Vikan - 18.10.1962, Síða 40
1. Hárið á mér er orðið feitt
þrem dögum eftir að ég
þvæ það.
3. En í dag keypti ég
NUVOLA.
5. Einungis að bursta hárið
vel og þá verður það hreint
án þess að liðirnir fari úr.
2. í»ví oftar sem ég þvæ það
þeim mun feitara verður
það.
4. Á þremur mínútum eyða
hinir smáu kristallar allri
feiti og óhreinindum úr
hárinu. Ekkert vatn í hárið.
6. Húrra! Nú hef ég aldrei
framar feitt hár. En hvað
með yður?
ótrúlega áhrifaríkt hárþvottaefni.
Nuvola, þvær hárið án þess bleyta það.
fæst í næstu snyrtivöruverzlun.
Heildsölubirgðir: J. Ó. MÖLLER & COMPANY
Kirkjuhvoli. — Símí 16845.
isstaða norðursins!
— Gleður mig. Vona, að þér kunn-
ið vel við yður. Það kunna allir vel
við sig hér í Punkaharju.
— Mig furðar ekki á því. — En
heyrið mér annars, herra Saarinen.
Hvaða fólk býr á herbergi nr. 47
á þriðju hæð?
Hann leit á mig og það kom ein-
hver hótelvarúð í svipinn. Ég fann
um leið, að ég hafði gert mig sekan
um brot á háttvísi og bætti við, þó
að það kynni jafnvel að gera illt
verra:
— Annars skiptir það engu máli.
— Hefur herrann orðið fyrir ó-
næði? Ég átti að skilja það svo, að
það eitt kynni að réttlæta svo óvið-
urkvæmilega spurningu.
— Nei, engan veginn. Ég spurði
aðeins af rælni, líður alltaf betur, ef
ég veit hverja ég hef að nágrönn-
um. Það er mín sérvizka. Afsakið.
Ég snerist á hæli og gekk til dyra.
— Bíðið augnablik. Þau heita
herra og frú Gessler. Theodor
Gessler, verzlunarerindreki frá
Dresden. -—■ Þau eru á brúðkaups-
ferð.
— Þakka.
Ég gekk niður að bátanaustunum,
fékk mér kænu og reri út á vog-
inn. Það var blæjalogn, skógarang-
an og glitrandi sólskin. Ég fékk mér
duglegan róðrarsprett út í sundin,
lenti við tvær smáeyjar, var eigin-
lega að skyggnast um eftir fallegum
40 VIKAN
stað, þar sem ég gæti verið alger-
lega útaf fyrir mig, synt, legið í
sól, lesið. Ég fann brátt vík, sem
var alveg eftir mínu höfði, mjúkur
sandur, brennheitar klappir báðum
megin. Það mátti stinga sér útaf
þeim. í dæld upp af víkinni var
bjarkalundur, beinvaxnar bjarkir
með hvítum stofnum, mjúkt gras
þétt upp að bjarkarótunum. Ég
skírði hana í huganum Fögruvík.
Þangað ætlaði ég að koma oft. Mér
var nú allur flótti úr hug. Frú
Gessler frá Dresden. Mér var ná-
kvæmlega sama. Hún mátti heita
Gudda úr Geitareyjunum mín
vegna. Ég gekk upp að hótelinu
með snúðugu dugnaðarfasi, eins og
maður, sem hefur tekið ákvörðun.
Það var kominn hádegisverðartími.
IV.
Þjónninn vísaði mér til sætis á
sama stað. Hjónin sátu líka þar,
sem þau höfðu setið í gærkvöldi.
En nú hafði ég vaðið fyrir neðan
mig, hafði til vonar og vara, gripið
dagblað með mér í blaðasölunni. Nú
gat ég borðað í ró og lesið mitt blað.
Ég leit aldrei í þá átt, sem þau sátu,
en sá það um leið og ég gekk fram-
hjá þeim, að Theodor Gessler var
mjög geðþekkur maður. Hann var
fríður sýnum, ljós yfirlitum, glað-
legur og mildur á svip. Ég sá ekki
augu hans, veit ekki, hvort ég hefði
litið í þau, þó að ég hefði átt þess
kost. Mér þótti slsemt, að hann
var svona álitlegur maður. Ég átti
langt í land þá að geta þakkað lífinu
fyrir þá hamingju, sem öðrum fell-
ur í skaut, né skynjað mína eigin.
En ég leit ekki í þá átt, þar sem
þau sátu, borðaði hægt, las mikið.
Nú skyldu þau fá að standa fyrst
upp, skötuhjúin. Og það gerðu þau.
Þegar þau voru að ganga út úr dyr-
unum leit ég rétt sem snöggvast
á eftir þeim. Hún gekk með aðra
höndina á öxl hans og hallaðist
eilítið að honum, eins og blóm, sem
svignar. Þau gengu eins og einn
maður. Það var eins og ein vitund
stýrði þeim báðum. Það var ósvegj-
anleg kvenleg ástúð í þessari sveigðu
stellingu, sjálfsgjöf, þakklæti og
traust. Þau gengu að stiganum, sem
lá upp á efri hæðirnar. Ég sá þeim
bregða fyrir á 5. eða 6. þrepi. Þau
gengu ennþá, eins og einn maður.
Svona myndu þau ganga alla leið
upp á nr, 47. Svona myndu þau
ganga þaðan út. Alltaf,
Ég var allt í einu orðinn mjög
einmana.
V.
Ég fór í gönguferð inn eftir
Punkaharju-ásnum, reikaði um
súlnagöng skógarins, telgdi mér
kvistaprik og gerð mig heima-
mannlegan. Það var dauðahljótt og
svalt í skóginum, aðeins daufur
þytur og skrjáf hið efra í laufi og
limi, rökkur með flögrandi ljósi
hið neðra. Eftir langa göngu beygði
ég suður af ásnum, stóð allt í einu
í birtu grasvalla og glitrandi vatna,
smábára gjálfraði við strönd. En
vitund mín er einhvern veginn ekki
í sambandi við þessa náttúru. Hljóð
hennar eru dumb, ljós hennar ó-
virkilegt. Ég geng út með strönd-
inni í átt til hótelsins. Það er bezt
að drífa sig heim og fara að gera
eitthvað. Ég er ekki búinn að vera
hér nema rúman sólarhring og er
þegar orðinn eins og hjáræna. Þessu
til áréttingar lem ég kvistaprikinu
harkalega í stein. En nú skal því
vera lokið! Heim og vinna. Annað
bylmingshögg í stein.
Skógarnes gengur fram í vatnið,
mjótt eins og fleygur. Stígurinn
liggur fyrir oddann. Ég fylgdi
stígnum gallharður í minni nýju
ákvörðun, lít hvorki til hægri né
vinstri, lít ekki upp. Um leið og
ég beygi fyrir oddann rekst ég á
þau. Það munar ekki hársbreidd,
að ég hafi flanað í fangið á þeim.
Þau haldast í hendur, brosa, hrökkva
ofurlítið aftur á bak.
— Afsakið, heiðursfólk! sagði ég á
þýzku. Gekk hér grandalaus í
þönkum. Ég heiti Ólafsson, frá ís-
landi.
— Góðan dag, Ólafsson. Ekkert að
afsaka! Þau höfðu sleppt höndum.
Það var hann, sem talaði. — Ég
heiti Theodor Gessler frá Dresden.
Þetta er konan mín, María Gessler.
Við heilsuðumst. Hann var ákaf-
lega viðfelldinn, tillitið rólegt og
vingjamlegt, handtakið frjáls-
mannlegt og þétt. Ég leit ekki á
hana, tók aðeins í hönd henni og
hneigði mig. Fann mér til ósegjan-
legs léttis, að ég var alveg rólegur
í návist hennar. Kannski er hún
hættulegri í fjarlægð, hugsaði ég.
Samt þorði ég ekki að hætta á sam-
fylgd, þó að hún yrði boðin, kreisti
kvistaprikið, tók á mig dugnaðar-
fasið og sagði:
— Vona að ég fái þá ánægju að
hitta ykkur síðar! Bauð þeim góðar
stundir og stikaði í átt til hótelsins.
Ég vann eins og berserkur fram
á kvöld, lét færa mér kvöldverð
upp, nartaði í hann öðru hvoru,
hamaðist. Ég var alráðinn í því að
halda svona áfram fram á rauða
nótt, leggja mig ekki fyrr en ég
væri úrvinda af þreytu, sofa draum-
laust.
Klukkan tíu barst ómur af yndis-
legri danstónlist upp til mín um
opinn gluggann og svaladyrnar. Þá
mundi ég eftir því, að í kvöld átti
að vera dansleikur fyrir gestina í
samkvæmissölum hótelsins. Ég rauk
upp og lokaði glugga og dyrum.
Það stoðaði ekki hót. Tónlistin
flæddi um mig eftir sem áður,
flæddi inn í mig, söng undurlágt í
veggjunum, dunaði í gólfinu. Ég
hætti við fræðiritgerðina, sem ég
var að skrifa, fór að skrifa kon-
unni minni bréf. Það var mjög inni-
legt bréf, angurvært og saknaðar-
þrungið. En það var haugalygi frá
upphafi til enda. Ég sló í það botn-
inn. Það var haugalýgi af því, að
hugur minn var ekki hjá henni. Mér
bauð við því og hætti við að skrifa
á umslagið.
Nú var hún að dansa niðri, sú,
sem hugur minn var hjá. Mér varð
það raunalega ljóst, að hugur minn
var þar. Hún hét María. Hvað vissi
ég um hana? Ekkert. Hvað varðaði
mig um hana? Ekkert.-----------— Ég
er sú hin sæla, sem elskar — þetta
hafði-hún sagt. Það var einhvern
tíma önnur María. Hún elskaði líka
og af því að hún elskaði mikið, var
henni fyrirgefið mikið. María
Magdalena. Frú María Gessler •—
verður þér líka fyrirgefið mikið?
Þvæla! Hér verður ekki meira
um vinnu. Hér verður ekki meira
um svefn. Hvað þá? Ég snaraðist
að skápnum, set koníaksflöskuna
góðu á borðið, hringi á kaffi. Raka
mig, dreypi á kaffinu, dreypi á
koníakinu, skipti um föt. Geng nið-
ur í samkvæmissalina.
Gesslers-hjónin sitja við borð sér
út við svalirnar. Ég geng þangað
rakleitt, býð gott kvöld, sný mér
síðan að honum:
— Frú Gessler er eina daman, sem
ég hef þá ánægju að þekkja í þessu
samkvæmi. Leyfið þér að frúin
dansi við mig einn dans?
— Með ánægju.
Hann leit til hennar eins og til
þess að leita samþykkis. Hún var
þegar staðin upp — brosti. Það var
sama brosið. Hún minnti mig aftur
á glitrandi bikar sem flóir yfir
barma, freyðir og glitrar. Hún dans-
aði mjög vel. Ég hafði að vísu ekki
mikið vit á því, var sjálfur enginn
snillingur. En þetta gekk létt og
mjúkt og án allra árekstra. Ég var
mjög vel á verði gagnvart sjálfum
mér, hélt henni öruggt og þó aðeins
frá mér, reif mig upp í að spjalla
við hana, sagði nokkur gamanyrði,
fékk hana til að hlæja sínum lága
kurrandi hlátri. Þegar ég skilaði
henni, bauð herra Gessler mér sæti
við borðið hjá þeim. Ég þáði það
umsvifalaust. Við sátum stundar-
korn og spjölluðum. Hann hafði
mjög falleg augu, drengileg, athug-
ul og mild. Ég leit aldrei á frúna,
en skynjaði hana alla eins og heitan,
myrkan kraft í návist minni. Svo
dönsuðu hjónin, urðu aftur eins og
einn maður, eins og ein vitund
stýrði þeim báðum. Ég varð mjög
einmana, rauk á fætur og fór að
dansa, dansaði við talsverðan hóp
af konum og meyjum, sagði sömu
vitleysurnar við þær allar, kom