Vikan


Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 31

Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 31
Sigursæl söngstjarna. Framhald af bls. 24. fagra söngvaseiS, heldur hafa Spán- verjar, Portúgalar, Japanar og Suð- ur-Ameríkubúar sýnt þessari efni- legu söngkonu mikinn áhuga. Nýlega kom á markaðinn í Þýzka- landi plata með Minu, sem nefndist „Heisser Sand“ og vakti hún gífur- lega athygli og óhemju hrifningu og er því spáð af greinargóðum mönn- um, að það muni upphafið að land- vinningum Minu hér í álfu. Mina sló fyrst í gegn í ítölsku dægurlagakeppninni árið 1958 og hóf þá þegar að syngja á hljóm- leikum og í sjónvarpi. Þegar Mina söng inn á sína fyrstu plötu kallaði hún sig „Baby Gate“, en síðar lagði hún það niður og nefndi sig sínu rétta skírnarnafni og hefur fram á þennan dag látið það nsegja ... Það, sem einkennir söng Minu er fyrst og fremst hin sérkennilega fagðra rödd hennar, sem ekki er laust við að minni stundum á Catar- inu Valente, en er þó öllu mýkri og þýðari. Vonandi fáum við hér á landi að heyra eitthvað frá Minu innan skamms og væri sannarlega gaman að geta aflað sér frægðarplötunnar þýzku, „Heisser Sand“, sem kvað vera alveg einstaklega góð, í íslenzk- um hljómplötuverzlunum. ★ Úr jazzheiminum. Frairhald af bls. 25. í apríl n. k. Hvernig var það, hafði ekki einhver hér á landi lýst því yfir í blöðunum að Ella Fitzgerald væri á leið til íslands? Veri hún vel- komin, en hvenær? — Jazzsöngkon- an June Richmond, sem söng m. a. með hljómsveit Andy Kirk, Cab Calloway og Jimmy Dorsey lézt i Svíþjóð fyrir nokkrum vikum. — Nat King Cole söng nýlega inn á tólf laga plötu, þar sem George Shearing útsetti og stjórnaði hljóm- sveit, sem lék undir. Ein bezta Nat Cole platan í langan tíma. Komin úr Krossinum. Framhald af bls. 9. Börnin frá Laugarási voru komin í bæinn. Þau hafa verið í sumar- búðum Rauða Kross íslands í Laug- arási í Biskupstungum í sumar. Þar er það kallað að vera í „Krossinum.“ í því er engin slæm merking, heldur aðeins stytting. Og börnin una sér vel þar — en vitanlega er alltaf bezt heima. Allir á hættu, suður gefur. A 8-7 y D-10-5 + K-G-10-2 * 10-8-7-5 £ A-10-6-4-2 y A-K 7-6 Jf, A-D-G-4 / Suður Vestur Norður Austur 1 grand pass 2 grönd pass 3 spaðar pass 4 grönd pass 5 spaðar pass 6 spaðar pass pass pass Útspil spaðagosi. Atvinnuspilararnir, sem spila háu „bitina" eru flestir hvasseygir herramenn, úlfarnir í öllum klækj- um spilsins. Ef einn af þeim sæti í vestur og spilaði út spaðagosa gegn slemm- unni þinni, þá myndi þig gruna, að hann ætti aðeins D-G. En í þetta skipti sat gömul kona með skjálf- andi fingur í vestur og þegar hún spilaði út spaðagosa, þá varstu viss um, að hún væri ekki að hrekkja þig- Þú drepur því með kóngnum í borði, spilar þristinum og svínar tí- unni. Ekki alveg jafn skjálfhent drepur vestur á drottninguna og þar sem tígulkóngurinn liggur öfugt, ertu einn niður. Þetta má auðvitað öllum gera, en þessi spilamennska myndi vera ó- drjúg í háu „bitinni“. Suður getur unnið spilið án get- saka. Allt, sem hann þarf að gera, er að taka tvo hæstu í spaða, og hafi vestur spilað út gosanum einspili, að gefa austri á drottninguna. Auðvitað fær hann ekki slaginn strax. Fyrst tekur suður tvo hæstu í hjarta, síðan inn á laufkóng í borði og trompar þriðja hjartað. Síðan eru laufin tekin og trompi austur, er hann neyddur til þess að spila upp í ás drottningu í tígli, eða hjarta í tvöfalda eyðu. Neiti austur að trompa lauf, þá er honum spilað inn á spaðadrottningu og sama staðan kemur upp. ★ CJef junnr föt Houst 1961 FYLGIZT MEÐ TÍZKUNNI. KLÆÐIZT AÐEINS ÞVÍ BEZTA. GEF JUN AREFNIÐ ER TRYGGING FYRIR VÖRUGÆÐUM. WII KIRKJUSTRÆTI REYKJAVÍK. SÍMI 128 38. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.