Vikan


Vikan - 18.10.1962, Side 36

Vikan - 18.10.1962, Side 36
Háriö verður fyrst fallegt meö SHAMPOO Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð — laðar fram hinn dulda yndisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir — ein þeirra er einmitt fyrir yður. Perluhvítt fyrir vertjulegt hár Fölblátt fyrir purrt hár Bleikfölt fyrir feitt hár Engill úr greip guðs. Framhald af bls. 21. móðirin skapmikil og gustmikil; hún brenndi eitt sinn kynstur af skrif- uðum blöðum, sögum og ljóðum, og þá var hann aðeins sjö ára, — og amman: forn í skapi, skilningsrík og langsýn, hughlý við ljóshærða draumakollinn og heill hafsjór af sögum, sögnum og ljóðum um líf þjóðarinnar í þúsund ár. — Hann lenti samt sem áður í árekstrum. Hann átti að vinna, en hafði við- bjóð á líkamlegri vinnu. Faðir hans og amma hans skyldu það ekki, en móðir hans, þó að undarlegt megi teljast, mælti upp í honum „letina“. Hann beitti brögðum til þess að komast hjá því að moka flór, sækja hesta eða taka til amboð — og hjá- setusumarið hans, það varð aldrei nema eitt, er „ómerkilegasta og aumasta sumar, sem ég hef lifað. Ég var alltaf blautur í lappimar, oft slæmur í maganum og sí-organdi og sí-fúll. Ég lá á maganum sunnan undir hól og las Mirtur í vagni, Mátt dáleiðslunnar, Hinn óttalega leind- ardóm og Makt mirkranna". For- eldrar hans höfðu augun opin fyrir því, að drengurinn væri ekki eins og önnur börn. Það var til dæmis undarlegt, að hann var haugaletingi þegar um líkamleg störf var að ræða, en aftur á móti sat hann yfir stíla- bókum og lausum blöðum eða prent- uðu máli tímunum saman, skrifaði viðstöðulaust og las. Það út af fyrir sig benti til þess, að honum væri ekki alveg alls varnað. Þaulsætni hans með pennann og pappírinn eða yfir bókunum, sýndi þeim og sann- aði, að hann var ekki latur við það, sem hann vildi sýsla við. Og þau gáfust alveg upp við að reyna að halda honum að líkamlegri vinnu. Hann las í æsku allt, sem hann komst höndum undir, ekki aðeins blöð og argvítuga reyfara á borð við þá, sem hann nefnir hér að framan, heldur og betri bókmenntir. Hann hefur sjálfur oft minnzt á Sögu mannsandans eftir Ágúst H. Bjarna- son, og þó að hann hafi dæmt þá bók hart, mun hún hafa valdið hon- um miklu hugarróti á þessum árum. Halldór átti þegar í upphafi op- inn hug og næman, svo næman á litbrigði og kenndir, að slíks eru 36 VIKAN víst fá dæmi - og snertingin við uppalendurna: föðurinn, ömmuna og móðurina, þroskaði þessa hæfileika, þroskaði þá og stækkaði sjóndeild- arhringinn. Mjög snemma mun hann og hafa farið að leita. Dalurinn er að vísu þröngur og luktur til allra átta. Þó þurfti ekki að fara langan spol til heiðar til þess að Sjá út á blikandi sjóinn —- og geta menn gjarba gert sér í hugárlund dreng- inn á heiðínni að kvöldlagi urrt sum- ar, laúgandi ásjóriu síná í sólariág- inu við jökul. Hann sítipti skjótt Um hugblæ, svo skjótt, að segja má, að hann hafi kastazt stjómlaust úr ofsagleði í örvæntingu. Maður hef- ur hugmynd um þetta af hans eigin orðum. Lýsing hans er frá því er hann var sextán ára: „Fólk sofnað á öllum bæjum, nótt ifir öllu nema náttúrunni. Ifir Kistufelli vóru nokkur hægfara pur- puraskí á sveimi en vesturhiminn skreittur gullnum dreglum, land- norðrið skílaust og djúpt og þreij- andi undir sólarupprásina, jörðin fagurgræn af vakandi sumri og frjóilmur úr sverðinum, árnar nið- lausar og tærar. Hvílikt musteri hugsaði ég _ Þessa nótt kom ég ekki heim. Ég hélt austur á vit fjalla- hringanna þar sem bjorkin vex og sólin skín íyrst á morgnatta, sál mín fagnaðarhaf eitt og Iofsaungur. Vof- heimurinn og æáka mín, alt v&r eing- ilfagUrt ljöð, ég ög náttúran eitt, ei- lífðin líkt og horpusláttur í barmi mér. Guð, Guð, sælan ber mig ofur- liði, sko eingillinn, sem flígur ní- skaptur, mjallahvítur og fagnandi úr þinni almáttugu greip, það er ég, þú ert ofar dagsihs eldum og ofar heimsins sól, og ég er eingillinn þirin í nótt . . Ég kastaði mér niður í grösugan hvamm og fór að tala við Drottin. Þú ert voldugur og óum- ræðilegur, og ég, sem er ekki neitt annað en andvarp frá duftinu, hef þeeið dírlegar gjafir af þér, allir mættir sálar minnar eru þegnir af þér. Drottinn minn, íof mér að lifa þér og deija þér. Ég vil gera stór- virki og inna af höndum ógleiman- legar dáðir, til dírðar þér, sem gafst mér mátt. Drottinn minn, hve kraft- urinn ólgar i líkama minum, hve sál min er gagntekin af þér, sem gafst mér máttu. Ég get spimt við himinhvolfinu með hvirfli mínum. Kærleiki þinn fillir sál mína svo að hjarta mitt elskar allan heiminn og ég segi við allt sem lifir: Bróðir minn, sistir min. Komið hér upp að brjósti mér, þvi að hjarta mitt er svo ríkt. Hjarta mitt ætlar að springa af því að það er svo ríkt. Drottinn, ef þú kallar mig til að ifirvinna borgir, sjá, þá er ég hér. Ef það er vilji þinn, að ég boði mannkininu níjan sannleika, sjá ég er hér. Ef ég á að þola píslarvætti og brenna ifir hægum eldi, þá kalla þú, sjá, þjónn þinn heirir, og sjá, hann er hér. — Nú hljóðnar þrastarsaungurinn aft- ur og lengur bærist ei neitt í hinni djúpu óttukirrð, en döggvar falla. Ég þrísti vitum mínum niður í gras- ið, niður í jörðina, þaðan sem ég á smæð mína, en himinn Drottins míns hvelfist ifir mig, ómælisvíður. Hve Ijúft að minnast þessarar nætur við brjóst móðurjarðarinnar, undir himni Drottins míns“. Hann var aðeins sextán ára. Hann mun hafa átt margar slíkar nætur. Stemmingin er mikil og sterk. Hún er svo heit, að nálgast þjáningu. Menn staldrí við og geri sér grein fyrir slíkum sextán ára ungling.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.