Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 9
Hávaxin kona, svarthærð en of- urlítið hæruskotin gekk hikandi til móts við hann. Poirot beygði sig yfir hönd hennar. ,,Ég bið yður afsökunar, frú,“ sagði hann. „Ég er hræddur um að lestinni hafi seinkað.“ „Alls ekki,“ sagði frú Chevenix- Gore hikandi. Augu hennar störðu ennþá á hann vandræðalega. „Alls ekki, hr. — ó — ég heyrði ekki vel — —“ „Hercule Poirot.“ Hann nefndi nafn sitt skýrt og greinilega. Einhvers staðar fyrir aftan sig heyrði hann einhvern taka andann snögglega á lofti. Jafnframt varð honum ljóst, að húsbóndinn gat ekki verið þarna viðstaddur. Hann mælti lágum rómi: „Þér vissuð að mín var von, frú?“ „Ó-ó, já ...“ Framkoma hennar var ekki sannfærandi. „Ég held — ég á við, ég geri ráð fyrir því, en ég er svo hræðilega óhagsýn, hr. Poirot. Ég gleymi öllu. Málrómur- inn var raunalegur, en þó eins og hún hefði í aðra röndina gaman af þessu. „Mér er sagt frá hlutunum. Ég virðist veita því viðtöku — en það streymir í gegnum heila minn og er farið! Horfið! Eins og ég hefði aldrei heyrt það.“ Svo var eins og hún rankaði við sér, að hún ætti eftir að ljúka lengi vanræktu skyldustarfi. Hún litað- ist um hálf vandræðalega og muldr- aði: „Ég geri ráð fyrir að þér þekkið alla.“ Auðvitað vissi hún að svo var ekki, en þetta var augsýnilega margþvælt orðtæki, sem hún not- aði til þess að komast hjá fyrir- höfninni við kynningarnar og á- reynsluna við að muna rétt nöfn manna. En með ýtrustu áreynslu gerði hún síðustu tilraun til þess að ráða fram úr erfiðleikunum í þessu sér- staka tilviki, og bætti við: „Þetta er dóttir mín — Rut.“ Stúlkan, sem stóð frammi fyrir honum, var einnig há vexti og dökk- hærð, en að öðru leyti mjög ólík henni. í stað hinna óákveðnu og eins og máðu andlitsdrátta frú En hitt var ljóst, að enginn vissi, hvað til bragðs skyldi taka. Slíkar aðstæður höfðu aldrei komið fyrir áður, og enginn kunni að ráða fram úr þeim. koma okkur á óvart, býst ég við.“ „Svo þér vissuð þá ekki, að mín væri von, ungfrú?“ flýtti Poirot sér að segja. „Ég hafði ekki minnstu hugmynd um það. Eins og ástatt er, verð ég að fresta því að ná í bókina með eiginhandarritum mínum þangað til cftir miðdegisverðinn." Bjölluhljómur barst nú framan úr forsalnum, brytinn opnaði dyrn- ar og tilkynnti, að miðdegisverður væri framreiddur. Og þá, nærri því áður en hann hafði sleppt síðasta orðinu, gerðist mjög einkennilegur atburður. Hin óskeikula heimilisvél breyttist, að- eins eitt andartak, í furðulostna mannlega veru ... Breytingin var svo snögg og gríma hins þjálfaða þjóns svo fljótt komin í sömu skorður aftur, að enginn, sem ekki hefði af tilviljun horft á hann, hefði tekið eftir því. En Poirot hafði af tilviljun horft á hann. Hann varð undrandi. 2. HLITI SAKAMÁLASAGA EFTIR AGATHA CHRISTIE SPEGILL Chevenix-Gore, hafði hún fastmót- að ofurlítið bogið nef og kjálkalín- an skörp og hvöss. Dökkt hárið var strokið aftur frá andlitinu í litla og þétta hrokkna lokka um höfuð hennar. Hörundsliturinn var eðli- legur, skær og bjartur, að mestu án fegrunarlyfja. Hercule Poirot fannst hún með fegurstu stúlkum er hann hefði séð. Honum varð einnig Ijóst að hún var ekki síður gáfum gædd en feg- urð, og hann gat sér þess til, að hún byggi yfir þó nokkru stærilæti og skaphita. Þegar hún talaði, var eins og ofurlítill semingur í röddinni, sem honum virtist helzt að hún gerði með vilja. En hvað það var skemmtilcgt að fá hr. Hercule Poirot fyrir gest. Þar hefur pabbi gamli ætlað að Brytinn stóð hikandi í dyragætt- inni. Enda þótt andlit hans væri aftur orðið sviplaust eins og vera bar, var eins og yfir honum hvíldi einhver eftirvænting. Frú Chevenix-Gore mælti hik- andi: „Ó, góði — þetta er ákaflega ó- venjulegt. Satt að segja, ég — mað- ur veit varla, hvað gera skal.“ „Það sem veldur þessu einstaka ráðaleysi okkar, hr. Poirot," mælti Rut, er sú staðreynd, að í fyrsta sinn í síðastliðin tuttugu ár, er fað- ir minn of seinn til miðdegisverðar.“ „Það er alveg einstakt,“ kveinaði frú Chevenix-Gore. „Gervase hefur aldrei ...“ Roskinn maður, teinréttur og her- mannlegur, gekk til hennar. Hann hló glaðlega og mælti: „Blessaður gamli Gervase! Loks- ins kom hann of seint! Nú skulum við sannarlega stríða honum. Held- urðu að það sé ekki óþjáll flibba- hnappur? Eða skyldi Gervase vera ónæmur fyrir hverjum mannlegum veikleika? “ „En Gervase er aldrei of seinn,“ sagði frú Chevenix-Gore lágt og vandræðalega. Það var næstum hlægilegt, hví- líku ráðaleysi þetta litla óhapp olli. Og þó, Hercule Poirot fannst ekkert hlægilegt við það . .. Bak við ráða- leysið fann hann óróleika, jafnvel ótta. Sjálfum fannst honum það einnig undarlegt, að Gervase Che- venix-Gore skyldi ekki ganga fram til þess að heilsa gestinum, sem hann hafði gefið fyrirskipun á svo dularfullan hátt. En hitt var ljóst, að enginn vissi, hvað til bragðs skyldi taka. Slíkar aðstæður höfðu aldrei komið fyrir áður, og enginn kunni að ráða fram úr þeim. Að lokum tók frú Chevenix-Gore til sinna ráða, ef ráð skyldi kalla, því að sýnilega var hún í mestu vandræðum. „Snell,“ mælti hún, „er húsbóndi yðar ... ?“ Hún lauk ekki við setningun^i, en leit aðeins á brytann með eftirvænt- ingu. Það var auðséð að aðferðir hús- móður hans til þess að afla sér upp- lýsing'a komu honum ekki á óvart. Hann svaraði því samstundis hinni óræðu spurningu: „Hr. Gervase kom niður fimm Framhald á bls. 41. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.