Vikan


Vikan - 15.11.1962, Qupperneq 33

Vikan - 15.11.1962, Qupperneq 33
en klukkan sex aS morgni, þvi að ég á fagra landsýn í vonum, og þótt ég sofni fast og vært eftir viðburða- ríkan dag, er ég kominn upp í brú á slaginu. Veður er óbreytt; biæja- logn, og glaðasólskin þegar iíður á morguninn og Snæfellsjökull fríður og tígulegur af sjó að sjá, þegar við siglum l'ramhjá nesinu. Og þegar fyrir það kemur, opnast fögur sýn yfir lVlýrarnar og Borgarfjörðinn, mn tii fjailanna á bálendinu. Nokkr- um kluKkustundum siöar er Hval- ljörður fyrir stafni,lognsléttur, með bsju, Eyrarfjali og Heynivallabáls á aðra bönd en Dragháls og Skarðs- lieiði á hina, en Múlafjallið öðrum megin, Þyrillinn hinum megin og þritinda Súlnanna firrðbláa fyrir botni, og er öll sú mynd í svo stíl- hreinu jafnvægi, að manni verður ósjálfrátt að efast um þá kenningu listfræðingsins, að ekki geti verið um markvísa viðleitni að ræða i formi og línum landslagsins. Og svo lýkur þessari veiðiför þar sem bún hófst, þegar „Hvalur 7“ leggst við bryggjuna i hvalstöðinni. Ég kveð áhöfnina, sem allt hefur gert til þess að þessir ógleyman- legu dagar yrðu mér sem þægileg- astir um borð, og þakka þeim Frið- bert skipstjóra og Sigursveini stýri- manni allan þann fróðleik, sem þeir hafa góðfúslega látið mér i té — og sem ég vona að brenglist ekki i meðförunum hjá mér. ★ Gull í tá. Framhald af bls. 19. — Sumum líkar það alls ekki.. Það er eins og gúmmí, það heldur fótraka að. Og svo er ómögulegt að ganga á nælonsólum, ef það er nokkur hálka. — Svo við vendum okkar kvæði í kross: Hve margir skósmiðir eru til á landinu? — Það eru 84 í Landssambandi skósmiða, þar af sex, sem ekki vinna við skósmíði. — Hve margir þar af eru á Akureyri? — Þar eru þrír meistarar, og einn að auki, sem ekki er í lands- sambandinu. Innst í Álfheimum er skóverzl- un og skóvinnustofa Gísla Ferdíri- andssonar. Við spyrjum eftir Gísla og er vísað ofan í kjallara. Þaðan berast högg og hljómur af dans- músík. Vinnustofan er stór, björt og hreinleg, eftir því sem skóvinnu- stofur geta verið, og mun meira um alls konar vélar og tól en venju- legt er í slíkum vinnustofum. — Nei, ég á ekki nema eina vinnustofu, og hún er hér, segir Gísli. — Hins vegar hef ég mót- töku niðri í Lækjargötu. Meining- in var að hafa þar mann, sem gæti gert svona smotteríisviðgerðir, en mest langar mig til þess að koma þar upp þjónustu, sem ég sá á skó- sýningu úti í Þýzkalandi í fyrra. Þá hefur maður borð eins og á börum, þar sem viðskiptavinirnir sitja og rétta fæturna í gegn undir borðinu, og sötra svo kók eða eitt- hvað annað, meðan skósmiðurinn lagar skóna, hvort sem það er nú brotinn hæll eða eitthvað annað. — Ferðu oft utan, til þess að kynna þér hvað er nýtt í skóvið- gerðum? _ Ég fór þarna til Þýzkalands í fyrra. Maður verður að reyna að fá sér það sem er nýjast og bezt í tækninni. Það er eins og með bænd- ur, bændur og skósmiðir verða að tileinka sér það, sem nýjast er í tækninni, ef þeir eiga að klóra í bakkann. — Þú ert með eitthvað af lærlingum? — É er með tvo. Það eru tækin sem bjarga mér, því lærlingarnir eru ekki fyrr orðnir sveinar, en þeir eru búnir að setja sig einhvers staðar niður sjálfir. — Vantar ekki skósmiði víða úti um land? — Jú, það eru fremur fáir skó- smiðir úti á landi, og þar eru eng- ir lærlingar, svo þar lítur illa út með endurnýjun stéttarinnar. Það er skiljanlegt, að menn sem teknir eru að reskjast vilji ekki leggja í mikil véla- og tækjakaup, svo fólk úti á landi er oft í vandræðum með að fá skó sína viðgerða, ef það er eitthvað fram yfir það Venjulega. Við fáum mikið af kvenskóm utan af landi til þess að setja undir þá nýja hæla. Þar á enginn nein tæki til þess. Þeir eru að bora niður í gegnum skóna niður í hælinn og skrúfa þetta, en það er varla hægt. Hér höfum við tæki — sjáðu, það er bezt ég kenni þér skósmíði í leiðinni ■—■ maður setur nagla hér í götin, hvolfir svo skónum yfir, setur hælinn á sinn stað, herðir að, svona, þá er hann réttur á, svo tekur maður í hand- fangið hérna, vips — naglamir þrýstast í gegn og hællinn kominn á. Nú er aðeins eftir að setja stál- pinnann í og lakka hælinn. Það er miklu betra fyrir okkar vegi, að lakka þá en skinnklæða, því skinnið tætist strax upp. —- Eru mikil brögð að því, að skór séu ekki sóttir? — Já, það er talsvert um það. 75% af öllum skóm, sem við fáum, eru kvenskór, og þeir eru fljótir að fara úr tízku, og þá nenna eig- endurnir ekki að sækja þá. Og þá þýðir ekkert annað en að henda þeim. Við reynum að hirða það úr þeim, sem nýtilegt er, svo sem il- fjöðrina. Það þýðir ekkert að ætla að selja þetta. Ég reyndi einu sinni að selja svona skó til þess að hafa innan í bomsur, en það var ekki nógu fínt. — Hvering er það, fáið þið meira af erlendum skóm til við- gerðar en innlendum? Síðan skóinnflutningur var gef- inn frjáls er meira um erlenda skó. Annars eru innlendir skór margir orðnir ágætir, en fólk vill heldur kaupa mjúka skó, þótt lakara sé í þeim, kannski. Eins og kaninn, sem hefur pappa í skónum sínum, svo þeir séu nógu mjúkir! ★ ÁtrúnaSargoð. Framhald af bls. 17. með því að gera hana allra kvenna hæst setta í hinu nýja tízkuhúsi isínu. Tvær aðrar mikilsvirtar kven- persónur, sem einnig hafa látið í ljós gott álit á St. Laurent eru þær móðir hans, skörungskvendi mikið búsett í Oran og ballettdansmærin Zizi Jeanmaire, sem kom því til leiðar, að St. Laurent var nýlega fenginn til að teikna alla búninga að ballettsýningu einni, sem heims- kunnir dansarar standa að. Þó að Yves Saint-Laurent hafi verið vikið að nafninu til úr heið- urssessi Diors, þá er það einróma álit flestra að hann muni halda áfram að vera hinn eini sanni arf- taki Diors, svo miklir og frábærir séu hæfileikar hans á tízkusviðinu. ★ íslenzk álfamær Framhald af bls. 12. I greininni er mikill fróðleikur um fsland, bæði stutt ágrip af sögu landsins og lýsing á landinu, — skemmtileg og að mörgu leyti rétt. „Fegurðardísin roðnar, þegar hún er spurð um málin,“ segir í lok greinarinnar, „en viðurkennir var- færnislega að vera 36—21—36, og vega 108 pund.“ „Fólkið hér er mjög likt og heima, gott og vingjarnlegt," segir Anna. „Hin suðræna gestrisni, sem ég hef mætt hjá íbúum Tallahassee, kemur mér til að finnast ég vera heima.“ Anna ætlaði sér að fara þaðan fljótlega skv. greininni, til einhvers þriggja staða, New York, Holly- wood, eða Reykjavík. „En ég kem fljótt aftur, vona ég,“ segir hún. „Hún þarf að fara aftur til íslands vegna vegabréfsáritunar. Hún á að hitta Oleg Cassini, tízku- teiknara í New York bráðlega og síðan ætlar hún að hitta hina 24 ára gömlu systur sína, Sirrý, sem hefur samninga við sjónvarpið í Kaliforníu, sem söng- og leikkona.“ Framtíð mín — í það minnsta næsta árið — er óráðin, sagði hún. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.