Vikan


Vikan - 15.11.1962, Qupperneq 17

Vikan - 15.11.1962, Qupperneq 17
Tókst Bohan svo vel að standa í stöðu sinni sem tízkuteiknari að samningur hans við Dior- fyrirtækið var framlengdur og þegar veslings Saint-Laurent kom aftur úr hernum löngu áður en ráð var fyrir gert vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna fékk hann ekki stöðu sína aftur og var því borið við að einhverjar vanefndir af hans hendi við Dior-fyrirtækið væri því til fyrirstöðu. Höfðaði St. Laurent þá mál á hend- ur Dior-tízkuhúsinu og þar sem málssókn tek- ur oft ærinn tíma í Frakklandi hefur St. Laurent síður en svo setið auðum höndum, heldur stofn- að sitt eigið fyrirtæki. Er hann hinn bjartsýn- asti bæði á framtíð hins nýja tízkuhúss síns svo og úrslit málsins, sem bæði hann og aðrir telja áð Dior-fyrirtækið muni tapa, þar eð frá- vikning St. Laurents hafi verið samningsbrot og því lögleysa. St. Laurent vill helzt reka sitt eigið tízku- hús fjárhagslega sjálfstætt að því er hann seg- ir. Hann hyggst nota til þess peninga þá, sem hann telur sig eiga í vændum sem bætur frá Dior-fyrirtækinu en þeir eru ekki handbærir fyrr en hann hefur endanlega unnið málið gegn Dir svo að á meðan hann bíður málalykta hefur hann þegið fjárstyrk frá utanaðkomandi aðil- um. Nöfn þessara aðila vill Yves St. Laurent ekki láta uppi en kviksögurnar segja, að þeir séu annað hvort þekktur franskur iðjuhöldur eða amerískur auðjöfur. Við fyrirtæki St. Laurents starfar þegar margt fólk, sem er önnum kafið við að framfylgja boðun meistara síns, St. Laurents. Viðskipta- vinir eru einnig farnir að þyrpast að hinu nýja tízkuhúsi og má af viðskiptavinum nefna hina fínu hertogafrú af Windsor. Margir hafa orðið til að sýna St. Laurent vinsemd og virðingu í hans margvíslegu örð- ugleikum og má þar til nefna Victoire, eina helztu og kunnustu tízkudömu Diors, sem sýndi St. Laurent þá einstöku tillitssemi að hætta starfi hjá Dior-fyrirtækinu sama dag og St. Laurent var sagt upp. Hefur Victoire stutt og styrkt St. Laurent eftir beztu getu. Nú hefur St. Laurent líka vottað henni þakklæti sitt Framhald á bls. 33. gleraugnaumgjörð í tízku, stundum þunn og grönn, — stundum mislit, stundum einlit, — þannig er gleraugnatízkan sífelldum breyting- um háð eins og annað í tízkuheiminum. Gleraugnanotkun fer nú sífellt vaxandi, hvort sem það er tízkufyrirbrigði eða ekki. Þess vegna ríður æ meira á því að fólk eigi kost á vönduðum og fallegum gleraugum og vandi val þeirra svo sem frekast má verða. Til þess að sannfæra ykkur, lesendur góðir, um það, að gleraugun geta verið mesta augnayndi, birtir þátturinn hér nokkrar myndir af ungu og myndarlegu fólki, sem hefur sett upp gleraugun, áður en ljósmyndarinn smellti af. ★ GAMLA MYNDIN. Hér kemur mynd af hljómsveit Félags is- lenzkra hljóðfæraleikara, tekin árið 1936, en á þeim árum og af og til fram á þennan dag héfur félagið æft upp stórar hljómsveitir, sem ýmist hafa komið fram á skemmtunum, dansleikjum eða í útvarpinu. Á mynd þessari eru, fremri röð f. v.: Jó- hanncs Eggertsson, trombón og celló, Guð- laugur Magnússon, trompet (látinn), Skafti Sigþórsson, trompet og fiðla, Jakob Einars- son, fiðla (látinn), Sveinn Ólafsson, saxófón- ar, klarinet og fiðla, Þorvaldur Steingrims- son, saxófónn, klarinet og fiðla, og Vilhjálm- um Guð'jónsson, saxófónar og klarinet. — Aftari röð f. v. Aage Lorange, pianó, Bjarni Böðvarsson, harmonika og stjórnandi (lát- inn), Poul Bernburg, trommur, Bjarni Guð- jónsson, gítar (látinn) og Fritz Weisshappel, bassi. BRIAN HYLAND MEÐ ENN EITT METSÖLULAG. RENAULT-HLJÓMSYEITIN. The Daupine Street Six heitir þessi enska hljómsveit, og að sjálfsögðu ferðast þeir um í Renault-Daupine bilum, þeir eru sex og éiga fjóra bíla, alla eins. Myndin er tekin fyrir framan Renault-verkstæði í Englandi. Flestir þcirra, sem heyrðu Brian Hyland syngja lagið „Itsy bitsy teenie weenie, yeRow po’ka dot bikini“ fyrir tveimur árum héldu þvi fram, að með þessari fyrstu plötu væri söng- feriH Brians á enda. Hann væri einn af þessum ungu piltum, sem yrðu frægir á einni plötu og gleymdust siðan. I>essar hrakspár ])eirra virtust reyndar ætla að rætast. Brian söng inn á hverja plötuna á fætur annarri, en engin þeirra seldist. Hann var hættur að fá vinnu í útvarpsþáttum og á hljóm'eikum. En svo snerist hamingjuhjólið honum í vil. Hann söng lagið „Ginny come lately" rúmu ári eftir að hann kom fyrst fram og „Ginny come lately" náði metsölu á nokkr- um dögum. Aftur fékk liann tilboð um vinnu og nú stóðu allar dyr opnar. Brian var orðinn mun betri söngvari og mcð siðustu plötu sinni „Seeled with a kiss“ sýnir hann, að hann er s'ngvari á borð við þá Booby Vee, Johnny Tillotson, Bobby Rydell og fleiri unga söngv- ara, sem þegar eru orðnir frægir. „Sealed wilh a kiss“ er ein mest selda platan á þessu ári og Brian Hyland liefur gert samning tvö ár fram í timann, við sjónvarpsþætti, hljómleika- hús, að því viðbættu að plötur munu koma út reglulega á tveggja mánaða fresti, og ekkert er liklegra en allar þær plötur sem Brian á eftir að syngja inn á framvegis nái metsölu. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.