Vikan - 18.10.1962, Side 34
EFNAGERÐ AKUREYRAR H.F., AKUREYRI.
Hvernig verða bílamir?
Framhald af bls. 7.
endur byrjuðu að framleiða sjálf-
skipta bíla og Bandaríkjamenn virð-
ast öðrum betur kunna að meta þess
konar þægindi. Tiltölulega mjög fáir
Evrópubílar eru enn þann dag í dag
sjálfskiptir og ástæðan sennilega sú,
að evrópskir bílneytendur vilja held-
ur handskiptingu. Á flestum bílum
eru gírarnir nú orðnir samstilltir
(synkromesh). Fram til þessa hefur
stýrisskiptingin verið nær einráð
nema á sportbílum, en gólfskiptingin
vinnur mjög á núna, enda er hún
hraðari og öruggari. Þetta bendir til
þess, að þrátt fyrir allt þyki sjálf-
virknin ekki mjög eftirsóknarverð
nema að ákveðnu marki.
Þá gæti farið svo, að kúpling með
fæti væri úr sögunni, enda þótt
handskipting yrði notuð. Það er
leyst þannig, að gírstöngin kúplar
frá um leið og hún er hreyfð. Þann-
ig er það á dýrustu gerðinni af Ford
Taunus 17ts og væntanlega koma
fleiri á næsta ári með þess háttar
búnaði. Cadillac er búinn ljósum,
sem lýsa fyrir horn. Geislinn snýst
um leið og stýrinu er snúið. Fleiri
gerðir eru væntanlegar þannig á
næsta ári.
Allt það bezta úr þessum nýjung-
um verður notað í bíl framtíðarinn-
ar. Fleira má nefna: Fjöldamargar
gerðir bíla eru nú með stillanlegum
bakhalla á sætum. í Rambler er
þessi búnaður sérstaklega fullkom-
inn og farþegasætið að framan með
höfuðpúða eins og í flugvélasæti.
í Vikunni hefur nýlega verið minnzt
á hinn nýja Morris 1100 og vatns-
fjöðrunþá sem hann er útbúinn með.
Þar er algjör nýjung á ferðinni, sem
gæti haft kosti umfram fjaðrir og
dempara. Citroen 1D 19 hefur verið
talin ein stærsta framför í bílaiðnað-
inumað undanförnu. Það er hægt að
hækka hann og lækka að vild með
glussa. í lægstu stöðu sýnist hann
nálega dragast við jörðu, en í þeirri
hæstu er hann hár eins og jeppi.
Ef skipta þarf um dekk, er ekki ann-
að en hækka hann á hinum hjólun-
um svo hjólið, sem um er að ræða
verði á lofti. Ýmislegt er á döfinni
til þess að auka öryggi. Talið er að
allmargar bílagerðir muni á næsta
ári hafa alla bíla sína með öryggis-
beltum eins og Volvo hefur haft og
gefið hafa mjög góða raun, þegar
slys ber að höndum.
Sportútgáfur af flestöllum bílgerð-
um eiga mjög auknum vinsældum
að fagna og líklegt er, að sú þróun
haldi áfram. Bílaframleiðendumir-
hafa yfirleitt fundið, að menn leggja
sífellt aukna áherzlu á getu og akst-
urseiginleika og taka slíkt fram
fyrir nýtízkulegt útlit. Sumir eins
og til dæmis Volvo og Mercedes-
Benz hafa tekið upp fremur íhalds-
sama stefnu um útlitið, en leggja
þeim mun meiri áherzlu á verkfær-
ið sjálft; að auka mótorstyrkleikann
og bæta aksturshæfnina. Sú stefna
virðist skynsamleg og líkleg til þess
að eiga fylgi að fagna. Eða til hvers
er fallegur bíll og nýtízkulegur, ef
hann veldur vonbrigðum að öðru
leyti. í framtíðinni mun „breiddin“
enn aukast. Litlir bílar með 30—50
hestafla vélum verða vinsælir áfram
vegna þess að þeir eru þægilegir.
Hins vegar er líklegt að framleiddir
verði enn sterkari og hraðskreiðari
bílar en nú þekkjast. Fyrir utan
sportbíla, sem hafa allt að 400 hest-
afla vél og beina innspýtingu elds-
neytis (Ferrari), er Chrysler afl-
mestur, hefur 385 hestöfl. Þegar
túrbínuhreyflar verða orðnir al-
mennt notaðir og fullkomnaðir frá
því sem nú er, má telja víst, að
boðið verði upp á enn fleiri hestöfl.
En hvað um stærðina? Verða byggð-
ir ennþá stærri, breiðari og þyngri
lúxusbílar en nú eru til. Það er tæp-
lega líklegt. Á Bandaríkjamarkaðn-
um, sem er sá stærsti í heiminum,
hefur sala stóru lúxusbílanna numið
aðeins 5% af heildarsölunni. Aftur
á móti nam sala þeirra 17% fyrir
10 árum. Samt eru nú framleiddir
enn glæsilegri lúxusbílar en fyrir 10
árum og að auki hafa nokkrir sér-
lega góðir evrópskir lúxusbílar kom-
ið á markaðinn. Þetta bendir til
þess, að stóru þungu bílarnir, (Cad-
illac, Imperal, Lincoln) sem dýrast-
ir hafa verið í lúxusflokknum, verði
hvorki stærri né þyngri en þeir nú
eru.
Fjórmenningarnir, sem stjórna
teiknistofum bandarísku framleið-
endanna og ráða mestu um útlit bíla
í framtíðinni, eru sammála um það,
að bílar breytist varla mikið á næstu
fimm árunum, en áherzla verði lögð
á fágun á öilum sviðum. Elwood P.
Engel hjá Chrysler telur ekki heppi-
legt að hafa stóra bíla mjög straum-
línulagaða, því plássið nýtist þá ver.
Þó telur hann ávalar línur sjálfsagð-
ar. „Bandarískir bílar,“ segir hann,
„hafa svo mikið afl, að mjög mikið
straumlínulag er óþarft. Vindhvin-
ur getur alveg eins komið til af
hurðarhúnum og öðrum smáhlutum,
sem auðvelt er að breyta.“
Gene Bordinat, aðalteiknari hjá
Ford, segir: „Straumlínulag er
miklu þýðingarmeira fyrir evrópska
smábílaframleiðendur en fyrir okk-
ur. Við viljum hafa bílana rúmgóða
að innan og straumlínulag er alltaf
á kostnað innra rýmis. Aftur á móti
held ég, að sérstakar gerðir bíla
mnni koma þar fram, þar sem á-
herzla verður lögð á sportlega eig-
irdeika".
Bill Mitchell er aðalteiknari hjá
General Motors. Hann segir: „Allt
sem gerist' i kringum okkur hefur
áhrif á teiknara. Það er ekki hægt
að hafa rakettur og geimför á flugi
án þess að svipurinn af þeim lendi
einhvers staðar í verki teiknarans.
Stravunlínulag? Ójú, það er stefnan;
ekki til þess að ná auknum hraða,
heldur til þess að útiloka hvin af
vindi. Vindhvinur þreytir taugarnar
eins og hver annar hávaði. Bygg-
ingarlag á bílum er alltaf að verða
sléttara og einfaldara en það má
ekki verða tilbreytingarlaust. Takið
ítalina eins og Ferrari og Maserati.
Þeir eru einfaldir, það er rétt, en
þegar betur er að gáð, er fullt af
götum og smáhlutum, sem gefa á-
kveðinn svip. Smekkúrinn er alltaf
að batna. Og fólk vill fá meira fyrir
peningana." ★
Dick Teague, aðalteiknari hjá
American Motors (Rambler) spáði
þannig fyrir næstu 5—6 árunum:
Um 1968—1970 verða bílar stíl-
hreinni en nú og ef til vill einfald-
ari að útliti. Útlitið verður mjög
fágað og hæfilega straumlínulagað
svo rými verði sem bezt að innan.
Ég býst við því að miklu meira
verði notað af gleri í bíla um þær
mundir. Allar rúður verða bognar
og hugsanlegt er, að hurðir nái eitt-
hvað út á þakið til þess að auð-
velda umgang. Hvað Rambler á-
hrærir, mun hann halda áfram að
vera „compakt", (þ. e. mun minni
en stóru amerísku bílarnir). Ekki
býst ég við því, að bílar verði lægri
1970 en þeir eru núna, en við getum
með ýmsu móti látið þá sýnast lægri
og rennilegri en þeir eru núna.“
Af þessu sést, að þessir fjórmenn-
ingar hafa ótrúlega svipaðar skoð-
anir. Þeir vinna nú að teikningum
fyrir bíla, sem koma munu á mark-
að 1967—68, — þeir byrjuðu að
forma hugmyndir að nýjustu bílun-
um, sem nú eru í umferð, fyrir 5
árum.
Evrópa hefur að þessu leyti aldrei
átt fulla samleið þeim í Detroit.
Fjölbreytnin er miklum mun meiri
hjá hinum fjölmörgu bílaframleið-
endum í Evrópu, en þar er einkum
að ræða smærri bíla. En engin skyn-
samleg rök mæla gegn því, að ein-
hver þeirra geti ekki alveg eins
dottið niður á tæknilegar framfarir,
sem verði þýðingarmiklar fyrir
framtíðarbílinn. Þjóðverjar eru til
dæmis búnir að búa til lítinn mótor,
svonefndan Wankelmótor, sem
byggist á allt öðru en strokkamótor-
inn og getur haft stórfellda þýðingu,
þegar fram líða stundir. Ef til vill
hafa engir náð lengra en hinir beztu
teiknarar Evrópu eins og Porsche
og Ghia. Þeir teikna að vísu yfir-
leitt minni bíla en framleiddir eru
í Bandaríkjunum, en þeir stefna
líka eindregið meir að því að útfæra
straumlínulagið sem mest.
34 VIKAN