Vikan - 18.10.1962, Side 28
KANTER'S teg. 8287 með lausum hlírum
er hið rétta corselett fyrir samkvæmis-
kjóla, úr lenoteygju og blúndu, fleygið
í bakið.
Slankbelti eða brjóstahaldari er undir-
fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að
vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru
það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði
yðar, að nauðsynlegt er að velja þær
með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar
velþekktu KANTER‘S lífstykkjavörur
sem eíngöngu eru íramleiddar úr beztu
efnum, í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt
verið öruggar um að fá einmitt það sem
yður hentar bezt frá
II
* _
4
’bUpnar0
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
Hrútsyyierkiö (21. marz—20. april): Þú skalt fara
að öllu með gát í öllum hjartans málum í vikunni,
einkum ef þér finnst gert á þinn hlut. Hugsaðu
málið vel áður en þú tekur nokkra ákvörðun.
Kona, sem þú þekkir ekki nema lítils háttar, kem-
ur mikið við sögu þína í vikunni, og munt þú hljóta ýmis-
legt gott af henni. Heillatala 7.
Nautsmerkiö (21. april—21 maí): Þetta verður
fremur tilbreytingalítil vika, einkum þó fyrir
kvenþjóðina. Þó eru líkur á því að mánudagurinn
verði alger undantekning frá þessu. Vertu ekki að
reyna að sýnast meiri en þú ert, sízt af öllu á
vinnustað. Þú munt sannreyna eitthvað, sem þú slóst fram
í gamni í vikunni, sem leið.
TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júni): Þetta verður
sérstaklega ánægjuleg vika, einkum fyfir ungu
kynslóðina. Líklegt er að helgin verði mjög frá-
brugðin því, sem til þessa hefur verið, og er sú
breyting í langflestum tilfellum til batnaðar.
Þú hefur einhver áform á prjónunum varðandi breytingu
á högum þinum, en líklega fara þau út um þúfur.
Krabbamerkið 22. júní—23. júlí): Þessi vika verð-
ur mjög svipuð sömu viku frá því í fyrra. Þú
munt lenda í einhverju ævintýri, líklega á föstu-
dag eða laugardag, og verður það ævintýri til
þess að þú tekur ákvörðun, sem þú bjóst ekki
við að taka fyrr en eftir nokkrar vikur. Þú lest eitthvað,
sem hefur talsverð áhrif á gerðir þínar.
Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Kona, sem
hefur reynzt þér mjög vel, sýnir enn, að í henni
áttu góðan vin. Þú skalt varast allt óhóf um
helgina, einkum hvað snertir mat og drykk. Þú
ert ekki alveg með hreina samvizku hvað snertir
eitthvað, sem þú sagðir ástvini þínum, og skaltu segja allan
sannleikann undir eins
Meyjarmerkið (24. ágúst—23. sept.): Farðu að
ráðum vinar þíns i máli, sem snertir framtíð
þína.Það er eins og undanfarið hafi einhver þver-
móðska mótað gerðir þínar, og það er engu líkara
en þú þverskallist við að gera það, sem þínir beztu
vinir ráðleggja þér. Þú verður að hætta þessu undir eins.
Heillatala 8, heillalitur blátt.
Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Þú og einn
bezti vinur þinn hafið verið að ráðgera, hvort þið
ættuð að leggja út i fyrirtæki, sem ’ er dálítið
varasamt. Stjörnurnar ráðleggja ykkur eindregið
að hætta ekki við þetta, en þessi vika er alls ekki
sú rétta til að láta til skarar skríða. Þú færð að sýna einn
hæfileika þinn svo um munar, líklega um helgina. Gæti
það orðið til að afla þér fjár.
Drekumerkið (24. okt.—22. nóv.): Þú ferð ekki
að ráðum félaga þinna og lendir því í Ijótu
klandri, sem þú getur engan vegin ráðið við upp
á eigin spýtur. Þú verður að leita hjálpar ein-
hvers, og þótt einkennilegt megi virðast, mun
sú hjálp koma úr óvæntustu átt. Þú ert dálítið lausmáll
þessa dagana. Heillatala 6.
Bogmannsmerkiö (23. nóv,—21. des.): Talan 4
skiptir þig talsvert miklu í vikunni. Líklega verð-
ur miðvikudagurinn afdrifaríkur dagur í lífi þinu.
Þann dag getur þú tekið ákvörðun, sem skipta
mun framtíð þína miklu. Þú ferð út að skemmta
þér ’um helgina og rekst þá á gamlan kunningja, sem þér
er einhvern veginn ekkert um að hitta.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Sennilegt er
að þessi vika verði heldur leiðinleg, ef þú lætur
ekki hendur standa fram úr ermum. Það er vinn-
an, sem veitir þér hvað mesta fullnægju í þessari
viku, þess vegna skaltu reyna að afkasta eins
miklu og þér er unnt, og getur það orðið til þess að þér
gefist frekari frístundir í næstu vikum.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. febr.): Illur orð-
rómur getur orðið til þess að særa þig talsvert í
vikunni en láttu hann ekki á þig fá. Þetta eru
ósannindi, og þeir, sem þekkja þig og þykir vænt
vænt um þig, trúa hvort eð er ekki þessari sögu.
Líklega verður sunnudagurinn allt öðruvisi en þú hafðir
gert ráð fyrir. Heillatala 11.
Fiskamerkiö (20. febr.—20. marz); Þú ferð að
heiman um helgina og hittir þá persónu, sem á
eftir að hafa talsverð áhrif á gerðir þínar næstu
daga. Verður sú persóna til Þess, að áform Þín,
sem þú hafðir á prjónunum í vikunni sem leið,
breytast og það mjög til batnaðar. Laugardagurinn býður
upp á mörg óvænt atvik.
28 VIKAN