Vikan


Vikan - 15.11.1962, Side 11

Vikan - 15.11.1962, Side 11
glýju af tilhugsuninni einni saman, það kemur vatn í munninn og þef- færin keppast við að anda að sér ímynduðum ilmi. Þannig fer okkur hinum ókunn- ugu, er aðeins þekkjum eyjarnar Hawaii af afspurn, við freistumst til að slá um þær einhvers konar ævintýrahulu, drekkum í okkur ýkjusögur, sem misjafnlega áreiðan- legir ferðalangar segja frá dvöl sinni á Hawaii, fylgjumst spennt með „tunglskinssenum“ kvikmynd- anna, heyrum, horfum — og trúum. Auðvitað er margt af þessu sann- leikanum samkvæmt, en hætt er samt við, að æði margt sé líka all reyfarakennt og lítið í ætt við raunveruleikann, heldur helber uppspuni og einfeldnisleg ósk- hyggja. Það er sjaldan, sem við fáum sanar og ýkjulausar fregnir af lifn- aðarháttum eyjaskeggja á Hawaii og enn sjaldnar, sem við fáum tæki- færi til að ræða við íslendinga, sem búsettir hafa verið þar svo árum skipti. Vikan hafði þó heppn- ina með sér nú fyrir skömmu, er henni tókst að ná tali af ungri ís- lenzkri konu, frú Katrínu Wallis, sem búið hefur á Hawaii um árabil ásamt bandarískum eiginmanni sín- um og tveimur sonum þeirra hjóna. Frú Katrín dvelst um þessar mund- ir hjá ættingjum sínum að Sporða- grunni 2 í Reykjavík og þar var það, sem blaðamaður Vikunnar gekk á fund henanr til að leita frétta af undraeyjunum Hawaii, íbúunum og lifnaðarháttum þeirra svo og öðru sem máli skiptir og frúin kunni skil á. — Það var árið 1959, sem ég og fjölskylda mín fluttumst til Hawaii, hóf frú Katrín máls, þegar við höfð- um fengið okkur sæti í stofunni að Sporðagrunni 2. Við bjuggum svo síðastliðin þrjú ár í höfuðborginni Honolulu á eyjunni Oahu í hverfi, sem ætlað er starfsmönnum við bandarísku flotastöðina Pearl Har- bour, en þar starfaði maðurinn minn einmitt. Oahu, þar sem borgin Honolulu og flotahöfnin Pearl Harbour eru, er ein af sjö eyjum, sem einu nafni eru nefndar Hawaii. Þær draga nafn af stærstu eynni, Hawaii, en þar búa fáir íbúar og er eyjan öll mjög hrjóstrug og eyði- leg vegna hinna tíðu eldgosa, sem þar eiga sér stað. Oahu er mann- flest Hawaii-eyjanna og byggileg- ust, en þó er nokkur byggð í þeim öllum. — Voru það ekki mikil viðbrigði fyrir yður að koma í þetta annar- lega umhverfi? — Jú, viðbrigðin voru geysimikil, einkum hvað snerti loftslagið, en á Hawaii er jafnheitt árið um kring, líklega um 35—40 stig á Celsíus. Hitinn er til dæmis það mikill, að ekki er viðlit að sofa með meira en létt og þunnt lak ofan á sér. — Hverjir byggja Hawaii? — Hawaii byggir fólk af ýmsu þjóðerni. Þar ber mest á lituðum mönnum, kynblendingum, Japön- um og Kínverjum. Einnig er tals- vert eftir af hinum upprunalegu Hawaii-búum, sem eru fjarska stór- ir vexti og dökkir á hörund. — Og hvað hefur þetta fólk sér til lífsviðurværis? — Fiskveiðar og akuryrkja eru aðalatvinnuvegirnir og lifa flestir af því að stunda annaðhvort. Einn- ig er nokkur atvinna í sambandi við móttöku ferðafólks, en af því er stöðugur straumur til Hawaii. Hið innfædda Hawaii-fólk, sem er mjög gefið fyrir að taka lífinu með ró og láta hverjum degi nægja sína þjáningu, vinnur allt hjá öðrum, Japönum, Kínverjum eða Ameríku- mönnum. Japanar og Kínverjar fara með flest hin vandasamari störf, eru læknar, lögfræðingar o. s. frv. og yfirleitt má segja, að það séu þeir, einkum Japanarnir, sem hafa komið sér bezt áfram á Hawaii. Með embættisstörf í þágu ríkisins fara svo Ameríkumenn. — Hvað um lífskjör almennt? -— Það er mesti misskilningur, sem þarfnast skjótrar leiðréttingar, að nú á tímum sé lifað einhverju frumstæðu villimannalífi á Hawaii. Fólk stendur þar nefnilega á svip- . uðu menningarstigi og í öðrum ríkjum Bandaríkjanna, stundar fasta atvinnu, á sín eigin hús með öllum mögulegum lífsþægindum og nýtur yfirleitt sömu lífskjara og fólk í öðrum lýðfrjálsum löndum. — Hvernig ver fólk frístundum sínum á Hawaii? Fer það í bíó, á ball eða í leikhús, eins og við hér heima á fslandi? — Já, ef svo ber undir gerir fólk það gjarnan, því að enginn hörgull er á hvers kyns skemmti- stöðum á Hawaii. Vegna hins mikla ferðamannastraums er þar mikið um fyrsta flokks hótel og veitinga- hús, sem hafa margt á boðstólum, allt frá afbragðs mat til yndislegr- ar hljómlistar. Ýmislegt fleira má líka hefna, sem fólk hefur sér til afþreyingar. Annars held ég, að vinsælasta tómstundagaman eyjaskeggja sé það, að fara út á strendurnar til að synda og leika sér. Þarna er Framhald á bls. 38. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.