Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 14
Henrik Ibsen hóf að rita Pétur Gaut í Rómaborg eftir aS hann hafði tiltölulega nýlega lokið við Brand. Líf hans hafði fram að þeim tíma verið fullt af von- brigðum og erfiðleikum. Með útkomu Brands kom afdráttarlaus viðurkenning. Fjárhagur hans, sem verið hafði hinn bágasti, réttist skyndilega. Hann fekk opinber skáldalaun í þessum svifum, eins og Björnsson hafði hlotið nokkrum árum áður. Vinir hans í Róm sögðu, að á honum hefði um þær mund- ir orðið mikil og skyndileg breyting. Hann tók að klæðast vel, hafa á sér það fáláta heldra manns snið, sem síðan varð hans stálgríma gagnvart heiminum. En undir þess- ari grímu starfaði firna frjósamur hugur. Og sennilega hefur Ibsen aldrei gengið efld- ari að neinu verki, en þá er hann skrifaði Pétur Gaut. Árið 1867 sendir hann Hegel útgefanda sín- um, forstjóra Gyldendals þrjá fyrstu þættina af Pétri Gaut og segir þá jafnframt í bréfi’ „Ef yður langar að vita það, þá er Pétur Gautur raunverulega maður, sem lifði í Guðbrandsdalnum fyrir og um síðustu alda- mót. Nafn hans er enn vel kunnugt þar um slóðir, en um ævintýri hans vita menn fátt annað en það, sem Asbjörnsen segir frá í Norskum huldufólkssögum. Ég hef því ekki haft mikið að byggja skáldverkið á, en að því skapi frjálsari hendur um að skapa það að eigin vild.“ Jú, Ibsen hefur sennilega ekki mikið grætt á þjóðsögunum um Pétur Gaut, annað en það, að hann virtist hafa verið lausungar- maður hinn mesti, lygamaður og gortari. Og hann átti stöðugt í höggi við álfa og tröll, forynjur og drauga og bar að sjálfsögðu jafn- an hærra hlut. En hann hefur grætt mikið á huldufólkssögum og ævintýrum Asbjörn- sens í heild, þjóðlífslýsingum þeirra, hjátrú, tali, málsháttum, alþýðlegu skapi. Og hjá Asbjörnsen fær hann hugmyndina um Beyginn, þessa dularfullu, ósýnilegu ófreskju, sem verður Ibsen tákn heigulskaparins, und- ansláttarins í brjósti manns. Ibsen vann til að byrja með að Pétri Gaut í Rómaborg, en vann verkið til fulls og lauk því á Ischía og í Sorrento. Fyrsta útgáfa kom út 14. nóv. 1867. 2. útgáfa hálfum mánuði síðar. Ekkert annað rit Ibsens hefur náð annarri eins út- breiðslu og Pétur Gautur. En eftir að Ibsen tók að vinna að Pétri Gaut, hafa arnaraugu hans skyggnzt víða og jafnvel ekki trútt um, að norrænir vinir hans og málkunningjar í Róm hafi orðið að leggja honum til vissa dráttu í gerð og svip, og menn sem Ibsen minntist úr æsku. Eru þar einkum nefndir til Thorvald Möller, höfuðsmaður norskur. Hann hafði víða ferð- azt og margt reynt, og þó meira í ímyndun sinni en veruleikanum, en hafði frábæra frásagnargáfu. Þá er og tilnefndur stjórn- málamaðurinn F. G. Lerche, sem hafði orð á sér fyrir „að segja sannleikann í svo lauslegri þýðingu, að kalla mátti frumsamið verk“. Því hefur og verið haldið fram, að Ameríku- ævintýri fiðlusnillingsins Ole Bull, hafi orðið fyrirmyndin að afrekum Péturs Gauts erlendis. Víst er það að minnsta kosti, að Ibsen ætlaði sér frá öndverðu að skapa í þessu riti „sérnorska manngerð", eins og hann komst sjálfur að orði. En þá er líka ótalin sú fyrirmyndin að Pétri Gaut, sem mest á í honum og það er Ibsen sjálfur. Sköpun Péturs Gauts var dómsdagur, sem Ibsen hélt yfir tvískinnungnum í eðli sjálfs sín, og það af svo miklum heilindum og hlífðarleysi, að nú finnst nálega hverjum manni, sem hann þekki vissar hliðar sjálfs sín í Pétri Gaut, ef hann hefur ekki fengið rispu Dofrans í augað. Ibsen ætlaði Pétur Gaut ekki til sýningar á sviði og þess vegna er ekki að vænta fastrar dramatískr- ar byggingar í verkinu. Vera má að þetta sé meðfram orsök þess, að Ibsen hefur aldrei gefið skap- andi ímyndun sinni svo lausan tauminn, hvorki áður né síðan. Yfir öllu verkinu er einhver ferskur yndisleiki, tilviljanakenndur leik- ur, glettni, háð, alvara, innileiki, sem ekkert annað verk hans á í jafn ríkum mæli. Bókmenntafræðingurinn Francis Bull segir í bókmenntasögu sinni um Pétur Gaut: Eins og Faust er höfuðverk í þýzkum bókmenntum, þannig er og Pétur Gautur það í norskum. Það er, ef slík hástig orða eru leyfileg, fyndnasta, auðugasta, fjölbreyttasta og dýpsta skáldverk, sem við eigum — og norskast alls þess, er Ibsen hefur skapað. Þó að svo væri ekki ætlað í fyrstu reit Ibsen sjálfur leiksviðsgerð af Pétri Gaut, en svo leið nærri ára- tugur, að enginn áræddi að taka verkið til sýningar. Þar kom þó loks 1876, að Josephson, leikstjóri Kristianiu-leikhússins réðst í það áhættu fyrirtæki að taka verkið til flutnings. Aðsóknin varð gífurleg, viðtök- urnar með afbrigðum góðar. En þá hafði líka Edvard Grieg komið til skjalanna — maðurinn sem gaf verki Ibsens vængi tón- anna til að fljúga með. Einn liðu tíu ár þangað til nokk- ur áræddi að sýna Pétur Gaut utan Noregs. Árið 1886 var verkið loks sýnt í Kaupmannahöfn. Og enn leið heill tugur ára, áður en þetta höfuðverk Ibsens fór að sjást á leiksviðinu utan Norður- landa. París reið á vaðið 1896. Á 20. öldinni hefur Pétur Gautur verið oftar sýndur en nokkurt ann- að leikrit Ibsens. Og nú hefur hann lagt undir sig allar álfur heims. Ibsen fæddist 20. marz 1828 og andaðist 23. maí 1906. f þrjátíu ár naut hann gleðinnar af sigurför Péturs Gauts. ☆ Edvard Grieg fæddist 15. júní 1843 og andaðist 4. sept. 1907. Móð- ir hans var ágætur píanóleikari og talsverð driffjöður í tónlistarlífinu í Bergen. Hún varð fyrsti kennari Griegs. Frá 1853 bjó fjölskyldan á sveitasetrinu Landá, spottakorn ut- an við Bergen, en það hafði frú Grieg erft eftir föður sinn. Þang- að kom fiðlusnillingurinn Ole Bull ríðandi einn góðan veðurdag 1858. Það varð úrslitastund í ævi Griegs. Bull heyrði drenginn spila og taldi foreldra hans á að senda hann á tónlistarháskólann í Leipzig. Þang- að kom Grieg 15 ára gamall og tengdist þar með stofnun, sem hann minntist jafnan síðan með óbeit. Grieg átti fremur erfitt uppdrátt- ar framan af, en til voru þó menn sem sýndu honum góðvild og örv- uðu hann, t. d. danska tónskáldið Niels Gade. En tónlistarmenntun Griegs var öll þýzk-dönsk, og það var ekkert á þeim árum, sem benti til þess, að hann ætti eftir að verða þjóðlegur viðreisnarmaður í tónlist — norskastur allra norskra. En haustið 1864 kynnist hann í Kaupmannahöfn norska tónskáldinu Ríkard Nordrak. Það varð örlaga- > rík kynning. Nordrak var þá aðeins 22 ára, en hafði þá þegar samið merkilegar tónsmíðar m. a. lög við söngva í leikriti Björnsons um Sig- urð Slembi. Hann var eldsál, sem tendraði neista í Grieg, beindi huga hans og athygli að norskri þjóðlegri söngmennt og tónlistarerfð. Þaðan af var braut Griegs mörkuð. Um 1870 tekst allnáin samvinna með Grieg og Björnson og samdi hann þá lög við kvæði úr leikriti Björnsons, Sigurði Jórsalafara. Höfðu þeir og þá á prjónunum fyrirætlanir um norska óperu um Ólaf Tryggvason, en Björnson gekk illa með handritið að undanteknum þrem fyrstu atriðum. Lauk þessari 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.