Vikan - 18.10.1962, Síða 42
.'■•-■ ■ V
' ■*> - > > . - > ■ ■ ■ >. - ■■
" ' • .,■ ’ V"'
■' WýgK:
'í . ' .5; '•' ■
;f'íf ■'' .V* .'
KATLAR
VATNSKATLAR
GUFUKATLAR
Katlar af öllum stærðum og gerðum er
sérgrein okkar. - BM-katlar hafa reynzt
með ágætum hvarvetna á landinu í íbúð-
arhúsum, bæði einbýlis og fjölbýlis, verk-
smiðjum, samkomuhúsum, skólum og
verkstæðum. - BM-katlar fást með hvort
sem er handolíustilli eða sjálfvirkum
olíustilli, sem er alveg óháður rafmagni.
Ræðið við okkur um katla og kynditæki
í tíma. Fullkomn verkfræðiþjónusta.
VMjti Bjöms Hagnóssonar
Keflavík - Símar: 1175
þeim öllum til að hlæja sama hlátri,
sá í rauninni enga þeirra, en lét
þær allar skilja, að það væri fágæt
hamingja að fá tækifæri til að dansa
við svona yndislega dömu. Ég var
á góðri leið með að verða vinsæll
í salnum. Þá fékk ég einhverja
innri velgju. Þetta var allt hauga-
lýgi. Það var allt haugalýgi nema
hún. Ég ákvað að yfirgefa sam-
kvæmið, gekk að borðinu til
Gesslers-hjónanna til að kveðja þau.
Ég sá ekki, að þau hefðu gefið sig
að neinum öðrum um kvöldið, og
ég hafði reyndar troðið mér upp á
þau.
Herra Gessler bauð mér sæti.
— Setjizt augnablik, herra Ólafs-
son, ef þér eruð ekki að flýta yður.
Þannig er ástatt, að ég er að fara
42 VIKAN
til Helsinki snemma í fyrramálið
í verzlunarerindum. Kona mín
verður hér eftir. Það verður dálítið
einmanalegt hjá henni — hann
þagnaði andartak og bætti síðan
við með hálffeimnislegu drengja-
brosi — við erum á brúðkaupsferð
-— og erum mjög samrýmd. Hafið
þér á móti því, að hún borði við
yðar borð á meðan, og ganga svo-
lítið út með henni ef gott er veður?
Hann leit á konu sína og brosti. —
Við erum bæði sammála um að
beiðast þessarar vinsemdar af yður.
Hún kinkaði kolli til samþykkis.
— Mér er heiður og ánægja að
félagsskap frúarinnar, ef yður kem-
ur saman um að sýna mér þetta
traust. Og mér er mikil gleði, ef
ég get orðið yður til einhverrar að-
stoðar. —- Þessu var beint til frú-
arinnar.
— Við þökkum hjartanlega. Ég
geri ráð fyrir að verða í mesta lagi
þrjá daga að heiman — kannski að-
eins tvo. Vinur minn kemur til fund-
ar við mig í bíl til Savonlinna, en
hugsanlegt er, að við þurfum að fara
til Ábo. Sem sagt, ég flýti mér eins
og ég get.
Ég stóð upp.
— Ég þakka traustið, kæru hjón,
og skal gera mitt bezta. Óska yður
góðrar ferðar og alls góðs gengis.
En nú ætla ég að leyfa mér að
kveðja. Góða ferð! Góða nótt.
Við tökumst í hendur, öll þrjú.
Og snögglega verð ég gripin ein-
hverri dularfullri óttakennd þess,
að ég sé orðinn örlagabundinn þess-
urn tveim manneskjum á einhvern
sáran og geigvænlegan hátt.
Ég hristi það af mér eins og hé-
gilju.
Þessa nótt dreymdi mig ekkert.
Niðurlag í næsta blaði.
Dauði í dulargervi.
Framhald aí bls. 27.
ákafa sinn. „Það er hugsanlegt,
Dennis, að við vitum þegar orðið
jafnmikið og þú. Þetta hefur allt
verið endurskoðað og ýmislegt hef-
ur komið í ljós. Það lítur út fyrir,
að . . . “.
„Þú ætlar þó ekki að segja, að
virus X sé blýeitrun?“
„Það lítur svo út — og þá vitum
við hvernig við eigum að fara með
sjúklingana, en það er langt frá því
að við séum búnir að ráða gátuna.
Við þurfum fyrst og fremst að finna
orsökina“.
„En þá vitum við að hverju við
þurfum að leita“, sagði Sullivan.
„En hér eru engar blýnámur”,
sagði Whittaker. „Ég skil ekki hvern
ig fullorðið fólk fer að því að háma
í sig blý. Við finnum orsökina ekki
í bráð“.
„Viltu veðja, Al?“
„Ég veðja aðeins, þegar ég er viss
um að vinna. Annars eru þetta þann-
ig tímar, að ólíklegustu hlutir geta
komið fyrir.
Sullivan hló. „Ég hitti þig fljót-
lega, Al“.
Við Bond lögregluþjón sagði hann:
„Ökum til sjúkrahússins — eins
fljótt og auðið er. Við skulum koma
við í leiðinni á Kimberley efna-
rannsóknarstöðinni og skilja þessa
diska eftir þar. Og heyrið þér, Jim,
getur lögreglan ekki haft samband
við Ed Hodges?“
„Það er sjálfsagt — hvort sem er
í síma, eða farið þangað. Hvort vilj-
ið þér heldur?“
„Það er nóg að hringja til hans“,
sagði læknirinn. „Segið honum að
hætta að selja þessa diska. Spyrjið
hann hvar hann hafi fengið þá, og
gefið síðan út fyrirskipanir um að
hætta allri sölu á slíkum diskum“.
Það var margt fólk samankomið
í skrifstofu Fincannon yfirlæknis —
læknar, hjúkrunarkonur, efnafræð-
ingar og blaðamenn.
„Blýeitrun“, sagði Sullivan lækn-
ir, „var mjög algeng fyrr á tímum
í Englandi, meðan fólk drakk epla-
vín úr blýkrúsum. Það komu líka
fyrir mörg tilfelli í Ameríku á
blómaskeiði bílaiðnaðarins, á árun-
um 1934—35. Yfir fjögur þúsund
Verkamenn veiktust af því að log-
sjóða hluti úr tin- og blýblöndu“.
Læknirinn rétti upp nokkur brot
úr diskunum frá Ed Hodges. „Þeir
eru búnir til í Japan“, sagði hann.
„Brenndir í sérstökum ofnum, sem
orsökuðu þetta. Misskiljið mig ekki
— þetta var auðvitað algjörlega án
vitundar framleiðendanna. Þeir
vissu ekki, að þetta væri eitrað“.
„Hve mikið blý innihalda þeir?“
spurði annar blaðamaður.
„Uppleysanlegt blýmagn er yfir
tólf af hundraði, en fari það yfir
það, veldur það blýeitrun í tölu-
verðri hundraðstölu fólks.
Á leiðinni út stanzaði Sullivan
læknir skyndilega. „Ég var búinn
að lofa Lindu diskunum hennar! Nú
get ég ekki efnt það“.
„Ég keypti aðra“, sagði Bette.
„Þeir eru með gylltum röndum og
fallegum fiskum — en búnir til hér
i Ameríku“. ir