskipti og drakk t.vo bolla af svörtu kaffi. Við dymar á slvsa- stofunni rakst hann á Bond lög- reelumann. PHVAÐA ST7ERD ÞARFTTT? Númer á miöunvm . . 88 ko k? kk kfí 48 Baklened í cm . 40 41 42 42 42 42 Brióstvidd . 86 88 92 98 104 110 Mittisvídd . 64 66 70 78 84 90 Miaðmatidd . 92 96 100 108 114 120 Sídd á pilsi .... 70 í ölium stærðum 4- 5 cm í fald „Eru þeir búnir að setja yður á ugluvakt?“ spurði lögreglubiónninn. „Hvernig er það með vður siálf- an?" sagði Sullivan, „farið þér aldr- ei heim?“ Bond lögregluþjónn yptti öxlum. „Eg var að koma með einn viðskipta- mann enn til ykkar. Það er benzín- solumaður á stöð, sem hefur opið alla nóttina. Hann féll niður með- an hann var að fylla einn bílinn". Læknirinn varð aftur dapur. „Heyrið þér, læknir", sagði lög- regluþjónmnn, „þér eruð dauð- þreyttur. Ég er að hætta að vinna nuna, get ég ekki gert eitthvað fyrir yður? Ekið yður eitthvað?“ Læknirinn sagði honum í stuttu máli frá Lindu og kjúklingabúgarð- i' „ÍRIS“. I Sendið mér í pósti sniðna dragt, sam- ! kvæmt mvnd og lýsing:u í jiessu blaði. Sem I trvjí.uin^u fvrir skilvísri greiðslu sendi ée * hérmeð kr. 100— Stærð....... Litur ................... a S Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mór þá: I Nafn ..................... | Heimilisfane ............. ! Saumtillegg. Já □ Nei □ VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.