Vikan - 18.10.1962, Side 38
náttúrunnar, eftir Halldór frá Lax-
nesi“. — Nú vill hann ekki við
þessa frúnismíð sína kannast. Það
hefur verið frá því sagt, að um þá
bók hafi gáfaður verkamaður haft
þessi orð: „Ánnað hvort er hann vit-
laus eða hann verður stórskáld“. f
ritdómi var sagt: „Og hver veit
nema Haíldór frá Laxnesi verði
óskabarn íslenzku þjóðarinnar“.
Það var líka verkamaður, sem skrif-
aði þessi orð.
Með utanferðinni, haustið 1919,
verða kaflaskipti í ævi Halldórs frá
Laxnesi. f raun og veru kom nýr
maður heim á næsta ári. Um utan-
ferðina og dvölina í Danmörku seg-
ir hann sjálfur:
.....Ég hafði samneyti við ýmsa
málara, Bóhemes, stúdenta og flæk-
inga af öllum upphugsanlegum teg-
undum, kaupmenn, útgerðarmenn,
venjulega sjómenn, fyllirafta og
jafnvel þjófa. Ég var auðvitað allt-
af blankur og varð að læra þá list
að komast í gegnum heiminn með
öllum hugsanlegum brögðum, og
láta mér ekkert fyrir brjósti
brenna, svo lengi sem það ekki
varðaði við lög Ég vandist á að
verða framur og ófyrirleitinn, ef á
þurfti að halda, — sem þó var skap-
ferli mínu f jarri . . . . “
Frá þessum tíma ganga ýmsar
sögur um hið unga skáld. Pálmi
Hannesson, síðar rektor, stundaði þá
nám í Kaupmannahöfn. Hann leigði
herbergiskytru hjá gamalli konu.
Hann kynntist vitanlega Halldóri,
en Halldór hafði þá hvergi höfði
sínu að halla og svaf jafnvel stund-
um í vfirgefnum brautarvögnum
meðal flækinga. Þá var Halldór
alltaf klæddur á sama hátt: í jakka
og stuttbuxum úr molskinni eða
leðri. Pálmi vildi liðsinna honum, en
átti ekki hægt um vik. Þó gat hann
komið því svo fyrir, að Halldór fékk
að sofa hjá honum nokkrar nætur.
En um það mátti kerlingin ekki vita.
Þess vegna mátti Halldór aldrei
koma fyrr en eftir klukkan hálf
tólf og hann varð alltaf að vera far-
inn fyrir klukkan siö að morgni.
..Ég held, að hann hafi aldrei farið
úr stuttu leðurbuxunum allt sum-
arið og stundum held ég, að hann
hafi ekki étið neitt“, sagði Pálmi
einu sinni. Stundum hljóp bó á
snærið fyrir hinu auralausa skáldi.
Það mun hafa verið í þessari utan-
för, sem þeir hittust, hann og Óskar
Halldórsson. Óskar var laus á aur-
unum, þegar hann átti þá og mun
hafa látið skáldið lifa kóngalffi með-
an þeir voru saman. Óskar átti
mvnd af þeim saman. Á henni er
Halldór þvengmjór, spjátrungslegur,
í jakkafötum og með harðan hatt-
kúf, en í hendi ber hann spansk-
reyrsstaf . . Þetta munu hafa
verið velmektardagar. Áður hafði
Halldór haft sítt hár, ljóst, nú var
hann búinn að láta skera það. Éf
til vill hefur Óskar átt einhvem þátt
í því.
Hann kom aftur heim á næsta ári.
Þegar heim kom tók við sama
Bóhémalífið . . Ég var ýmist á
kaffihúsum í Reykjavík eða í út-
reiðartúrum með kunnirigjUm Upp
í sveitum ... Ég var að hugsa um
að sigia aftur með haustinu eitt-
hvað út í heim, og falaðist eftir ferð
til Grikklands ineð fiskiskipi og
embætti í Færeyjum, trúlofaðist
ungri stórbóndadóttur og var heima
hjá henni upp í sveit“.
En svo var það dag einn síðdeg-
is, að hann sat meðal kunningja
sinna í kaffistofu og tók þá snÖgg-
lega þá ákvörðun að ráða sig sem
kennara austur í Homafjörð og eft-
ir stórsjó og langa gönguför komst
hann á áfangastað, að Dilksnesi í
Nesjahreppi — og þar kenndi hann
unglingum, sem voru eldri en hann.
Þar skrifaði hann og mikið, meðal
annars skáldsöguna Salt jarðar, sem
síðar glataðist og lagði að minnsta
kosti grundvöllinn að ýmsum
smærri sögum sínum. — Það er eng-
um blöðum um það að fletta, að
þessi vetrardvöl HKL að Dilksnesi
hafði mikil áhrif á vefnað hans í
framtíðinni, það er til dæmis ekki
ótrúlegt, að fyrstu fræin að Sjálf-
stæðu fólki hafi fallið þar í sál hans
og svo mun einnig vera um ýmislegt
fleira. Margt bendir og til þess, að
einmitt þessi dvöl hans, eftir flæk-
inginn í Kaupmannahöfn, hafi orð-
ið til þess, að hann leitar sí og æ á
vit afskekktra byggða, gönguferða
um firnindi og lýsinga á lífi óbrot-
ins fólks. Skvldi ekki sýnina f speg-
ilbrotinu hafa borið fyrir hann þá?
Og hér skal brotið blað. Að fram-
an hefur verið reynt að fara á stikl-
um til þess að skýra gerð hins vænt-
anlega stórskálds. Héðan af verður
farið fljótar yfir sögu.
IV.
HRÖKKLAZT f STRAUMKASTI.
Upplag, áhrif í upnvexti. Þetta
ræður mestu um framtíð hvers
manns. Stefnan er að mestu leyti
mörkuð, en gerðin slípast, þroskinn
bvggir ofan á í hvaða átt, sem hald-
ið er. Halldór Kiljan Laxness var í
deiglunni til tuttugu og fimm ára
aldurs, eða jafnvel lengur. Hann kom
ekki upp úr henni sem stefnufastur,
mótaður til fulls, né þröngur f orðs-
ms eiginlegu merkingu. Hann hafði
öðlazt sjónarmið í hugleiðslunni um
nóttina f fiallahringnum og þau
siónarmið hefur hann aldrei misst.
TT''nn flæktist víða um lönd, gisti
skúmaskot og hallir, krár og klaust-
ur. Hann leitaði þrotlaust. Hann
bóttist hafa fundið sannleikann:
hinn göfuga hreina mann: engilinn
úr greip guðs, í klausturlífinu, og
hann ætlaði sér að verða einn af
engíunum, en bak við, djúpt í sál-
arinnum hins hvikula og spyrjandi
skálds, ríkti óvissan. Hann fékk
mjög mikinn þroska í klaustrinu,
hann þóttist hvergi hafa fundið eins
göfugt líf og meðal klausturbræðr-
anria. Hann Vígðist og klæddist hvít-
um kyrtlí og fékk sitt talnaband.
Hann baðst fyrir nætur og daga,
reikaði Um og forðaðist syndina.
Hún var horium hins Vegar ekki
hættuleg, því að HKL hefur aldrei
átt við þann djöful að stríða, sem
steypt hefUr mörgu skáldi, sjáanda
og draumamanni. Koriur og vín hafa
aldrei fellt hanri af fótum. Hann
hefur, þegar borið er saman við
önnur íslenzk skáld og listamenn,
verið asket, hreinlífismaður. Metn-
aður hans, sýn hans og allt að því
meðfæddur hreinleiki hugans hafa
forðað honum frá því, sem svo
margir aðrir hafa kollsteypzt í.
Hann skrifaði viðstöðulaust, tók
saman bók eftir bók eins og djöful-
óður maður. Hann varð að skrifa,
varð að tjá sig . og hann týndi
handritunum jafnóðum: Afturelding,
Salt jarðar, Síldin, Rauða kverið.
Ef til vill eru myndir og hughvörf
úr öllum þessum týndu handritum
á víð og dreif í bókum hans, enda
einkennist hin fullþroska list skálds-
ins einmitt í hughvörfum og sveifl-
um, öfgum og andstæðum. HKL hef-
ur alltaf átt ákaflega erfitt með að
hafa bjargfasta sannfæringu. Það
er oft einkenni á skáldum og sjá-
endum. Hins vegar hefur hann reynt
að öðlast lífsskoðun, fastmótaða og
sterka. Þegar hann hefur gert ítrustu
tilraunir til þess og túlkað þær í
ritum sínum, hefur hann oft hneyksl"
að mest. Þá grípur hann fyrr en var-
ir til taumlausra öfga: „Hver getur
haft á móti því þó fimmtán milljón-
ir Pólverja hoppi yfir í sósíalism-
ann?“ sagði hann þegar Rússar sviku
Pólverja í klær þýzkra nazista og
marsjéruðu svo inn í landið og hirtu
leifarnar af þjóðinni eftir engi-
sprettueyðingu nazismans. Það úir
og grúir af slíku í ritum skáldsins.
Þó mun Gerska ævintýrið vera hin
eina bók hans, sem hann vildi ekki
hafa skrifað.
Hann hefur átt margar hörmung-
arstundir í einrúmi. Oftast var hann
biartsýnn, fann blóðið ólga og hug-
ann fara gandreið um láð og lög.
Þá skrifaði hann viðstöðulaust. Þeg-
ar hann hafði lokið við að skrifa
Vefarann mikla frá Kasmír, skrif-
aði hann vini sinum frá ftalíu eftir-
farandi: „.. Oft lagði ég nótt við
dag. sitiandi við skrifborðið með
ekki spjör á kroppnum utan ein-
glvmi, og lét pennan skeiða, en hélt
í hinni hendi á barefli til að verjast
skorkvikindunum, kveikti í næstu
síearettu með þeirri, sem var að
reykjast upp, og þegar ég lagðist til
svefns 1 næturhitanum, kæfandi
þungum af sirokkóstormi, fór ískr-
andi moskítóflugan á kreik. . “ Já,
allsnakinn utan með einglymi í bar-
áttu við skorkvikindi og skrifaði
samt
Og það var einmitt þessi bók, sem
varð upphafið að sigurgöngu skálds-
ins. Hann var oftast viss um sigur,
en þó ekki alltaf. Einu sinni skrif-
aði hann:
.....Slóði, ræfill, ómögulegur
maður. Hef haft hinar mestu þján-
ingar út af smæð minni og smá-
mennsku í öllu. Ég er typiskt dæmi
upp á lítilmenni. Heimskur, snilld-
arlaus, ragur, persónulaus . .
Finn ekkert nema vanmátt mitt og
hatur mitt gegn þessum vanmætti.
Að frádregnu monti og innantómum
mikilmennsku-draumum er ég ekk-
ert. Guð minn góður, hvað ég er
lítilfjörlegur“. Og á öðrum stað seg-
ir hann: „. . . .1 nótt var ég gagn-
nístur af ótta við dauðann. Vaknaði
hvað eftir annað af blundi hálfhljóð-
andi af skelk við að verða að deyja
einhvern tíma, og bað hástöfum bæn-
irnar mínar í niðamyrkrinu. Þessi
dauðaangist er sál minni hin vof-
eiflegasti gestur. Og það líður varla
nokkur dagur, svo að hún ekki fylli
sál mína lengur eða skemur“.
Þannig byltist hann fram og aftur.
Þannig Voru skriftir hans. Og loks
skal þetta tilfært: „ . . .Ef það er
nokkur skepna til í heimi, sem þjá-
ist og á í hvíldarlausri baráttu dag
og nótt þá er það H. K. L. Um stríð
hans hef ég aftur á móti heitið að
tala ekki við neinn fyr en eftir mörg
ár — og þá aðeins að hann vinni
sigur“.
V.
BJART YFIR MÓSKARÐS-
HNÚKUM.
Hann vann fullnaðarsigur í aug-
um heimsins og hann leyfði að fram-
anrituð orð væru höfð eftir sér.
Hins vegar finnst öllum, sem ná því
takmarki, sem þá hefur dreymt um,
minna til koma en ætlað var. Svo
er og um Halldór Kiljan Laxness.
Hvað, sem hans eigin tilfinningum
eða hugsunum líður eftir mótttöku
Nobelsverðlauna, mesta sigur, sem
nokkru skáldi getur fallið í skaut,
þá er HKL mikið skáld; mikill sjá-
andi. Hvergi getur að líta fegurri
myndir í íslenzkum bókmenntum
— og bækur hans rista mjög djúpt.
Hér er ekki rúm til að rekja það,
en það skal aðeins sagt, að Salka
Valka, Bjartur í Sumarhúsum, ólaf-
ur Kárason Ljósvíkingur, Jón Hregg-
viðsson, Snæfríður fslandssól og
Steinar í Hlíðum undir Steinahlfð-
um verða óafmáanleg úr fslandssög-
unni. Og það, sem meira er um vert,
að æviskeið þeirra er fslandssaga.
HKL hefur verið ákaflega umdeild-
ur rithöfundur. Hann hefur húð-
strýkt þjóð sína og hafið hana upp
til æðra veldis. Lvsingar hans hafa
verið margar mjög öfgafullar, en
það er segin saga, að það er þýð-
ingarlaust að tala í umvöndunartón
við þjóð í drafi. Það verður að gera
hana ofsaleea reiða. Þá hefur öfg-
anna ekki sfður kennt í pólitískum
skrifum skáldsins. en hann hefur
hvað eftir annað þótzt hafa uppgötv-
að nólitískan sannleika. Hann dvaldi
hiá Upton Sinclair um skeið í Pasa-
dena. Þar fann hann fyrirmvnd, er
hann vildi lfkiast og gerðist jafn-
aðarmaður og uporeisnarsegsrur. En
bað var ekki nóg, vitanlesra varð
hann að fara lenerst út á vinstri veg-
arbrún og skrönglast þar á tveimur
hiólum. Hann kvaðst vera kommún-
isti, en var það vitanleffa ekki. Þess
vegna var hann alltaf að basla við
að sannfæra sjálfan sig — og bað
gerði hann eins og alltaf áður, með
bví að slöngva um sig þversögnum,
fiarstæðum og snarkandi öfgum.
Þannig hefur hann alltaf verið einn
við skrifborðið, en mælskunni er
ekki fvrir að fara í margmenni eða
ef hann á að flytia óskrifaða ræðu.
Þá verður hann miður sín, vanmegn-
urur og smár. Um þetta segir hann
á einum stað:
„ . Annars ættir þú að þekkja
til þess hvað mér — þar fyrir utan
— hættir til að taka munninn full-
an er ég skrifa. Þegar ég sit einn
með pennann, þá er hver hugar-
Kaffisopinn indæll er,
eykur fjör og skapið kætir.
Langbezt jafnan líkar mér
Ludvig David kaffibætir.
38 VIKAN