Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 30
Jfofimvn’s barnapúður
notið JONSON‘S barnapúður eftir liverl bað og alltaf þegar
skipt er um bleyju.
^Ámxyn’s barnavörur
Barnapúður, Olía,
Lotion, Shampoo,
Sápa, Eyrnapinnar,
Bleyjur, Þvottaefni.
II eildsölubirgðir:
FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F.
Laugavegi 178. — Simi 36620.
tóku síðan höndum saman og ætl-
uðu að finna þetta, sem glettast var
við þá, en allt í einu ætlar kýrin að
verða óhemjandi niðri og vildu þeir
þá ekki bíða lengur og hélt bóndi
síðan af stað, illa ánægður með að
geta ekki komizt fyrir orsökina, hvar
fyrir hann hefði orðið fyrir þessu;
hann vissi ekki nökkrum manni væri
í kala við sig og eirði því mjög illa.
Um vorið, áður en þetta skeði,
voru hjónin bæði á stekk með börn-
unum. Stekkurinn stendur nærri
djúpri tjörn. Börnin tóku til að
henda steinum í tjörnina. Segir þá
faðir þeirra þeim að hætta því og
segir þeim, að þau kunni að detta
í hana og gjörir sig myndugan. Móð-
ir þeirra segir þá það sé óþarfi að
[banna] börnunum þetta, þau gjöri
það að gamni sínu. Nokkru eftir
þetta dreymir konuna, að henni þyk-
ir koma til sín stórvaxin kona og
tala til sín heldur stuttaralega á
þessa leið: „Illa fórst þér að mæla
upp í börnunum þínum að skemma
veiðina í tjörninni með því að kasta
grjóti í hana, því að það var veiði-
vatn mitt, á hverju ég lifði með mína
fjölskyldu og mun ég launa þér það
þó seinna verði“.
Einu sinni sáu börnin um hábjart-
an dag fullorðinn kvenmann og
unglingsstúlku, sem stefndu til
fjalls og héldu menn spurnum fyrir,
hvert nokkur hefði verið á ferð, en
það var ekki. — Bóndinn hafði í
seli á Núpi næsta ár, fékk svo jarða-
skipti og hefur ekki á neinu borið
síðan. ★
Dýrkeyptur sálarfriður.
Framhald af bls. 8.
um vanskapnaðarfæðingum fjölgað
gífurlega. í Vestur-Þýzkalandi eru
þau talin vera 5000, sum blöð þykj-
ast þó hafa heimildir fyrir miklu
hærri tölum. Það var læknir í Ham-
borg, dr. Lenz, sem fyrstur kom
auga á samhengið milli lyfsins og
hinnar miklu fjölgunar vanskapn-
inga í móðurlífi. Nærfellt önnur
hvor kona, sem neytti lyfsins á
fyrstu 2—3 mánuðum meðgöngutím-
ans, fæddi vanskapning. Framleið-
andinn dró lyfið til baka þegar í
stað, er þetta varð uppskátt, ásamt
50 öðrum lyfjum, sem blönduð voru
hinu skaðvænlega efni (thalidomid).
En eftir sitja 5000 mæður í sorg og
vanda, sem valda mun svefnleysi
margra nátta.
Þessi atburður vekur fólk til um-
hugsunar um það, að þörf sé auk-
innar varúðar bæði í framleiðslu,
dreifingu og neyzlu læknislyfja.
Skrúðmálgar auglýsingar mega ekki
ráða jafnmiklu þar um og nú er, en
einkum er það háskalegt, ef almenn-
ingi er ráðlagt að ganga framhjá
lækni sínum og kaupa sér á eigin
30 VIKAN
spýtur lyf við sjúkdómum, „sem
óþægilegt er að hafa orð á“. Það
væri í raun og veru að trúa aug-
lýsingahöfundinum fyrir heilsu
sinni.
Bak við æsifregnir stórblaðanna
og sjálfsásakanir örvilnaðra mæðra
er unnið að því að skýra orsaka-
samhengið milli lyfsins og van-
skapnaðarins. Sú rannsókn tekur ef-
laust langan tíma og margt óvænt
kann að koma fram. Að mínu viti
einblína menn um of á hinn ytri
vanskapnað. Ef thalidomid megnar
að sundra vaxtarlögmálum fósturs
svo gersamlega, má þá ekki einnig
búast við vanskapnaði í innri bygg-
ingu, í taugakerfi og heila? Truflun
vaxtarlögmálanna, sem hið skaðlega
efni veldur, gerist varla eingöngu í
þeim vefjum, sem armar og fætur
eiga að myndast úr, heldur mitt í
hinni margbreytilegu efnaskiptingu
og vaxtarþróun líkamans. Enn er
engin reynsla fengin um það, hvort
þau Contergan-börn, sem kunna að
lifa og vaxa upp, verða fullþrosk-
aðar vitsmunaverur eða fávitar. Úr
því verður ekki skorið með vissu,
fyrr en börnin eldast. En ef það
skyldi sannast, að Contergan-svefn-
, - tl léMVilL. Ílrti
lyfið valdi ekki aðeins ytri vansköp-
un, heldur einnig þeirri innri rösk-
un, sem leiðir til fávitaháttar, þá
má með sterkum líkum gera ráð fyr-
ir því, að innri vanskapnaður eigi
sér stað án sýnilegrar ytri vöntun-
ar. Þá væri Contergan-slysið miklu
víðtækara en það virðist nú. Nýjar
þúsundir foreldra myndu þá sjá
fram á ævilanga óhamingju yfir
þroskavana börnum sínum.
Múnchen, 2. sept. 1962.
Matthías Jónasson.
Reimleikar á Núpi.
Framhald af bls. 12.
það væri óbrotið. Nú var farið að
gæta, hvernig því hefði orðið náð
úr skemmunni, sem var læst og lyk-
illinn vandlega geymdur hjá bónd-
anum. Sáu menn þá, að ein rúðan úr
glugganum var brotin, en stokkur-
inn, sem glasið var í, stóð svo nærri,
að maður hefði getað smeygt hand-
legg inn um gluggann og náð því.
Daginn eftir var allt flutt burt
nema kindumar. Þegar farið var að
leysa kýrnar, sem voru undir palli
í baðstofunni, virtist þeim, sem eitt-
hvað ríslaði uppi á loftinu. Þeir
Hvar er örkin hans Nóa?
Gngírú Yndisfríð
Síðast þegar dregið var hlaut
verðlaunin:
Jón Haukur Hákonarson
Hólmgarði 54, Rvík.
Nú er það örkin hans, Nóa, sem
ungfrú Yndisfríð hefur falið í
blaðinu. Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög erfitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gerðinni Nói.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á bls.
Sími