Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 16
SMÁSAGA EFTIR R. J. J. THEAKSTON STÝRIMAÐURINN HLJÓP ÚT. „ÞEIR SJÁ OKKUR“ KALLAÐI HANN. „ÞAÐ MÁTTI EKKI SEINNA VERA“. Fyrsti stýrimaður slökkti IjósiS í klefanum sín- 11 m, en leit fyrst á klukknna. Hana vantaði tvœr mínútur í fjögur. Hann ýtti dyratjaldinu til hliðar og gekk eftir ganginum út á dekkið að brúnni. Itokið mœtti honum með ofsakrafti og þeytti með sér regni eða sjávarroki, hann vissi elcki hvort var. Sjálfsagt hvorl tveggja, hugsaði hann með sér. Nokkrar stjörnur á stangli lýstu frá næst- um alskýjuðum himninum, en framundan lireyfðist gulur bjarmi framsigluljósanna upp og niður með skipinu. Stýrimaðurinn brauzt út að brúnni og stóð þar litla stund og horfði fram. Ekkert var sjáanlegt nema daufar útlínur skipsins í myrkrinu og hvít- fyssandi öldutopparnir. Eins og annars hugar setti liann á sig áttina og vindhraðann áður en hann gekk í gegnum stýrishúsið inn í kortaklefann. Annar stýrimaður stóð boginn við að skrifa leið- arbókina. Hann rétti úr sér þegar fyrsti stýrimað- ur kom inn. „Góðan daginn, lierra.“ „Góðan daginn.“ Hann gat aldrei fengið sig til að segja meira en nauðsyn og kurteisi krafðist þetta snemma morguns. Hann hellti sér te úr könnu, sem var skorðuð í eitt hornið á bekknúm, fékk sér sykur og niðursoðna mjólk út i, meðan hann reyndi að lialda jafnvæginu í ölduganginum. Annar stýrimaður þuldi upp næturatliuganirn- ar. „Stefnan 190°, allt i lagí með áttavitann. Ékkert framundan. Vindur virðist vera suðvestan G. Dá- lítil rigning.“ Hann greip leiðarbókina, sem var að renna út af borðinu. „KalJinn vill láta kalla á sig, ef einliver verulegur sjógangur verður.“ „Er fjórði kominn uþp?“ „Já, hann er úti i stýrishúsi. Ég legg þá af stað í eftirlitsferðina.“ Fyrsti stýrimaður umlaði eitthvað. Honum leið strax betur af hcilu teinu og fékk sér nú brauðsneið meðan hann las fyrirskipanir slcip- stjórans. Svo leit hann á siðustu veðurfréttir: Lægð í suðri fór minnkandi, önnur nálgaðist. Þessi hluti Kyrrahafsins var alltaf sjálf- um sér líkur í september, hugsaði liann. Það yrði sannarlega gott að koma til Nýja Sjálands og losna við þennan bölvaðan velting og hristing. Þegar annar stýrimaður kom aft- ur, var hann kominn inn í stýris- luisið til fjórða stýrimanns. Grænt ljós áttavitans bar daufa birlu á andlit þeirra. „Allt i lagi, herra,“ sagði annar stýrimaður. „Þökk fyrir. Nokkurt lífsmark með farþegunum?“ Það logaði ljós í nokkrum klef- um, en enginn var á ferli.“ Hann bjóst til að fara. „Góða nótt,“ sagði hann. „Góða nótt.“ Kaldan vindgust lagði inn um dyrnar, þegar hann fór, og svo skullu þær harkalega aftur. Klukkan var að verða fimm, ])eg- ar aðstoðarloftskeýtamaðurinn kom þjótandi inn í stýrishúsið. Hann snarstanzaði eins og ljósið blind- aði hann. „Er fyrsti stýrimaður hér?“ spurði hann og rödd hans skalf af geðshræringu. „Já, hérna, loftskeytamaður,“ sagði stýrimaðurinn og gekk frá glugganum, sem hann hafði verið að liorfa út um. Hann tók um axlir loftskeytamannsins og leiddi hann inn í kortaklefann. „Ilvað er að?“ „Ég er í sambandi við flugvél í nauð. Þeir vilja vita hvar við erum.“ Augu hans voru stór og starandi og hann var náfölur af æsin.gi. Fyrsti stýrimaður fann livernig maginn herptist saman. Fjárinn hafi það, hugsaði hann, endilcga þurfti þetta að koma fyrir t sliku veðri. „Farðu bara aftur fram 1 Ioftskeytak1efann,“ sagði hann. „Ég skal koma með staðarákvörðunina eflir augnablik. Hcfurðu látið Bernie vita?“ spurði hann um leið og pilt- urinn fór. Bernie var aðalloftskeyta- máðurinn um borð. Hann mundi hafa nóg að gera. „Nei, en ég ætla að gera það núna.“ Hann flýtti sér út og skellti hurðinni á eftir sér. Fyrsti stýrimaður þreif sjókorlin og pappír. Hann vann út frá stöð- unni, sem hann hafði fengið upp- gefna i gær, og svo tók hann eftir þvi að hann var að skrifa með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.